Áhrif sjókvíaeldis frá sjónarhóli íbúa Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar 9. október 2023 12:31 Á sunnanverðum Vestfjörðum hafði verið stöðug fólksfækkun í langan tíma. Ég ætla svo sem ekkert að rifja upp söguna það eru aðrir sem eru betur til þess fallnir en ég, en niðursveiflan var löng og mikils vonleysis gætti. Húsum og götum var ekki viðhaldið svo ég tali nú ekki um stofnanir bæjarins en það voru einfaldlega ekki til peningar til viðhalds. Þeir sem gátu og vildu fara fóru en margir voru fastir í átthagafjötrum þar sem ekki var markaður fyrir húsnæði á svæðinu og ef þú varst það „heppin“ að geta selt þá hafði það ekkert að segja upp í íbúð annars staðar á landinu þar sem húsnæðisverð var það lágt. Fjármálahrunið hafði engin áhrif hér, hrunið hér varð mikið fyrr svo niðursveiflan sem þið hin funduð fyrir í hruninu hafði engin áhrif á íbúa þessa svæðis, sem voru búin að upplifa hrunið í tugi ára áður en fjármálahrunið varð. Ég er ein af þeim sem fór suður árið 2004, ég var heppin, ég seldi einbýlishúsið mitt fyrir 4,5 milljónir. Ég kom svo aftur árið 2011, keypti mér hús á 18,1 milljón og sprengdi markaðinn á þeim tíma. Fasteignamatið á húsinu mínu hefur hækkað um 400% síðan þá. Laxeldið fer af stað hér í kringum 2008 og smám saman hafa hlutirnir breyst. Fólkið hefur öðlast trú á samfélaginu, og er tilbúið til þess að kaupa hér húsnæði og setjast að. Við sjáum hús vera gerð upp, ný hús rísa, sólpalla smíðaða og götur malbikaðar, kannski erfitt að setja sig í þessi spor ef þú hefur aldrei upplifað annað en að þetta sé sjálfsagður hlutur. Íbúar á Vestfjörðum tóku ekki ákvörðun um að fá til sín eldi og hafa ekkert endilega allir skoðun á því, en það eru allir sammála um það að það hefur svo sannarlega haft jákvæð áhrif á samfélögin hér fyrir vestan. Okkur er annt um náttúruna, lífríkið og samfélögin sem byggjast upp í kringum eldið og gerum kröfu til þess að umhverfisslys líkt og það sem átti sér stað í Patreksfirði endurtaki sig ekki. Við viljum að allir þeir sem að koma, hvort sem það eru fyrirtækin sjálf, ríkið eða aðrir leggi metnað sinn til þess að hægt sé að sinna þessari nýju atvinnugrein svo að sátt sé um og sómi sé að. Það er ótrúlega erfitt og vont að hlusta á þá sem vilja útrýma þessari atvinnugrein, því þá eru þeir á sama tíma að vega að tilverurétti og afkomu fólks sem eftir allt sem á undan hefur gengið öðlast trú á framtíð samfélagsins hér fyrir vestan. Höfundur er íbúi á sunnanverðum Vestfjörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Á sunnanverðum Vestfjörðum hafði verið stöðug fólksfækkun í langan tíma. Ég ætla svo sem ekkert að rifja upp söguna það eru aðrir sem eru betur til þess fallnir en ég, en niðursveiflan var löng og mikils vonleysis gætti. Húsum og götum var ekki viðhaldið svo ég tali nú ekki um stofnanir bæjarins en það voru einfaldlega ekki til peningar til viðhalds. Þeir sem gátu og vildu fara fóru en margir voru fastir í átthagafjötrum þar sem ekki var markaður fyrir húsnæði á svæðinu og ef þú varst það „heppin“ að geta selt þá hafði það ekkert að segja upp í íbúð annars staðar á landinu þar sem húsnæðisverð var það lágt. Fjármálahrunið hafði engin áhrif hér, hrunið hér varð mikið fyrr svo niðursveiflan sem þið hin funduð fyrir í hruninu hafði engin áhrif á íbúa þessa svæðis, sem voru búin að upplifa hrunið í tugi ára áður en fjármálahrunið varð. Ég er ein af þeim sem fór suður árið 2004, ég var heppin, ég seldi einbýlishúsið mitt fyrir 4,5 milljónir. Ég kom svo aftur árið 2011, keypti mér hús á 18,1 milljón og sprengdi markaðinn á þeim tíma. Fasteignamatið á húsinu mínu hefur hækkað um 400% síðan þá. Laxeldið fer af stað hér í kringum 2008 og smám saman hafa hlutirnir breyst. Fólkið hefur öðlast trú á samfélaginu, og er tilbúið til þess að kaupa hér húsnæði og setjast að. Við sjáum hús vera gerð upp, ný hús rísa, sólpalla smíðaða og götur malbikaðar, kannski erfitt að setja sig í þessi spor ef þú hefur aldrei upplifað annað en að þetta sé sjálfsagður hlutur. Íbúar á Vestfjörðum tóku ekki ákvörðun um að fá til sín eldi og hafa ekkert endilega allir skoðun á því, en það eru allir sammála um það að það hefur svo sannarlega haft jákvæð áhrif á samfélögin hér fyrir vestan. Okkur er annt um náttúruna, lífríkið og samfélögin sem byggjast upp í kringum eldið og gerum kröfu til þess að umhverfisslys líkt og það sem átti sér stað í Patreksfirði endurtaki sig ekki. Við viljum að allir þeir sem að koma, hvort sem það eru fyrirtækin sjálf, ríkið eða aðrir leggi metnað sinn til þess að hægt sé að sinna þessari nýju atvinnugrein svo að sátt sé um og sómi sé að. Það er ótrúlega erfitt og vont að hlusta á þá sem vilja útrýma þessari atvinnugrein, því þá eru þeir á sama tíma að vega að tilverurétti og afkomu fólks sem eftir allt sem á undan hefur gengið öðlast trú á framtíð samfélagsins hér fyrir vestan. Höfundur er íbúi á sunnanverðum Vestfjörðum.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun