Björgunarþyrlu ætti að staðsetja á Akureyri Friðrik Sigurðsson skrifar 18. október 2023 17:01 Ísland er eitt strjálbýlasta land í heimi þar sem kjarni bráðaþjónustu vegna slysa og sjúkdóma hefur færst að mestu á tvo staði. Annars vegar til Reykjavíkur á Landspítalann og hins vegar til Akureyrar á Sjúkrahúsið þar. Smærri staðir hafa takmarkaðri heilbrigðisþjónustu og því full þörf á að auka aðgengi á svæðinu að bráðaþjónustu sem björgunarþyrlur eru. Íbúum sem og ferðamönnum hefur fjölgað umtalsvert sem kallar á þyrlu og bætt öryggi á sitt hvoru landshorninu. Reglulega hafa komið fram áform um að staðsetja eina þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri en af ýmsum orsökum hefur ekki orðið af því enn. Þörfin er og hefur verið lengi til staðar og því tímabært að staðsetja eina af þremur þyrlum Landhelgisgæslu á Akureyri. Nú hafa 17 þingmenn lagt fram þingsályktunartillögu um varanlega og fasta starfsstöð á Akureyri fyrir björgunarþyrlu. Því ber að fagna og einsýnt að mínu mati að ríkisvaldið stígi þetta mikilvæga skref og staðsetji slíkt öryggistæki á Norðurlandi. Það mun dreifa áhættu í rekstri LHG og er einnig skynsamlegt gagnvart veðurfari. Staðsetning á Akureyri mun einnig efla öryggi sjófarenda, ferðamanna og íbúa á norður- og austurlandi. Ég skora á íbúa og sveitarstjórnir á landinu öllu að senda áskorun á þingmenn og ráðherra að tryggja að þetta brýna verkefni verði ekki slegið af enn eina ferðina. Þingmenn alla hvet ég til að samþykkja og afgreiða ályktun um þetta mál sem allra fyrst. Næst þegar kemur „ÚTKALL F1“ á Norður og Austurlandi, þar sem þörf er á þyrlu gæti það skipt öllu máli hvort þyrla væri staðsett á Akureyri. Höfundur er flugrekstrarfræðingur og Þingeyingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Landhelgisgæslan Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er eitt strjálbýlasta land í heimi þar sem kjarni bráðaþjónustu vegna slysa og sjúkdóma hefur færst að mestu á tvo staði. Annars vegar til Reykjavíkur á Landspítalann og hins vegar til Akureyrar á Sjúkrahúsið þar. Smærri staðir hafa takmarkaðri heilbrigðisþjónustu og því full þörf á að auka aðgengi á svæðinu að bráðaþjónustu sem björgunarþyrlur eru. Íbúum sem og ferðamönnum hefur fjölgað umtalsvert sem kallar á þyrlu og bætt öryggi á sitt hvoru landshorninu. Reglulega hafa komið fram áform um að staðsetja eina þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri en af ýmsum orsökum hefur ekki orðið af því enn. Þörfin er og hefur verið lengi til staðar og því tímabært að staðsetja eina af þremur þyrlum Landhelgisgæslu á Akureyri. Nú hafa 17 þingmenn lagt fram þingsályktunartillögu um varanlega og fasta starfsstöð á Akureyri fyrir björgunarþyrlu. Því ber að fagna og einsýnt að mínu mati að ríkisvaldið stígi þetta mikilvæga skref og staðsetji slíkt öryggistæki á Norðurlandi. Það mun dreifa áhættu í rekstri LHG og er einnig skynsamlegt gagnvart veðurfari. Staðsetning á Akureyri mun einnig efla öryggi sjófarenda, ferðamanna og íbúa á norður- og austurlandi. Ég skora á íbúa og sveitarstjórnir á landinu öllu að senda áskorun á þingmenn og ráðherra að tryggja að þetta brýna verkefni verði ekki slegið af enn eina ferðina. Þingmenn alla hvet ég til að samþykkja og afgreiða ályktun um þetta mál sem allra fyrst. Næst þegar kemur „ÚTKALL F1“ á Norður og Austurlandi, þar sem þörf er á þyrlu gæti það skipt öllu máli hvort þyrla væri staðsett á Akureyri. Höfundur er flugrekstrarfræðingur og Þingeyingur.
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar