Power Nap eykur starfsgetu og lífsgæði - og verndar bæði hjartað og heilann Jón Þór Ólafsson skrifar 2. október 2023 08:31 NASA geimferðastofnun Bandaríkjanna komst að kostum stuttra blunda fyrir rúmum 30 árum og kallaði þá „Cockpit Napping,“ sem í gamni mætti þýða að vera „sofandi við stýrið“ og fengu síðar meira lýsandi heitið „Power Nap“, því rannsóknin sýndi verulega bættan viðbragðstíma og árvekni flugmanna eftir aðeins 26 mínútna blund. Rannsóknir síðan þá hafa staðfest þessar niðurstöður og NASA mælir enn með blundum til að auka frammistöðu og öryggi. Í metsölubók sinni “Why We Sleep” fer prófessor Matthew Walker yfir svefn vísindin og hvernig taugakerfið okkar er þróað fyrir góðan nætursvefn og svo stuttan eftirmiðdags blund. Mörg okkar kaupum tíma með því að klípa af nætur svefninum og fæst okkar fáum eftirmiðdags „kríu“ - sem er íslenskt orð um að fá sér blund á daginn. En vísindin eru farin að sýna okkur hvað þessi skortur á svefni kostar - hvað þessi tími sem við kaupum á kostnað svefns kostar okkur bæði til lengri tíma, en líka samdægurs. Power Nap gerir þig yngri í huga og hjarta. Grísk rannsókn með yfir 23 þúsund manns sýnir að eftirmiðdags blundur minnkar líkur á dauðsföllum tengdum hjarta- og æðakerfinu um 37% yfir heildina - og þær líkur minnka um 60% hjá vinnandi karlmönnum. Rannsóknin var gerð til að meta heilsufars áhrif þess að taka sér ekki eftirmiðdags blundinn sem Grikki kalla „siesta.“ Nýleg bresk rannsókn með yfir 35 þúsund manns sýnir svo að heili þeirra sem fá sér eftirmiðdags blund er 3-6 árum yngri en án hans. Tíminn sem er keyptur á kostnað eftirmiðdags blundsins virðist því vera greiddur til baka að fullu með hraðari hrörnun heilans og andlátum um aldur fram. Power Nap eykur starfsgetu og lífsgæði. Rannsóknir sýna að það kostar aðeins stuttan blund til að kaupa aftur yngri hug og hjarta. Og það sem meira er þá eykst getan þín strax og gæði í bæði lífi og starfi. Þú manstu morgunverkin betur, hefur meiri starfsgetu um eftirmiðdaginn og betri líðan að loknum vinnudegi. Við stuttan blund byrja nýjar minningar að færast úr vinnsluminninu yfir í langtímaminnið, svo þú manst strax betur það sem þú varst að læra, manst það lengur og ert með meira pláss í vinnsluminninu sem verður öflugura eftir blundinn. Þú kemur svo vökulli til baka með hraðari viðbrögð og meiri getu til bæði vinnu með hugvitinu og líkamlegra verka. Og það sem er kannski mikilvægast fyrir mörg okkar sem erum byrjuð að fara niður streitustigan, já eða að taka skrefin upp úr kjallara kulnunar, þá minnkar hálftíma blundur streitu verulega. Þau sem vakna úríll eftir miðdagsblund eða eiga erfitt með að sofna á kvöldin gætu viljað skoða að taka styttri blund og kannski fyrr um daginn, eða jafnvel sleppa því. Skortur á eftirmiðdags blundum er eflaust að hluta til kominn vegna skorts á skilningi um mikilvægi þeirra og því taldir vera tímasóun - já eða jafnvel leti. Vísindin eru að breyta þessu viðhorfi með því að upplýsa okkur um það sem heilinn hefur lengi verið að hvísla að okkur mörgum, að það bætir gæði vinnu okkar og gæðastundir með ástvinum að fá okkur kríublund eftir hádegi. Rannsóknir sýna svo að því lengur sem sem þú blundar reglulega eftir hádegi því auðveldara áttu með að sofna fljótt - og líka á kvöldin, að því gefnu að blundurinn sé ekki of langur eða of seint um eftirmiðdaginn. Eftir stendur að finna rými til að geta lagt sig í hádegishléi, kaffipásum, já eða á vinnutíma. Fyrirtæki á borð við Google hafa verið að innleiða lausnir, allt frá því að útbúa sérstök herbergi til að blunda yfir í hátækni svefn stóla. - En þar til slíkt er í boði á þínum vinnustað þarf í raun bara skilning vinnuveitanda, heyrnatól og tækifæri til að halla sér út af í hléum til að blunda, koma svo orkumeiri aftur til vinnu og með betri líðan heim að loknum vinnudegi. Höfundur er sálfræðinemi og streitustjórnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Svefn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
NASA geimferðastofnun Bandaríkjanna komst að kostum stuttra blunda fyrir rúmum 30 árum og kallaði þá „Cockpit Napping,“ sem í gamni mætti þýða að vera „sofandi við stýrið“ og fengu síðar meira lýsandi heitið „Power Nap“, því rannsóknin sýndi verulega bættan viðbragðstíma og árvekni flugmanna eftir aðeins 26 mínútna blund. Rannsóknir síðan þá hafa staðfest þessar niðurstöður og NASA mælir enn með blundum til að auka frammistöðu og öryggi. Í metsölubók sinni “Why We Sleep” fer prófessor Matthew Walker yfir svefn vísindin og hvernig taugakerfið okkar er þróað fyrir góðan nætursvefn og svo stuttan eftirmiðdags blund. Mörg okkar kaupum tíma með því að klípa af nætur svefninum og fæst okkar fáum eftirmiðdags „kríu“ - sem er íslenskt orð um að fá sér blund á daginn. En vísindin eru farin að sýna okkur hvað þessi skortur á svefni kostar - hvað þessi tími sem við kaupum á kostnað svefns kostar okkur bæði til lengri tíma, en líka samdægurs. Power Nap gerir þig yngri í huga og hjarta. Grísk rannsókn með yfir 23 þúsund manns sýnir að eftirmiðdags blundur minnkar líkur á dauðsföllum tengdum hjarta- og æðakerfinu um 37% yfir heildina - og þær líkur minnka um 60% hjá vinnandi karlmönnum. Rannsóknin var gerð til að meta heilsufars áhrif þess að taka sér ekki eftirmiðdags blundinn sem Grikki kalla „siesta.“ Nýleg bresk rannsókn með yfir 35 þúsund manns sýnir svo að heili þeirra sem fá sér eftirmiðdags blund er 3-6 árum yngri en án hans. Tíminn sem er keyptur á kostnað eftirmiðdags blundsins virðist því vera greiddur til baka að fullu með hraðari hrörnun heilans og andlátum um aldur fram. Power Nap eykur starfsgetu og lífsgæði. Rannsóknir sýna að það kostar aðeins stuttan blund til að kaupa aftur yngri hug og hjarta. Og það sem meira er þá eykst getan þín strax og gæði í bæði lífi og starfi. Þú manstu morgunverkin betur, hefur meiri starfsgetu um eftirmiðdaginn og betri líðan að loknum vinnudegi. Við stuttan blund byrja nýjar minningar að færast úr vinnsluminninu yfir í langtímaminnið, svo þú manst strax betur það sem þú varst að læra, manst það lengur og ert með meira pláss í vinnsluminninu sem verður öflugura eftir blundinn. Þú kemur svo vökulli til baka með hraðari viðbrögð og meiri getu til bæði vinnu með hugvitinu og líkamlegra verka. Og það sem er kannski mikilvægast fyrir mörg okkar sem erum byrjuð að fara niður streitustigan, já eða að taka skrefin upp úr kjallara kulnunar, þá minnkar hálftíma blundur streitu verulega. Þau sem vakna úríll eftir miðdagsblund eða eiga erfitt með að sofna á kvöldin gætu viljað skoða að taka styttri blund og kannski fyrr um daginn, eða jafnvel sleppa því. Skortur á eftirmiðdags blundum er eflaust að hluta til kominn vegna skorts á skilningi um mikilvægi þeirra og því taldir vera tímasóun - já eða jafnvel leti. Vísindin eru að breyta þessu viðhorfi með því að upplýsa okkur um það sem heilinn hefur lengi verið að hvísla að okkur mörgum, að það bætir gæði vinnu okkar og gæðastundir með ástvinum að fá okkur kríublund eftir hádegi. Rannsóknir sýna svo að því lengur sem sem þú blundar reglulega eftir hádegi því auðveldara áttu með að sofna fljótt - og líka á kvöldin, að því gefnu að blundurinn sé ekki of langur eða of seint um eftirmiðdaginn. Eftir stendur að finna rými til að geta lagt sig í hádegishléi, kaffipásum, já eða á vinnutíma. Fyrirtæki á borð við Google hafa verið að innleiða lausnir, allt frá því að útbúa sérstök herbergi til að blunda yfir í hátækni svefn stóla. - En þar til slíkt er í boði á þínum vinnustað þarf í raun bara skilning vinnuveitanda, heyrnatól og tækifæri til að halla sér út af í hléum til að blunda, koma svo orkumeiri aftur til vinnu og með betri líðan heim að loknum vinnudegi. Höfundur er sálfræðinemi og streitustjórnandi.
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun