Rafael Nadal ekki tilbúinn að staðfesta endurkomu sína á tennisvöllinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. október 2023 17:48 Rafael Nadal fagnar sigri á opna ástralska meistaramótinu 2022 Mark Metcalfe/Getty Images Mótshaldarar opna meistaramótsins í Ástralíu segja að Rafael Nadal muni snúa aftur á tennisvöllinn þegar mótið fer fram í janúar 2024. Nadal hefur verið frá keppni síðan í janúar og runnið niður í 240. sæti heimslistans, en setur fyrirvara á allar yfirlýsingar um endurkomu. Tenniskappinn knái hefur gengist undir aðgerð á mjöðm eftir að hafa fallið úr leik vegna meiðsla í annarri umferð opna ástralska meistaramótsins síðastliðinn janúar. Þetta var mikið áfall fyrir Nadal sem hefur verið á toppnum í tennisheiminum í áraraðir. Craig Tiley, framkvæmdastjóri mótsins, tilkynnti endurkomu Nadal í sjónvarpsviðtali hjá The Today Show í Ástralíu. Tiley kvaðst vera búinn að vera í sambandi við Nadal síðustu daga og sagði mikla spennu hjá mótshöldurum eftir að hann staðfesti endurkomu sína. Hann sagði sömuleiðis marga af bestu leikmönnum heims búna að tilkynna komu sína, og nefndi þar til dæmis fyrrum mótsmeistarana í einliðaleik kvenna, Naomi Osaka, Caroline Wozniacki og Angelique Kerber. Nú hefur Rafael Nadal sjálfur þó stigið fram og sett fyrirvara á þessar yfirlýsingar Craig Tiley, ef marka má X-færslu hans hefur ekkert verið staðfest í þeim málum. I appreciate the vote of confidence from the Australian Open… I am practising every day and working hard to come back asap 💪🏻😉— Rafa Nadal (@RafaelNadal) October 11, 2023 Talið er að Nadal og hans teymi séu ekki búin að ákveða hvort kappinn verði klár næstkomandi janúar og því ekki tímabært að gefa út slíkar yfirlýsingar. Eftir að hafa glímt við þessi erfiðu meiðsli síðustu mánuði hefur Nadal daðrað við hugmyndina um að leggja spaðann á hilluna eftir að tennistímabilinu 2024 lýkur en hann sagðist vilja kveðja íþróttina á sinn hátt, ekki tilneyddur vegna meiðsla. Heimamaðurinn Nick Kyrgios hefur einnig verið að glíma við meiðsli en vonir eru bundnar við að hann verði orðinn leikfær áður en mótið hefst í Melbourne þann 15. janúar 2024. Tennis Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Sjá meira
Tenniskappinn knái hefur gengist undir aðgerð á mjöðm eftir að hafa fallið úr leik vegna meiðsla í annarri umferð opna ástralska meistaramótsins síðastliðinn janúar. Þetta var mikið áfall fyrir Nadal sem hefur verið á toppnum í tennisheiminum í áraraðir. Craig Tiley, framkvæmdastjóri mótsins, tilkynnti endurkomu Nadal í sjónvarpsviðtali hjá The Today Show í Ástralíu. Tiley kvaðst vera búinn að vera í sambandi við Nadal síðustu daga og sagði mikla spennu hjá mótshöldurum eftir að hann staðfesti endurkomu sína. Hann sagði sömuleiðis marga af bestu leikmönnum heims búna að tilkynna komu sína, og nefndi þar til dæmis fyrrum mótsmeistarana í einliðaleik kvenna, Naomi Osaka, Caroline Wozniacki og Angelique Kerber. Nú hefur Rafael Nadal sjálfur þó stigið fram og sett fyrirvara á þessar yfirlýsingar Craig Tiley, ef marka má X-færslu hans hefur ekkert verið staðfest í þeim málum. I appreciate the vote of confidence from the Australian Open… I am practising every day and working hard to come back asap 💪🏻😉— Rafa Nadal (@RafaelNadal) October 11, 2023 Talið er að Nadal og hans teymi séu ekki búin að ákveða hvort kappinn verði klár næstkomandi janúar og því ekki tímabært að gefa út slíkar yfirlýsingar. Eftir að hafa glímt við þessi erfiðu meiðsli síðustu mánuði hefur Nadal daðrað við hugmyndina um að leggja spaðann á hilluna eftir að tennistímabilinu 2024 lýkur en hann sagðist vilja kveðja íþróttina á sinn hátt, ekki tilneyddur vegna meiðsla. Heimamaðurinn Nick Kyrgios hefur einnig verið að glíma við meiðsli en vonir eru bundnar við að hann verði orðinn leikfær áður en mótið hefst í Melbourne þann 15. janúar 2024.
Tennis Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Sjá meira