Kallarðu þetta jafnrétti? Hópur kvenna í framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls skrifar 12. október 2023 07:01 Fyrir 48 árum boðuðu konur hér á landi í fyrsta sinn til Kvennafrís þar sem 90% kvenna lögðu niður ólaunuð sem launuð störf til að sýna fram á mikilvægi framlags þeirra til samfélagsins. Alls hafa konur lagt niður vinnu í sex skipti til að mótmæla kynbundnu misrétti. Konur gengu fyrst út 1975, svo 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Þessi magnaða kvennasamstaða skilaði mörgum risastórum áföngum í átt að auknu jafnrétti og ruddi brautina að auknum tækifærum og möguleikum kvenna. En þrátt fyrir áratugalanga baráttu búum við enn í samfélagi þar sem langlífasti og útbreiddasti faraldurinn sem við eigum við að etja er kynbundið ofbeldi, ásamt því að framlag kvenna til samfélagsins er gróflega vanmetið. Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir fram á sláandi tölur um misrétti og ofbeldi, en viðbrögðin eru lítil sem engin. Við sem samfélag virðumst orðin samdauna stöðunni og teljum að jafnrétti komi með tímanum — jafnvel þó vitað sé að það muni a.m.k. taka heila ævi. En við ætlum ekki að bíða lengur og krefjumst aðgerða strax! Á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks hafa blásið til heilsdags kvennaverkfalls þann 24. október næstkomandi. Það þýðir að konur og kvár sem geta, leggja niður störf; mæta ekki til vinnu, annast ekki börnin s.s. gefa þeim mat eða smyrja nesti né sinna veikum fjölskyldumeðlimum heldur fá karlkyns fjölskyldumeðlim til að standa vaktina. Sleppa öllu sem gæti talist til starfa hvort sem er átt við launaða vinnu, eða ólaunaða líkt og umönnun barna, sinna heimilinu eða þriðju vaktina svokölluðu. Svo eru þau hvött til að mæta á útifundi á Arnarhóli eða í sinni heimabyggð og sýna samstöðu í verki. Yfirskrift verkfallsins 24. október er „Kallarðu þetta jafnrétti?” og vísar til þess að konur og kynsegin fólk fái ítrekað þau skilaboð að vegna þess að Ísland sé fremst meðal jafningja þegar kemur að jafnréttismálum, eigi þau ekki heimtingu á tafarlausum eða framsæknum aðgerðum. Nokkrar ástæður til að taka þátt í Kvennaverkfallinu 24. október Um 40% kvenna hafa orðið fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Atvinnutekjur kvenna eru enn um 21% lægri en karla. Sjöttu hverri stúlku í tíunda bekk grunnskóla hefur verið nauðgað af jafnaldra. Kvár upplifa sig ekki örugg á vinnumarkaði og treysta sér ekki til að vera þau sjálf í vinnunni af ótta við útskúfun. Fatlaðar konur eru líklegri en aðrar konur að vera beittar ofbeldi og það getur verið erfiðara fyrir þær að fá aðstoð. Vinnudagar kvenna af erlendum uppruna eru lengri og óreglulegri en meðal kvenna á Íslandi og laun þeirra eru lægri. Lág laun gera konum oft erfitt eða ómögulegt að slíta ofbeldissamböndum. Konur þurfa oftar að minnka við sig launaða vinnu til að sinna ólaunaðri vinnu innan veggja heimilisins. Meira en helmingur ungra kvenna á Íslandi býr við slæma andlega heilsu. Konur sem starfa við ræstingar, heilbrigðisþjónustu og umönnun eru á einna lægstu launum í íslensku samfélagi. 58% unglingsstúlkna hafa orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Skortur á leikskólaplássum bitnar frekar tekjum og tækifærum á kvenna en karla. Við erum gamlar, ungar, miðaldra, með ólíkan húðlit, fatlaðar og ófatlaðar. Við erum hinsegin; með ólíkar kynhneigðir, sís og trans. Við trúum á alls konar og höfum ólíkar skoðanir. Við fæddumst á Íslandi og víðsvegar um heiminn, erum af ólíkum uppruna og líkamar okkar eru alls konar. Við erum í launaðri vinnu eða ekki og fjárhagslegt svigrúm okkar er ólíkt. Við höfum orðið fyrir ofbeldi, áreitni eða misrétti eða þekkjum konur eða kvár sem hafa orðið fyrir því. Við fléttum saman baráttur okkar og leggjum niður störf til að sýna að sameiginlegur kraftur okkar er óstöðvandi. Þannig ætlum við að breyta samfélaginu og knýja fram jafnrétti strax. Okkar grundvallarkröfur eru að kyndbundu ofbeldi verði útrýmt og störf kvenna verði metin að verðleikum. Sjáumst á Arnarhóli og baráttufundum víðsvegar um landið þann 24. október næstkomandi! Höfundar greinarinnar eru framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls 2023: Bergrún Andradóttir // Samtökin ‘78 Drífa Snædal // Stígamót Ellen Calmon // Kvenréttindafélag Íslands Elva Hrönn Hjartardóttir // UN Women Finnborg Salome ÞóreyjarSteinþórsdóttir // Femínísk fjármál Elísa Jóhannsdóttir // BHM Guðrún Margrét Guðmundsdóttir // ASÍ Kristín Ástgeirsdóttir // ICEFEMIN Linda Dröfn Gunnarsdóttir // Samtök um Kvennaathvarf Rakel Adolphsdóttir // Kvennasögusafn Íslands Sara Stef. Hildardóttir // Rótin Sonja Ýr Þorbergsdóttir // BSRB Steinunn Rögnvaldsdóttir // Femínísk fjármál Tatjana Latinovic // Kvenréttindafélag Íslands Þuríður Harpa Sigurðardóttir // ÖBÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kvennaverkfall Tengdar fréttir Allsherjar kvennaverkfall: „Kallarðu þetta jafnrétti?“ Boðað hefur verið til kvennaverkfalls á kvennafrídaginn 24. október. Konur og kvár eru hvött til þess að leggja niður launuð og ólaunuð störf og mæta á baráttufundi. 3. október 2023 12:15 Bein útsending: Kynna heils dags verkfall kvenna og kvára Framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls hefur boðað til blaðamannafundar þar sem kynnt verða áform um heils dags verkfall kvenna og kvára þriðjudaginn 24. október. 3. október 2023 10:40 Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til Bretlands Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir 48 árum boðuðu konur hér á landi í fyrsta sinn til Kvennafrís þar sem 90% kvenna lögðu niður ólaunuð sem launuð störf til að sýna fram á mikilvægi framlags þeirra til samfélagsins. Alls hafa konur lagt niður vinnu í sex skipti til að mótmæla kynbundnu misrétti. Konur gengu fyrst út 1975, svo 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Þessi magnaða kvennasamstaða skilaði mörgum risastórum áföngum í átt að auknu jafnrétti og ruddi brautina að auknum tækifærum og möguleikum kvenna. En þrátt fyrir áratugalanga baráttu búum við enn í samfélagi þar sem langlífasti og útbreiddasti faraldurinn sem við eigum við að etja er kynbundið ofbeldi, ásamt því að framlag kvenna til samfélagsins er gróflega vanmetið. Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir fram á sláandi tölur um misrétti og ofbeldi, en viðbrögðin eru lítil sem engin. Við sem samfélag virðumst orðin samdauna stöðunni og teljum að jafnrétti komi með tímanum — jafnvel þó vitað sé að það muni a.m.k. taka heila ævi. En við ætlum ekki að bíða lengur og krefjumst aðgerða strax! Á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks hafa blásið til heilsdags kvennaverkfalls þann 24. október næstkomandi. Það þýðir að konur og kvár sem geta, leggja niður störf; mæta ekki til vinnu, annast ekki börnin s.s. gefa þeim mat eða smyrja nesti né sinna veikum fjölskyldumeðlimum heldur fá karlkyns fjölskyldumeðlim til að standa vaktina. Sleppa öllu sem gæti talist til starfa hvort sem er átt við launaða vinnu, eða ólaunaða líkt og umönnun barna, sinna heimilinu eða þriðju vaktina svokölluðu. Svo eru þau hvött til að mæta á útifundi á Arnarhóli eða í sinni heimabyggð og sýna samstöðu í verki. Yfirskrift verkfallsins 24. október er „Kallarðu þetta jafnrétti?” og vísar til þess að konur og kynsegin fólk fái ítrekað þau skilaboð að vegna þess að Ísland sé fremst meðal jafningja þegar kemur að jafnréttismálum, eigi þau ekki heimtingu á tafarlausum eða framsæknum aðgerðum. Nokkrar ástæður til að taka þátt í Kvennaverkfallinu 24. október Um 40% kvenna hafa orðið fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Atvinnutekjur kvenna eru enn um 21% lægri en karla. Sjöttu hverri stúlku í tíunda bekk grunnskóla hefur verið nauðgað af jafnaldra. Kvár upplifa sig ekki örugg á vinnumarkaði og treysta sér ekki til að vera þau sjálf í vinnunni af ótta við útskúfun. Fatlaðar konur eru líklegri en aðrar konur að vera beittar ofbeldi og það getur verið erfiðara fyrir þær að fá aðstoð. Vinnudagar kvenna af erlendum uppruna eru lengri og óreglulegri en meðal kvenna á Íslandi og laun þeirra eru lægri. Lág laun gera konum oft erfitt eða ómögulegt að slíta ofbeldissamböndum. Konur þurfa oftar að minnka við sig launaða vinnu til að sinna ólaunaðri vinnu innan veggja heimilisins. Meira en helmingur ungra kvenna á Íslandi býr við slæma andlega heilsu. Konur sem starfa við ræstingar, heilbrigðisþjónustu og umönnun eru á einna lægstu launum í íslensku samfélagi. 58% unglingsstúlkna hafa orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Skortur á leikskólaplássum bitnar frekar tekjum og tækifærum á kvenna en karla. Við erum gamlar, ungar, miðaldra, með ólíkan húðlit, fatlaðar og ófatlaðar. Við erum hinsegin; með ólíkar kynhneigðir, sís og trans. Við trúum á alls konar og höfum ólíkar skoðanir. Við fæddumst á Íslandi og víðsvegar um heiminn, erum af ólíkum uppruna og líkamar okkar eru alls konar. Við erum í launaðri vinnu eða ekki og fjárhagslegt svigrúm okkar er ólíkt. Við höfum orðið fyrir ofbeldi, áreitni eða misrétti eða þekkjum konur eða kvár sem hafa orðið fyrir því. Við fléttum saman baráttur okkar og leggjum niður störf til að sýna að sameiginlegur kraftur okkar er óstöðvandi. Þannig ætlum við að breyta samfélaginu og knýja fram jafnrétti strax. Okkar grundvallarkröfur eru að kyndbundu ofbeldi verði útrýmt og störf kvenna verði metin að verðleikum. Sjáumst á Arnarhóli og baráttufundum víðsvegar um landið þann 24. október næstkomandi! Höfundar greinarinnar eru framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls 2023: Bergrún Andradóttir // Samtökin ‘78 Drífa Snædal // Stígamót Ellen Calmon // Kvenréttindafélag Íslands Elva Hrönn Hjartardóttir // UN Women Finnborg Salome ÞóreyjarSteinþórsdóttir // Femínísk fjármál Elísa Jóhannsdóttir // BHM Guðrún Margrét Guðmundsdóttir // ASÍ Kristín Ástgeirsdóttir // ICEFEMIN Linda Dröfn Gunnarsdóttir // Samtök um Kvennaathvarf Rakel Adolphsdóttir // Kvennasögusafn Íslands Sara Stef. Hildardóttir // Rótin Sonja Ýr Þorbergsdóttir // BSRB Steinunn Rögnvaldsdóttir // Femínísk fjármál Tatjana Latinovic // Kvenréttindafélag Íslands Þuríður Harpa Sigurðardóttir // ÖBÍ
Allsherjar kvennaverkfall: „Kallarðu þetta jafnrétti?“ Boðað hefur verið til kvennaverkfalls á kvennafrídaginn 24. október. Konur og kvár eru hvött til þess að leggja niður launuð og ólaunuð störf og mæta á baráttufundi. 3. október 2023 12:15
Bein útsending: Kynna heils dags verkfall kvenna og kvára Framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls hefur boðað til blaðamannafundar þar sem kynnt verða áform um heils dags verkfall kvenna og kvára þriðjudaginn 24. október. 3. október 2023 10:40
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun