Alþjóðlegur dagur gigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar 12. október 2023 12:01 Í dag 12. október er Alþjóðlegur dagur gigtar sem notaður er til að vekja athygli á gigtarsjúkdómum og afleiðingum þeirra á einstaklingana sem greinast með þá og einnig áhrif þeirra á fjölskyldur þeirra sem eru með sjúkdóminn. Þegar einstaklingur fær alvarlegan sjúkdóm hefur það áhrif á alla fjölskylduna. Einstaklingurinn sem er með sjúkdóminn getur ekki gert hlutina eins og áður og hefur það því áhrif á alla fjölskyldumeðlimi. Að minnsta kosti 1/5 Íslendinga fá gigt á lífsleiðinni. Þeir geta verið frá því að vera vægir þar sem fólk finnur fyrir verkjum af og til upp í alvarlega lífshættulegra fjölkerfa sjúkdóma. Fólk á öllum aldri fær gigt allt frá börnum til fullorðinna og verða margir óvinnufærir. Oft er mikil þrautaganga að fá greiningu og eru margir búnir að vera veikir jafnvel í áratugi áður en greining liggur fyrir. Þó sjúkdómurinn greinist oft á fullorðinsaldri eru margir búnir að vera með einkenni frá barnæsku. Mikilvægt er að lögð sé áhersla á að greina gigtarsjúkdóma snemma meðan hægt er að koma í veg fyrir skemmdir og örorku og meðan hægt er að tryggja einstaklingum fulla virkni og lífsgæði. Þó einkenni gigtarsjúkdóma séu ekki alltaf sýnileg geta þeir haft mikil áhrif á líf þeirra sem verða fyrir þeim og leitt til þess að fólk getur ekki unnið og lifað sjálfstæðu lífi og lagt miklar byrðar á einstaklinginn og fjölskyldur þeirra. Gigt hefur mikil áhrif á lífsgæði fólks og henni fylgja auk verkja, mikil þreyta, slappleiki og veikara ónæmiskerfi sem getur valdið því að fólk verður oftar veikt, auk ýmissa annarra einkenna. Verkirnir geta valdið svefnvandamálum sem getur aukið enn á þreytuna. Þegar fólk gengur í gegnum slæm tímabil getur verið erfitt að gera einföldustu hluti og allir hlutir fara að taka lengri tíma en áður. Gigt er ósýnilegur sjúkdómur og því fá gigtarsjúklingar stundum lítinn skilning frá umhverfinu og aðstandendum þar sem ekki er hægt að sjá að fólk sé veikt. Það eiga margir erfitt með að skilja að þreyta sem fylgir gigtarsjúkdómum er ekki þess eðlis að fólk geti bara lagt sig og vaknað eftir smástund endurnært. Margir eiga líka erfitt með að skilja að það sem fólk getur gert á góðum degi er kannski ekki hægt næsta dag. Suma daga getur það eitt að fara á fætur verið nægt verkefni fyrir daginn. Mikilvægt er fyrir fólk með gigt að forgangsraða verkefnum og dreifa þeim yfir á dagana til að spara orkuna, sem gerir það þá að verkum að betur gengur að hafa stjórn á sjúkdómnum og einkennum þeirra. Fólk fer inn í daginn með ákveðið mikla orku og ef maður eyðir henni óskynsamlega þá á maður ekkert eftir í restina af deginum. Það skiptir miklu máli að klára orkuna ekki alveg með því að gera of mikið í einu því það getur haft í för með sér slæma daga í framhaldinu. Það er mikilvægt fyrir fólk með gigtarsjúkdóma að finna gott jafnvægi milli hvíldar og virkni. Gigtarfélaginu eru um það bil 4800 meðlimir. Gigtarfélagið stuðlar að fræðslu og hagsmunagæslu fyrir fólk með gigt og sjálfsónæmissjúkdóma. Flestir sem starfa fyrir félagið eru sjálfboðaliðar. Það starfrækir gigtarmiðstöð sem býður upp á sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, hópleikfimi, stuðlar að fræðslu til dæmis í formi fyrirlestra, styður við gigtarrannsóknir o.fl. Á vegum félagsins starfa áhugahópar um nokkra gigtarsjúkdóma sem sinna meðal annars jafningjafræðslu. Fyrir fólk með gigt og þá sérstaklega þá sem eru með sjaldgæfa sjúkdóma skiptir miklu máli að hafa aðgang að upplýsingum og jafningjafræðslu þar sem margir þurfa hjálp við að takast á við lífið með gigtarsjúkdómi. Á næstu vikum mun Gigtarfélag Íslands flytja í nýtt og glæsilegt húsnæði í Brekkuhúsum 1 í Reykjavík og er það ósk okkar að við getum veitt félagsmönnum okkar á landinu öllu mun betri þjónustu með hjálp fullkomins fjarfundarbúnaðar auk þess sem öll aðkoma að félaginu verður betri og möguleikar til fræðslu og félagsstarf hvort heldur á staðnum eða í gegnum fjarfundarbúnað verður mun betri. Höfundur er varaformaður Gigtarfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Í dag 12. október er Alþjóðlegur dagur gigtar sem notaður er til að vekja athygli á gigtarsjúkdómum og afleiðingum þeirra á einstaklingana sem greinast með þá og einnig áhrif þeirra á fjölskyldur þeirra sem eru með sjúkdóminn. Þegar einstaklingur fær alvarlegan sjúkdóm hefur það áhrif á alla fjölskylduna. Einstaklingurinn sem er með sjúkdóminn getur ekki gert hlutina eins og áður og hefur það því áhrif á alla fjölskyldumeðlimi. Að minnsta kosti 1/5 Íslendinga fá gigt á lífsleiðinni. Þeir geta verið frá því að vera vægir þar sem fólk finnur fyrir verkjum af og til upp í alvarlega lífshættulegra fjölkerfa sjúkdóma. Fólk á öllum aldri fær gigt allt frá börnum til fullorðinna og verða margir óvinnufærir. Oft er mikil þrautaganga að fá greiningu og eru margir búnir að vera veikir jafnvel í áratugi áður en greining liggur fyrir. Þó sjúkdómurinn greinist oft á fullorðinsaldri eru margir búnir að vera með einkenni frá barnæsku. Mikilvægt er að lögð sé áhersla á að greina gigtarsjúkdóma snemma meðan hægt er að koma í veg fyrir skemmdir og örorku og meðan hægt er að tryggja einstaklingum fulla virkni og lífsgæði. Þó einkenni gigtarsjúkdóma séu ekki alltaf sýnileg geta þeir haft mikil áhrif á líf þeirra sem verða fyrir þeim og leitt til þess að fólk getur ekki unnið og lifað sjálfstæðu lífi og lagt miklar byrðar á einstaklinginn og fjölskyldur þeirra. Gigt hefur mikil áhrif á lífsgæði fólks og henni fylgja auk verkja, mikil þreyta, slappleiki og veikara ónæmiskerfi sem getur valdið því að fólk verður oftar veikt, auk ýmissa annarra einkenna. Verkirnir geta valdið svefnvandamálum sem getur aukið enn á þreytuna. Þegar fólk gengur í gegnum slæm tímabil getur verið erfitt að gera einföldustu hluti og allir hlutir fara að taka lengri tíma en áður. Gigt er ósýnilegur sjúkdómur og því fá gigtarsjúklingar stundum lítinn skilning frá umhverfinu og aðstandendum þar sem ekki er hægt að sjá að fólk sé veikt. Það eiga margir erfitt með að skilja að þreyta sem fylgir gigtarsjúkdómum er ekki þess eðlis að fólk geti bara lagt sig og vaknað eftir smástund endurnært. Margir eiga líka erfitt með að skilja að það sem fólk getur gert á góðum degi er kannski ekki hægt næsta dag. Suma daga getur það eitt að fara á fætur verið nægt verkefni fyrir daginn. Mikilvægt er fyrir fólk með gigt að forgangsraða verkefnum og dreifa þeim yfir á dagana til að spara orkuna, sem gerir það þá að verkum að betur gengur að hafa stjórn á sjúkdómnum og einkennum þeirra. Fólk fer inn í daginn með ákveðið mikla orku og ef maður eyðir henni óskynsamlega þá á maður ekkert eftir í restina af deginum. Það skiptir miklu máli að klára orkuna ekki alveg með því að gera of mikið í einu því það getur haft í för með sér slæma daga í framhaldinu. Það er mikilvægt fyrir fólk með gigtarsjúkdóma að finna gott jafnvægi milli hvíldar og virkni. Gigtarfélaginu eru um það bil 4800 meðlimir. Gigtarfélagið stuðlar að fræðslu og hagsmunagæslu fyrir fólk með gigt og sjálfsónæmissjúkdóma. Flestir sem starfa fyrir félagið eru sjálfboðaliðar. Það starfrækir gigtarmiðstöð sem býður upp á sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, hópleikfimi, stuðlar að fræðslu til dæmis í formi fyrirlestra, styður við gigtarrannsóknir o.fl. Á vegum félagsins starfa áhugahópar um nokkra gigtarsjúkdóma sem sinna meðal annars jafningjafræðslu. Fyrir fólk með gigt og þá sérstaklega þá sem eru með sjaldgæfa sjúkdóma skiptir miklu máli að hafa aðgang að upplýsingum og jafningjafræðslu þar sem margir þurfa hjálp við að takast á við lífið með gigtarsjúkdómi. Á næstu vikum mun Gigtarfélag Íslands flytja í nýtt og glæsilegt húsnæði í Brekkuhúsum 1 í Reykjavík og er það ósk okkar að við getum veitt félagsmönnum okkar á landinu öllu mun betri þjónustu með hjálp fullkomins fjarfundarbúnaðar auk þess sem öll aðkoma að félaginu verður betri og möguleikar til fræðslu og félagsstarf hvort heldur á staðnum eða í gegnum fjarfundarbúnað verður mun betri. Höfundur er varaformaður Gigtarfélags Íslands.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun