Hættið stríðinu strax Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 18. október 2023 08:31 Villimennska og grimmd Ísraelshers á sér fá takmörk og 17. október 2023 verður minnst sem dagsins er Netanyahu forsætisráðherra sendi sínar bandarísku stríðsþotur til að sprengja Ahli Arab sjúkrahúsið í miðri Gaza borg í loft upp. Og til að bíta höfuðið af skömminni reyndi hann að ljúga því upp á Palestínumenn sjálfa að hafa sent eldflaug á sjúkrahúsið, slysaskot. Þeir sem fylgst hafa með ferli Bibi vita að hann er í sínu heimalandi þekktur fyrir lygar. En hér er þetta ekki bara hann heldur stríðsglæpagengið allt í kringum hann sem freistar þess að þvo hendur sínar af þessum viðbjóðslega glæp. 500 dánir voru fyrstu tölur, sem eiga eftir að hækka; sjúklingar, læknar, heilbrigðisstarfsfólk og fleiri, ekki síst konur og börn sem leitað höfðu skjóls á þessu frábæra sjúkrahúsi sem Enska biskupakirkjan hefur rekið frá upphafi. Ég kom þangað fyrst í heimsókn í maí 1990. Þá var sjúkrahúsið líka fullt af særðu fólki og dánum. Hryðjuverkamaður í Ísraelsher tók sér stöðu á strætóstöð í Rishon la Zion (nálægt Tel Aviv) með hríðskotabyssu sunnudaginn 20. maí 1990. Hann sorteraði Palestínumenn frá öðrum farþegum og skaut þá miskunnarlaust, um 20 manns. Mikil sorg og reiði gaus upp á herteknu svæðunum, en mótmælin voru kæfð í blóði af Ísraelsher sem var reiðubúinn. Öll palestínsk sjúkrahús fylltust af særðum og látnum. Við sr. Rögnvaldur komum til landsins 23. maí og urðum vitni að afleiðingunum. Hveru lengi skyldum við þurfa að horfa á þjóðarmorð í beinni útsendingu, stríðsglæpi sem fara fram með stuðningi Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og NATO, þar með talið Íslands? Þetta er það sem kallað er Vesturveldin eða Alþjóðasamfélagið. Samkvæmt þessu aðilum virðist réttur Ísraels til að verja sig, ná til þess að gjöreyða byggð Palestínumanna á Gazasvæðinu og ganga frá þjóðinni dauðri. Framferði landræningjanna á Vesturbakkanum, sívaxandi árásir, eyðilegging heimila og morð, einkum á ungum mönnum, sýnir að þjóðernishreinsanir takmarkast ekki við Gaza. Krafa dagsins er að þegar í stað verði komið á mannúðar-vopnahléi, þannig að kleift verði að flytja inn lífsnauðsynjar; vatn, matvæli, lyf og eldsneyti fyrir rafmagn. Þessi Vesturvöld geta þrýst á Ísraelsstjórn til að stöðva árásirnar sem eru að gera Gaza óbyggilegt. Í kjölfarið geta hafist eiginlegar vopnahlés viðræður, þar sem samið er um fangaskipti og annað. Höfundur er heimilislæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Villimennska og grimmd Ísraelshers á sér fá takmörk og 17. október 2023 verður minnst sem dagsins er Netanyahu forsætisráðherra sendi sínar bandarísku stríðsþotur til að sprengja Ahli Arab sjúkrahúsið í miðri Gaza borg í loft upp. Og til að bíta höfuðið af skömminni reyndi hann að ljúga því upp á Palestínumenn sjálfa að hafa sent eldflaug á sjúkrahúsið, slysaskot. Þeir sem fylgst hafa með ferli Bibi vita að hann er í sínu heimalandi þekktur fyrir lygar. En hér er þetta ekki bara hann heldur stríðsglæpagengið allt í kringum hann sem freistar þess að þvo hendur sínar af þessum viðbjóðslega glæp. 500 dánir voru fyrstu tölur, sem eiga eftir að hækka; sjúklingar, læknar, heilbrigðisstarfsfólk og fleiri, ekki síst konur og börn sem leitað höfðu skjóls á þessu frábæra sjúkrahúsi sem Enska biskupakirkjan hefur rekið frá upphafi. Ég kom þangað fyrst í heimsókn í maí 1990. Þá var sjúkrahúsið líka fullt af særðu fólki og dánum. Hryðjuverkamaður í Ísraelsher tók sér stöðu á strætóstöð í Rishon la Zion (nálægt Tel Aviv) með hríðskotabyssu sunnudaginn 20. maí 1990. Hann sorteraði Palestínumenn frá öðrum farþegum og skaut þá miskunnarlaust, um 20 manns. Mikil sorg og reiði gaus upp á herteknu svæðunum, en mótmælin voru kæfð í blóði af Ísraelsher sem var reiðubúinn. Öll palestínsk sjúkrahús fylltust af særðum og látnum. Við sr. Rögnvaldur komum til landsins 23. maí og urðum vitni að afleiðingunum. Hveru lengi skyldum við þurfa að horfa á þjóðarmorð í beinni útsendingu, stríðsglæpi sem fara fram með stuðningi Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og NATO, þar með talið Íslands? Þetta er það sem kallað er Vesturveldin eða Alþjóðasamfélagið. Samkvæmt þessu aðilum virðist réttur Ísraels til að verja sig, ná til þess að gjöreyða byggð Palestínumanna á Gazasvæðinu og ganga frá þjóðinni dauðri. Framferði landræningjanna á Vesturbakkanum, sívaxandi árásir, eyðilegging heimila og morð, einkum á ungum mönnum, sýnir að þjóðernishreinsanir takmarkast ekki við Gaza. Krafa dagsins er að þegar í stað verði komið á mannúðar-vopnahléi, þannig að kleift verði að flytja inn lífsnauðsynjar; vatn, matvæli, lyf og eldsneyti fyrir rafmagn. Þessi Vesturvöld geta þrýst á Ísraelsstjórn til að stöðva árásirnar sem eru að gera Gaza óbyggilegt. Í kjölfarið geta hafist eiginlegar vopnahlés viðræður, þar sem samið er um fangaskipti og annað. Höfundur er heimilislæknir.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar