Eflum ástríðu hjá börnum Hermundur Sigmundsson og Svava Þ. Hjaltalín skrifa 24. október 2023 10:31 Áskoranir: Talið er að yfir eitt þúsund börn glími við svokallaða skólaforðun hér á landi, sem þýðir að þau treysta sér ekki til að mæta í skólann. Þau voru sláandi orð 21 árs Jóhönnu Birtu Bjartmarsdóttur á ráðstefnu Barna- og unglingageðdeildar í janúar á þessu ári en þar sagði hún að ekki væri rétt að tala um skólaforðun, heldur ætti að tala um skólakerfi sem bregðist börnum. Er rétt að staldra við og skoða hvort það geti átt við í einhverjum tilfellum? Mikil aukning er í lyfjanotkun, bæði meðal drengja (ADHD lyf) og stúlkna, (kvíðastillandi lyf). Þær rannsóknir sem sýna að fleiri einstaklingar fæddir seint á árinu greinast með ADHD eru mjög merkilegar. Það eru líka þær rannsóknir sem segja að drengur, fæddur seint á árinu með einstætt foreldri, glími hugsanlega við stórar áskoranir. Er rétt að staldra við og skoða hvað þetta getur þýtt? Er ekki einn möguleikinn sá að kerfið nær ekki einhverra hluta vegna að gefa þessum börnum réttar áskoranir. Þau fá of stórar áskoranir sem þau ekki ráða við. Er skólinn að bregðast börnunum? Vísindi: hinn framúrskarandi fræðimaður Csikszentmihalyi leggur mikla áherslu á ‘autonomi’ sem má þýða sem að velja sjálfur. Þegar einstaklingar fá að velja sjálfir hvað þeir vilja gera fara þeir inn í verkefnið með meiri ánægju sem gefur þeim aukna vellíðan. Möguleikar á að komast í flæði aukast sem gerir það að verkum að meiri líkur eru á að nám eiga sér stað. Með vali aukum við líkurnar á ástríðu sem veldur aukinni þrautseigju og gróskuhugarfari. Dópamín hormónið sem oft er kallað ánægju hormónið hefur líka áhrif. Ef við lítum á kynjamun í þessum efnum þá sýna rannsóknir að drengir/menn hafa meiri dópamín virkni við ‘selfish’ aðferð (eigingjarna aðferð sem einblínir á þá og það sem þeir vilja gera) en stúlkur/konur við meiri ‘prosocial’ aðferð (félagslega hegðun sem er jákvæð, uppbyggjandi og hjálpleg). Rannsóknir hafa einnig sýnt að söngur, tónlist og dans er jákvæður fyrir vellíðan. Er rétt að staldra við og hugleiða hvað skólinn getur gert til að styðja við og auka vellíðan barna? Möguleikar: Til eru þeir einstaklingar sem hafa lítinn sem engan áhuga á því almenna námi sem grunn- og framhaldsskólinn býður. Þegar þessir einstaklingar fara í háskóla velja þeir eftir sínu áhugasviði og fá tækifæri til að blómstra. Þar eru þeir að vinna með þætti sem tengjast þeirra ástríðu. Svo eru það vissulega þeir einstaklingar sem finna sitt áhugasvið í framhaldsskóla á brautum sem tengjast iðngreinum eða brautum sem tengjast ákveðnum fræðasviðum eins og félagsfræðabraut, málabraut og náttúrufræðibraut. Kveikjum neistann hugmyndafræðin, sem nú hefur hafið sitt þriðja ár í Grunnskóla Vestmannaeyja leggur meðal annars áherslu á að bæta líðan barnanna. Þar eru strax í 1. bekk fjórir ástríðutímar á viku. Börnin velja sjálf úr ákveðnum möguleikum þau viðfangsefni sem þau vilja sinna hvern dag. Lagt er upp með að ástríðutíminn sé í lok dags svo börnin hafi til hans að hlakka. Það sem nemendur geta valið í upphafi skóladags, fyrir ástríðutímann, er meðal annars: tónmennt, myndmennt, smíðar, handmennt og heimilisfræði. Möguleikarnir eru margir og um að gera að nýta mannauðinn í skólanum en í fólkinu leynist fjársjóður. Á föstudögum hafa nemendur hins vegar endað skóladaginn með söng og dans. Þetta hefur gefið mjög góða raun og fara nemendur glaðir og sáttir heim. Ástríðutímarnir gefast vel, börnin njóta og nú hafa þeir einnig verið innleiddir í 5.og 6. bekk þótt þeir tilheyri ekki sjálfu verkefninu. Eigum við ekki að gefa börnunum tækifæri til að velja og efla þar með ástríðu þeirra og þar með vellíðan? Hermundur Sigmundsson, prófessor Háskóla Íslands og Norska tækni – og vísindaháskólanumSvava Þ. Hjaltalín, sérkennari og verkefnastjóri Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar, Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hermundur Sigmundsson Svava Þ. Hjaltalín Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Sjá meira
Áskoranir: Talið er að yfir eitt þúsund börn glími við svokallaða skólaforðun hér á landi, sem þýðir að þau treysta sér ekki til að mæta í skólann. Þau voru sláandi orð 21 árs Jóhönnu Birtu Bjartmarsdóttur á ráðstefnu Barna- og unglingageðdeildar í janúar á þessu ári en þar sagði hún að ekki væri rétt að tala um skólaforðun, heldur ætti að tala um skólakerfi sem bregðist börnum. Er rétt að staldra við og skoða hvort það geti átt við í einhverjum tilfellum? Mikil aukning er í lyfjanotkun, bæði meðal drengja (ADHD lyf) og stúlkna, (kvíðastillandi lyf). Þær rannsóknir sem sýna að fleiri einstaklingar fæddir seint á árinu greinast með ADHD eru mjög merkilegar. Það eru líka þær rannsóknir sem segja að drengur, fæddur seint á árinu með einstætt foreldri, glími hugsanlega við stórar áskoranir. Er rétt að staldra við og skoða hvað þetta getur þýtt? Er ekki einn möguleikinn sá að kerfið nær ekki einhverra hluta vegna að gefa þessum börnum réttar áskoranir. Þau fá of stórar áskoranir sem þau ekki ráða við. Er skólinn að bregðast börnunum? Vísindi: hinn framúrskarandi fræðimaður Csikszentmihalyi leggur mikla áherslu á ‘autonomi’ sem má þýða sem að velja sjálfur. Þegar einstaklingar fá að velja sjálfir hvað þeir vilja gera fara þeir inn í verkefnið með meiri ánægju sem gefur þeim aukna vellíðan. Möguleikar á að komast í flæði aukast sem gerir það að verkum að meiri líkur eru á að nám eiga sér stað. Með vali aukum við líkurnar á ástríðu sem veldur aukinni þrautseigju og gróskuhugarfari. Dópamín hormónið sem oft er kallað ánægju hormónið hefur líka áhrif. Ef við lítum á kynjamun í þessum efnum þá sýna rannsóknir að drengir/menn hafa meiri dópamín virkni við ‘selfish’ aðferð (eigingjarna aðferð sem einblínir á þá og það sem þeir vilja gera) en stúlkur/konur við meiri ‘prosocial’ aðferð (félagslega hegðun sem er jákvæð, uppbyggjandi og hjálpleg). Rannsóknir hafa einnig sýnt að söngur, tónlist og dans er jákvæður fyrir vellíðan. Er rétt að staldra við og hugleiða hvað skólinn getur gert til að styðja við og auka vellíðan barna? Möguleikar: Til eru þeir einstaklingar sem hafa lítinn sem engan áhuga á því almenna námi sem grunn- og framhaldsskólinn býður. Þegar þessir einstaklingar fara í háskóla velja þeir eftir sínu áhugasviði og fá tækifæri til að blómstra. Þar eru þeir að vinna með þætti sem tengjast þeirra ástríðu. Svo eru það vissulega þeir einstaklingar sem finna sitt áhugasvið í framhaldsskóla á brautum sem tengjast iðngreinum eða brautum sem tengjast ákveðnum fræðasviðum eins og félagsfræðabraut, málabraut og náttúrufræðibraut. Kveikjum neistann hugmyndafræðin, sem nú hefur hafið sitt þriðja ár í Grunnskóla Vestmannaeyja leggur meðal annars áherslu á að bæta líðan barnanna. Þar eru strax í 1. bekk fjórir ástríðutímar á viku. Börnin velja sjálf úr ákveðnum möguleikum þau viðfangsefni sem þau vilja sinna hvern dag. Lagt er upp með að ástríðutíminn sé í lok dags svo börnin hafi til hans að hlakka. Það sem nemendur geta valið í upphafi skóladags, fyrir ástríðutímann, er meðal annars: tónmennt, myndmennt, smíðar, handmennt og heimilisfræði. Möguleikarnir eru margir og um að gera að nýta mannauðinn í skólanum en í fólkinu leynist fjársjóður. Á föstudögum hafa nemendur hins vegar endað skóladaginn með söng og dans. Þetta hefur gefið mjög góða raun og fara nemendur glaðir og sáttir heim. Ástríðutímarnir gefast vel, börnin njóta og nú hafa þeir einnig verið innleiddir í 5.og 6. bekk þótt þeir tilheyri ekki sjálfu verkefninu. Eigum við ekki að gefa börnunum tækifæri til að velja og efla þar með ástríðu þeirra og þar með vellíðan? Hermundur Sigmundsson, prófessor Háskóla Íslands og Norska tækni – og vísindaháskólanumSvava Þ. Hjaltalín, sérkennari og verkefnastjóri Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar, Háskóla Íslands
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar