Gleðilegan ekki-geðheilbrigðisdag! Ásdís Bergþórsdóttir skrifar 10. október 2023 10:30 Í dag 10. okt er aðal ekki-geðheilbrigðisdagur einhverfra. Hér á landi er hann er oftast bara nefndur Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn. Á þeim degi berja framámenn í geðheilbrigðismálum sér á brjóst, ýmist vegna frábærs árangur eða bestu tillagna í geðheilbrigðismálum sem fram hafa komið. Hjá einhverfum er þessi dagur bara enn einn ekki-geðheilbrigðisdagurinn þar sem geðheilsuteymi og heilsugæsla neita að taka við einhverfu fólki með geðrænan vanda af því að það er svo flókið að meðhöndla það við kvíða, þunglyndi, sjálfsvígshugsunum, maníu eða geðrofssjúkdómum. Það þarf nefnilega, að sögn, sérþekkingu til að meðhöndla einhverfa með geðsjúkdóma og þá er nú mikið betra að einhverfir að fái enga þjónustu og læri bara að lifa með því að vera í geðrofi, maníu, þunglyndi eða kvíða - nú eða sleppi því að lifa. Á þessu ári verða samtals 365 ekki-geðheilbrigðisdagar einhverfra. Á næsta ári verða framfarir en þá verða 366 ekki-geðheilbrigðisdagar. Lengra er víst ekki hægt að ná nema breyta um tímatal. Á þessum degi skulum við vera stolt af þeim árangri sem náðst hefur. Það hefur tekist að útiloka einhverfa nær alveg frá geðheilbrigðisþjónustu á vegum heilsugæslu. Einhverfum með alvarlega geðsjúkdóma er ýtt á heimilslækna og sjálfstætt starfandi sálfræðinga eða þeir eru bara látnir danka einir heima með sinn geðsjúkdóm. Það er svo langt gengið að það má telja orðið vafasamt að greina börn með einhverfu af því að það mun útiloka þau frá geðheilbrigðisþjónustu heilsugæslunnar þegar þau verða fullorðinn. Til hamingju með ekki-geðheilbrigðisdaginn! Þessi greinarstúfur er tilvísun í Lísu í Undralandi en margir telja að höfundurinn Lewis Carroll hafi verið einhverfur. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Sjá meira
Í dag 10. okt er aðal ekki-geðheilbrigðisdagur einhverfra. Hér á landi er hann er oftast bara nefndur Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn. Á þeim degi berja framámenn í geðheilbrigðismálum sér á brjóst, ýmist vegna frábærs árangur eða bestu tillagna í geðheilbrigðismálum sem fram hafa komið. Hjá einhverfum er þessi dagur bara enn einn ekki-geðheilbrigðisdagurinn þar sem geðheilsuteymi og heilsugæsla neita að taka við einhverfu fólki með geðrænan vanda af því að það er svo flókið að meðhöndla það við kvíða, þunglyndi, sjálfsvígshugsunum, maníu eða geðrofssjúkdómum. Það þarf nefnilega, að sögn, sérþekkingu til að meðhöndla einhverfa með geðsjúkdóma og þá er nú mikið betra að einhverfir að fái enga þjónustu og læri bara að lifa með því að vera í geðrofi, maníu, þunglyndi eða kvíða - nú eða sleppi því að lifa. Á þessu ári verða samtals 365 ekki-geðheilbrigðisdagar einhverfra. Á næsta ári verða framfarir en þá verða 366 ekki-geðheilbrigðisdagar. Lengra er víst ekki hægt að ná nema breyta um tímatal. Á þessum degi skulum við vera stolt af þeim árangri sem náðst hefur. Það hefur tekist að útiloka einhverfa nær alveg frá geðheilbrigðisþjónustu á vegum heilsugæslu. Einhverfum með alvarlega geðsjúkdóma er ýtt á heimilslækna og sjálfstætt starfandi sálfræðinga eða þeir eru bara látnir danka einir heima með sinn geðsjúkdóm. Það er svo langt gengið að það má telja orðið vafasamt að greina börn með einhverfu af því að það mun útiloka þau frá geðheilbrigðisþjónustu heilsugæslunnar þegar þau verða fullorðinn. Til hamingju með ekki-geðheilbrigðisdaginn! Þessi greinarstúfur er tilvísun í Lísu í Undralandi en margir telja að höfundurinn Lewis Carroll hafi verið einhverfur. Höfundur er sálfræðingur.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar