Við getum verið stolt af laxinum okkar Kristján Ingimarsson skrifar 8. október 2023 09:00 Kvótinn farinn. Yfirgefin hús. Flagnandi málning. Óhirtar lóðir. Ljósin í höfuðborginni heilla og ungt fólk yfirgefur litla þorpið sem það ólst upp í. Þannig var þetta í áratugi. Í 49. tölublaði Bæjarins besta, 4. desember árið 1995 mátti lesa fyrirsögnina „Talið er að íbúum Vestfjarða hafi fækkað um rúm fimm hundruð á líðandi ári“ En núna hefur þetta að snúist við í samfélögum á Vestfjörðum og Austfjörðum, ungt fólk flytur aftur vestur og austur og er um kyrrt. Ljósunum fjölgar í sjávarplássunum, ný hús rísa, húsunum er núna vel við haldið lóðirnar snyrtilegar og fólk er á ferli. Fasteignamarkaðurinn er líflegur og fasteignamat og verðmæti eignanna hafa allt í einu hækkað. Af hverju? Svarið er laxeldi. Nú er í boði fjölbreytt og áhugaverð vinna sem krefst margvíslegrar menntunar og færni í friðsælum fjölskylduvænum byggðarlögum. Á árunum 2017 til 2021 var fjárfest fyrir um 30 milljarða í uppbyggingu í fiskeldi viðs vegar um landið til að undirbúa jarðveginn fyrir komandi ár (Heimild www.radarinn.is). Ekkert af þessari uppbyggingu hefur verið kostuð með almannafé frá hinu opinbera. Öll er hún kostuð af fyrirtækjum og einstaklingum sem án efa fá að njóta ávaxtanna. En þeir sem sætustu ávextina fá eru samfélögin, fólkið sem sér framtíð sína og tækifæri í þessari nýju spennandi atvinnugrein. Fiskeldi er atvinnugrein sem laðar að sér fólk með margvíslegt atgervi. Til hafa orðið hundruð starfa en á árinu 2021 fengu um 600 manns laun frá fiskeldi sem er hátt í fjórföldun frá árinu 2008. Langflestir búa á landsbyggðinni, eða vel yfir 80%. Árið 2022 voru framleidd 44.900 tonn af laxi sem eru um 140 milljónir máltíða. Við megum vera stolt af þessu. Við megum vera stolt af því að hér á Íslandi sé stundað laxeldi. Við megum vera stolt af því að geta verið í fararbroddi í sjálfbærri og umhverfisvænni matvælaframleiðslu. Við megum vera stolt af því að framleiða holl og næringarrík matvæli af háum gæðum. Við megum vera stolt af því að styrkja hinar dreifðu byggðir landsins og samfélögin sem við búum í. Ef laxeldið færi í burtu núna væri búið að söðva þá atvinnugrein sem er hvað sjálfbærust og í mestum vexti. Að undanförnu hefur borið á töluverðri taugaveiklun og hávaða út af laxeldinu og virðist sem umræðan hafi stjórnast af fordómum og fáfræði með dassi af tilfinningum en það er uppskrift sem virðist ná vel til fólks. Ekki bætir úr skák þegar Ríkissjónvarpið smitast af þessum fordómum og tekur afstöðu í einhliða umræðu með því að hleypa aðeins andsæðingum laxeldis að, sem gjarnan fá að ausa út fyllyrðingum og ósannindum gagnrýnislaust. Þeir sem þekkja lítið til mála gleypa hrátt það sem RÚV matreiðir og því er ábyrgð þeirra mikil í að stjórna þjóðfélagsumræðunni. Hvort sem þetta er gert vegna þess að það er sérstaklega greitt fyrir þetta, vegna persónulegra skoðana starfsfólks, vinskapar eða einhvers annars þá er þetta augljós skortur á fagmennsku. Neikvæðar fréttir virðast selja betur en þær jákvæðu og það hefur eflaust áhrif líka. Fyrir stuttu kynnti Matvælaráðuneytið drög að stefnu Íslands í fiskeldi og RÚV ákvað af því tilefni að kalla til spunameistara veiðiréttarhafa, sem lætur sig lítið varða afkomu fólks og samfélaga á landsbyggðinni, til að ræða stefnuna og engan annann. Það var fagmennskan í það skiptið og dæmin eru fjölmörg. Það væri stofnuninni til sóma ef hún myndi sjá sér fært að upplýsa fólk um allar þær jákvæðu staðreyndir sem laxeldið hefur leitt af sér. Fiskeldi skiptir máli fyrir landið okkar, kynslóðir framtíðarinnar og jörðina sem við búum á. Íslenskur eldislax er framtíðin. Höfundur er íbúi á Djúpavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Kvótinn farinn. Yfirgefin hús. Flagnandi málning. Óhirtar lóðir. Ljósin í höfuðborginni heilla og ungt fólk yfirgefur litla þorpið sem það ólst upp í. Þannig var þetta í áratugi. Í 49. tölublaði Bæjarins besta, 4. desember árið 1995 mátti lesa fyrirsögnina „Talið er að íbúum Vestfjarða hafi fækkað um rúm fimm hundruð á líðandi ári“ En núna hefur þetta að snúist við í samfélögum á Vestfjörðum og Austfjörðum, ungt fólk flytur aftur vestur og austur og er um kyrrt. Ljósunum fjölgar í sjávarplássunum, ný hús rísa, húsunum er núna vel við haldið lóðirnar snyrtilegar og fólk er á ferli. Fasteignamarkaðurinn er líflegur og fasteignamat og verðmæti eignanna hafa allt í einu hækkað. Af hverju? Svarið er laxeldi. Nú er í boði fjölbreytt og áhugaverð vinna sem krefst margvíslegrar menntunar og færni í friðsælum fjölskylduvænum byggðarlögum. Á árunum 2017 til 2021 var fjárfest fyrir um 30 milljarða í uppbyggingu í fiskeldi viðs vegar um landið til að undirbúa jarðveginn fyrir komandi ár (Heimild www.radarinn.is). Ekkert af þessari uppbyggingu hefur verið kostuð með almannafé frá hinu opinbera. Öll er hún kostuð af fyrirtækjum og einstaklingum sem án efa fá að njóta ávaxtanna. En þeir sem sætustu ávextina fá eru samfélögin, fólkið sem sér framtíð sína og tækifæri í þessari nýju spennandi atvinnugrein. Fiskeldi er atvinnugrein sem laðar að sér fólk með margvíslegt atgervi. Til hafa orðið hundruð starfa en á árinu 2021 fengu um 600 manns laun frá fiskeldi sem er hátt í fjórföldun frá árinu 2008. Langflestir búa á landsbyggðinni, eða vel yfir 80%. Árið 2022 voru framleidd 44.900 tonn af laxi sem eru um 140 milljónir máltíða. Við megum vera stolt af þessu. Við megum vera stolt af því að hér á Íslandi sé stundað laxeldi. Við megum vera stolt af því að geta verið í fararbroddi í sjálfbærri og umhverfisvænni matvælaframleiðslu. Við megum vera stolt af því að framleiða holl og næringarrík matvæli af háum gæðum. Við megum vera stolt af því að styrkja hinar dreifðu byggðir landsins og samfélögin sem við búum í. Ef laxeldið færi í burtu núna væri búið að söðva þá atvinnugrein sem er hvað sjálfbærust og í mestum vexti. Að undanförnu hefur borið á töluverðri taugaveiklun og hávaða út af laxeldinu og virðist sem umræðan hafi stjórnast af fordómum og fáfræði með dassi af tilfinningum en það er uppskrift sem virðist ná vel til fólks. Ekki bætir úr skák þegar Ríkissjónvarpið smitast af þessum fordómum og tekur afstöðu í einhliða umræðu með því að hleypa aðeins andsæðingum laxeldis að, sem gjarnan fá að ausa út fyllyrðingum og ósannindum gagnrýnislaust. Þeir sem þekkja lítið til mála gleypa hrátt það sem RÚV matreiðir og því er ábyrgð þeirra mikil í að stjórna þjóðfélagsumræðunni. Hvort sem þetta er gert vegna þess að það er sérstaklega greitt fyrir þetta, vegna persónulegra skoðana starfsfólks, vinskapar eða einhvers annars þá er þetta augljós skortur á fagmennsku. Neikvæðar fréttir virðast selja betur en þær jákvæðu og það hefur eflaust áhrif líka. Fyrir stuttu kynnti Matvælaráðuneytið drög að stefnu Íslands í fiskeldi og RÚV ákvað af því tilefni að kalla til spunameistara veiðiréttarhafa, sem lætur sig lítið varða afkomu fólks og samfélaga á landsbyggðinni, til að ræða stefnuna og engan annann. Það var fagmennskan í það skiptið og dæmin eru fjölmörg. Það væri stofnuninni til sóma ef hún myndi sjá sér fært að upplýsa fólk um allar þær jákvæðu staðreyndir sem laxeldið hefur leitt af sér. Fiskeldi skiptir máli fyrir landið okkar, kynslóðir framtíðarinnar og jörðina sem við búum á. Íslenskur eldislax er framtíðin. Höfundur er íbúi á Djúpavogi.
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar