Líknarmeðferð og líknarmiðstöðvar Svandís Íris Hálfdánardóttir og Dóra Björk Jóhannsdóttir skrifa 13. október 2023 08:00 Í hugum margra einskorðast líknarmeðferð við þá meðferð sem veitt er þegar einstaklingur er deyjandi á næstu dögum/vikum og fyllast því margir áhyggjum og kvíða þegar á líknarmeðferð er minnst. Töluverð hugarfarsbreyting hefur hins vegar átt sér stað undanfarin ár og áratugi víða um heim. Með auknum rannsóknum hefur meiri þekking orðið til og reynslan sýnt að þær aðferðir sem notaðar eru í líknarmeðferð er hægt að beita samhliða annarri meðferð, læknandi eða lífslengjandi. Að líkna Orðið líkn stendur fyrir að milda þjáningu, hjálpa eða hjúkra. Hér fyrr á tímum var auðveldara að líkna sjúklingum en að lækna sjúkdóma og algengast var að sjúklingar dóu heima. Með örum tækniframförum í læknisfræði eftir 1950 varð meiri möguleiki á lækningu sjúkdóma og það að líkna gleymdist dálítið. Nútíma líknarmeðferð þróaðist sem ákveðið mótvægi við þessar miklu áherslur á tækni og lækningu. Á 7. ártug síðust aldar var mikil vakning í Bretlandi og Bandaríkjunum varðandi umönnun deyjandi krabbameinssjúklinga. Voru það m.a. tvær konur sitt hvoru megin Atlandshafsins, Dame Cicily Saunders (Bretland) og Elisabeth Kübler-Ross (USA) sem létu sig málið varða. Í þeirra augum var það fyrst og fremst lélegt verkjamat og verkjameðferð sem og léleg meðferð annarra einkenna, lítil samskipti milli sjúklings og heilbrigðisstarfsfólks og ófullnægjandi stuðningur við hinn deyjandi og fjölskyldu hans sem þurfti endurskoðunar við. Unnu þær báðar ötullega næstu áratugina í að bæta úr þessu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) kom fram með skilgreiningu á líknarmeðferð árið 1990 og endurbætta árið 2002. Í þeirri skilgreiningu kemur fram að líknarmeðferð er meðferð sem miðar að því að bæta lífsgæði sjúklinga sem eru með lífsógnandi sjúkdóma og fjölskyldna þeirra. Samkvæmt WHO felst meðferðin í að fyrirbyggja og draga úr líkamlegri, sálfélagslegri og andlegri þjáningu. Einnig kemur þar fram að líknarmeðferð á við snemma á veikindatímabilinu samhliða annarri meðferð sem notuð er til að lina einkenni en jafnframt að lengja líf. Þegar lífslengjandi meðferð er ekki lengur talin skila árangri stendur líknarmeðferðin ein og sé. Vægi líknarmeðferðar eykst því með versnandi sjúkdómi. Sérhæfð líknarþjónusta á Íslandi Uppbygging sérhæfðrar líknarþjónustu hófst á 9. áratug síðustu aldar hér á Íslandi. Heimahlynning Krabbameinsfélag Íslands hóf störf 1987 og var starfrækt til ársins 2006 en þá var starfsemin flutt á Landspítala og heitir nú í dag HERA (Heima-Eftirlit-Ráðgjöf-Aðstoð) líknarheimaþjónusta eftir sameiningu Heimahlynningar og hjúkrunar-og ráðgjafaþjónustu Karítas 2018. Heimahlynning á Akureyri hóf störf 1992 og hefur verið starfrækt frá 2019 á Sjúkrahúsi Akureyrar og hefur líka sinnt hlutverki líknarráðgjafateymis þar. Líknarráðgjafateymi Landspítala var stofnað 1997 og líknardeild Landspítala árið 1999. Starfsfólk sérhæfðrar líknarþjónustu hefur í gegnum árin sinnt skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra innan og utan sjúkrahúsa, veitt starfsfólki ráðgjöf, sinnt fræðslu sem og kennslu í hinum ýmsu heilbrigðisgreinum og starfsþjálfun nema en einnig tekið þátt í og sinnt rannsóknum og þróunarvinnu. Stefnumótun, aðgengi og efling þekkingar Þó svo að sérhæfð líknarþjónusta hafi verið til á Íslandi frá 1987 var það ekki fyrr en í mars 2021 sem heilbrigðisráðuneytið gaf út fimm ára aðgerðaráætlun varðandi líknarþjónustu á Íslandi. Þar kemur fram að bæta eigi aðgengi allra landsmanna að líknarþjónustu með því að samræma og samhæfa þjónustuna á landsvísu. Áður höfðu tveir vinnuhópar unnið sitthvora skýrsluna um framtíðarsýn líknarþjónustu á Íslandi. Það er ánægjulegt að aðgerðaráætlun um líknarþjónustu hafi loks litið dagsins ljós en starfsfólk í sérhæfðri líknarþjónustu hefur lengi kallað eftir slíkri áætlun. Lagðar eru til aðgerðir til að efla og byggja upp líknarþjónustu á sérgreinasjúkrahúsum og einnig á hjúkrunarheimilum og þjónustu við fólk í heimahúsum. Höfð voru til hliðsjónar við gerð áætlunarinnar, fyrirmæli WHO um að líknarmeðferð skuli vera hluti af almennri heilbrigðisþjónustu aðildarríkja hennar. Með tilkomu ofangreindrar áætlunar stjórnvalda er mikilvægi líknarmeðferðar viðurkennd og efling hennar sett í forgang. Líknarmiðstöð Í ofangreindri aðgerðaráætlun er lagt til að líknarmiðstöð sé starfrækt á báðum sérgreinasjúkrahúsum landsins þ.e. á Landspítala (LSH) og á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk). Skilgreining á líknarmiðstöð er að það er þekkingareining sem rekin er á sérgreinasjúkrahúsum og starfi í nánum tengslum við líknardeildir. Slíkri líknarmiðstöð er ætlað að veita ráðgjöf til þjónustuveitenda um allt land, stuðning, fræðslu og þjálfun. Í kjölfar áætlunarinnar var líknarmiðstöð Landspítala stofnuð á vormánuðum 2021 og líknarmiðstöð Sjúkrahúss Akureyrar í maí 2023. Líknardeild og líknarrými Ein sérhæfð líknardeild er starfrækt á landinu og er hún staðsett á Landspítalanum í Kópavogi. Þar er megin áhersla á að sinna sjúklingum með flókin og erfið einkenni af ýmsum toga. Almenn líknardeild aldraðra er starfandi á Landakoti en samkvæmt stefnu stjórnavalda á að fjölga líknarrýmum á landsvísu, þannig að landsmenn hafi allir aðgang að þeim sem næst sinni heimabyggð. Á Selfossi hafa fjögur almenn líknarrrými verið opnuð og stefnt að frekari uppbyggingu í líknarþjónustu fyrir svæðið og á sjúkrahúsi Suðurnesja eru einnig starfrækt líknarrými. Á SAk er unnið að því að opna 3-4 líknarrými og viðræður hafnar varðandi fjármagn. Ekki má gleyma því að um allt land vinnur heilbrigðisstarfsfólk ötullega að því að mæta þörfum skjólstæðinga sinna eins og best verður á kosið og hefur sýnt mikinn áhuga á að efla þekkingu sína og færni í líknarmeðferð. Næstu skref Markmiðið með stofnun líknarmiðstöðva er að hægt verði að efla og samræma líknarþjónustu á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum og í heimahjúkrun um allt land og það verði m.a. gert með því að efla ráðgjöf og bjóða uppá fræðslu og þjálfun starfsfólks í líknarmeðferð. Þörf er á að meta fræðsluþarfir, skipuleggja fræðslu og gera fræðsluefni aðgengilegt öllum fagstéttum. Einnig er þörf á að auka þekkingu og skilning almennings á liknarmeðferð en eins og áður hefur komið fram líta margir á líknarmeðferð sem þá meðferð sem einungis er veitt á síðustu stundum lífs. Til þess að markmiðin í aðgerðaráætluninni náist þarf m.a. víðtækt samráð og samvinnu ýmissa aðila og stofnana. Eitt er að auka þekkingu en ekki er síður mikilvægt að aðgengi skjólstæðinga að viðeigandi þjónustu sé tryggt allan sólarhringinn ef á þarf að halda. Framtíðarsýnin er að allir þeir einstaklingar sem hafa alvarlega sjúkdóma njóti sem bestra lífsgæða og fái umönnun og meðferð sem er í takti við markmið þeirra og óskir. Greinin er skrifuð til að vekja athygli á alþjóðlegum degi líknarmeðferðar sem haldinn er 14. október. Yfirskrift dagsins er: Samfélag umhyggju. Stöndum saman um líknarmeðferð. Höfundar eru: Svandís Íris Hálfdánardóttir, sérfræðingur í líknarhjúkrun og verkefnastjóri líknarmiðstöðvar Landspítala og Dóra Björk Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri líknarmiðstöðvar Sjúkrahúss Akureyrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í hugum margra einskorðast líknarmeðferð við þá meðferð sem veitt er þegar einstaklingur er deyjandi á næstu dögum/vikum og fyllast því margir áhyggjum og kvíða þegar á líknarmeðferð er minnst. Töluverð hugarfarsbreyting hefur hins vegar átt sér stað undanfarin ár og áratugi víða um heim. Með auknum rannsóknum hefur meiri þekking orðið til og reynslan sýnt að þær aðferðir sem notaðar eru í líknarmeðferð er hægt að beita samhliða annarri meðferð, læknandi eða lífslengjandi. Að líkna Orðið líkn stendur fyrir að milda þjáningu, hjálpa eða hjúkra. Hér fyrr á tímum var auðveldara að líkna sjúklingum en að lækna sjúkdóma og algengast var að sjúklingar dóu heima. Með örum tækniframförum í læknisfræði eftir 1950 varð meiri möguleiki á lækningu sjúkdóma og það að líkna gleymdist dálítið. Nútíma líknarmeðferð þróaðist sem ákveðið mótvægi við þessar miklu áherslur á tækni og lækningu. Á 7. ártug síðust aldar var mikil vakning í Bretlandi og Bandaríkjunum varðandi umönnun deyjandi krabbameinssjúklinga. Voru það m.a. tvær konur sitt hvoru megin Atlandshafsins, Dame Cicily Saunders (Bretland) og Elisabeth Kübler-Ross (USA) sem létu sig málið varða. Í þeirra augum var það fyrst og fremst lélegt verkjamat og verkjameðferð sem og léleg meðferð annarra einkenna, lítil samskipti milli sjúklings og heilbrigðisstarfsfólks og ófullnægjandi stuðningur við hinn deyjandi og fjölskyldu hans sem þurfti endurskoðunar við. Unnu þær báðar ötullega næstu áratugina í að bæta úr þessu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) kom fram með skilgreiningu á líknarmeðferð árið 1990 og endurbætta árið 2002. Í þeirri skilgreiningu kemur fram að líknarmeðferð er meðferð sem miðar að því að bæta lífsgæði sjúklinga sem eru með lífsógnandi sjúkdóma og fjölskyldna þeirra. Samkvæmt WHO felst meðferðin í að fyrirbyggja og draga úr líkamlegri, sálfélagslegri og andlegri þjáningu. Einnig kemur þar fram að líknarmeðferð á við snemma á veikindatímabilinu samhliða annarri meðferð sem notuð er til að lina einkenni en jafnframt að lengja líf. Þegar lífslengjandi meðferð er ekki lengur talin skila árangri stendur líknarmeðferðin ein og sé. Vægi líknarmeðferðar eykst því með versnandi sjúkdómi. Sérhæfð líknarþjónusta á Íslandi Uppbygging sérhæfðrar líknarþjónustu hófst á 9. áratug síðustu aldar hér á Íslandi. Heimahlynning Krabbameinsfélag Íslands hóf störf 1987 og var starfrækt til ársins 2006 en þá var starfsemin flutt á Landspítala og heitir nú í dag HERA (Heima-Eftirlit-Ráðgjöf-Aðstoð) líknarheimaþjónusta eftir sameiningu Heimahlynningar og hjúkrunar-og ráðgjafaþjónustu Karítas 2018. Heimahlynning á Akureyri hóf störf 1992 og hefur verið starfrækt frá 2019 á Sjúkrahúsi Akureyrar og hefur líka sinnt hlutverki líknarráðgjafateymis þar. Líknarráðgjafateymi Landspítala var stofnað 1997 og líknardeild Landspítala árið 1999. Starfsfólk sérhæfðrar líknarþjónustu hefur í gegnum árin sinnt skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra innan og utan sjúkrahúsa, veitt starfsfólki ráðgjöf, sinnt fræðslu sem og kennslu í hinum ýmsu heilbrigðisgreinum og starfsþjálfun nema en einnig tekið þátt í og sinnt rannsóknum og þróunarvinnu. Stefnumótun, aðgengi og efling þekkingar Þó svo að sérhæfð líknarþjónusta hafi verið til á Íslandi frá 1987 var það ekki fyrr en í mars 2021 sem heilbrigðisráðuneytið gaf út fimm ára aðgerðaráætlun varðandi líknarþjónustu á Íslandi. Þar kemur fram að bæta eigi aðgengi allra landsmanna að líknarþjónustu með því að samræma og samhæfa þjónustuna á landsvísu. Áður höfðu tveir vinnuhópar unnið sitthvora skýrsluna um framtíðarsýn líknarþjónustu á Íslandi. Það er ánægjulegt að aðgerðaráætlun um líknarþjónustu hafi loks litið dagsins ljós en starfsfólk í sérhæfðri líknarþjónustu hefur lengi kallað eftir slíkri áætlun. Lagðar eru til aðgerðir til að efla og byggja upp líknarþjónustu á sérgreinasjúkrahúsum og einnig á hjúkrunarheimilum og þjónustu við fólk í heimahúsum. Höfð voru til hliðsjónar við gerð áætlunarinnar, fyrirmæli WHO um að líknarmeðferð skuli vera hluti af almennri heilbrigðisþjónustu aðildarríkja hennar. Með tilkomu ofangreindrar áætlunar stjórnvalda er mikilvægi líknarmeðferðar viðurkennd og efling hennar sett í forgang. Líknarmiðstöð Í ofangreindri aðgerðaráætlun er lagt til að líknarmiðstöð sé starfrækt á báðum sérgreinasjúkrahúsum landsins þ.e. á Landspítala (LSH) og á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk). Skilgreining á líknarmiðstöð er að það er þekkingareining sem rekin er á sérgreinasjúkrahúsum og starfi í nánum tengslum við líknardeildir. Slíkri líknarmiðstöð er ætlað að veita ráðgjöf til þjónustuveitenda um allt land, stuðning, fræðslu og þjálfun. Í kjölfar áætlunarinnar var líknarmiðstöð Landspítala stofnuð á vormánuðum 2021 og líknarmiðstöð Sjúkrahúss Akureyrar í maí 2023. Líknardeild og líknarrými Ein sérhæfð líknardeild er starfrækt á landinu og er hún staðsett á Landspítalanum í Kópavogi. Þar er megin áhersla á að sinna sjúklingum með flókin og erfið einkenni af ýmsum toga. Almenn líknardeild aldraðra er starfandi á Landakoti en samkvæmt stefnu stjórnavalda á að fjölga líknarrýmum á landsvísu, þannig að landsmenn hafi allir aðgang að þeim sem næst sinni heimabyggð. Á Selfossi hafa fjögur almenn líknarrrými verið opnuð og stefnt að frekari uppbyggingu í líknarþjónustu fyrir svæðið og á sjúkrahúsi Suðurnesja eru einnig starfrækt líknarrými. Á SAk er unnið að því að opna 3-4 líknarrými og viðræður hafnar varðandi fjármagn. Ekki má gleyma því að um allt land vinnur heilbrigðisstarfsfólk ötullega að því að mæta þörfum skjólstæðinga sinna eins og best verður á kosið og hefur sýnt mikinn áhuga á að efla þekkingu sína og færni í líknarmeðferð. Næstu skref Markmiðið með stofnun líknarmiðstöðva er að hægt verði að efla og samræma líknarþjónustu á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum og í heimahjúkrun um allt land og það verði m.a. gert með því að efla ráðgjöf og bjóða uppá fræðslu og þjálfun starfsfólks í líknarmeðferð. Þörf er á að meta fræðsluþarfir, skipuleggja fræðslu og gera fræðsluefni aðgengilegt öllum fagstéttum. Einnig er þörf á að auka þekkingu og skilning almennings á liknarmeðferð en eins og áður hefur komið fram líta margir á líknarmeðferð sem þá meðferð sem einungis er veitt á síðustu stundum lífs. Til þess að markmiðin í aðgerðaráætluninni náist þarf m.a. víðtækt samráð og samvinnu ýmissa aðila og stofnana. Eitt er að auka þekkingu en ekki er síður mikilvægt að aðgengi skjólstæðinga að viðeigandi þjónustu sé tryggt allan sólarhringinn ef á þarf að halda. Framtíðarsýnin er að allir þeir einstaklingar sem hafa alvarlega sjúkdóma njóti sem bestra lífsgæða og fái umönnun og meðferð sem er í takti við markmið þeirra og óskir. Greinin er skrifuð til að vekja athygli á alþjóðlegum degi líknarmeðferðar sem haldinn er 14. október. Yfirskrift dagsins er: Samfélag umhyggju. Stöndum saman um líknarmeðferð. Höfundar eru: Svandís Íris Hálfdánardóttir, sérfræðingur í líknarhjúkrun og verkefnastjóri líknarmiðstöðvar Landspítala og Dóra Björk Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri líknarmiðstöðvar Sjúkrahúss Akureyrar.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar