Eflum ástríðu hjá börnum Hermundur Sigmundsson og Svava Þ. Hjaltalín skrifa 24. október 2023 10:31 Áskoranir: Talið er að yfir eitt þúsund börn glími við svokallaða skólaforðun hér á landi, sem þýðir að þau treysta sér ekki til að mæta í skólann. Þau voru sláandi orð 21 árs Jóhönnu Birtu Bjartmarsdóttur á ráðstefnu Barna- og unglingageðdeildar í janúar á þessu ári en þar sagði hún að ekki væri rétt að tala um skólaforðun, heldur ætti að tala um skólakerfi sem bregðist börnum. Er rétt að staldra við og skoða hvort það geti átt við í einhverjum tilfellum? Mikil aukning er í lyfjanotkun, bæði meðal drengja (ADHD lyf) og stúlkna, (kvíðastillandi lyf). Þær rannsóknir sem sýna að fleiri einstaklingar fæddir seint á árinu greinast með ADHD eru mjög merkilegar. Það eru líka þær rannsóknir sem segja að drengur, fæddur seint á árinu með einstætt foreldri, glími hugsanlega við stórar áskoranir. Er rétt að staldra við og skoða hvað þetta getur þýtt? Er ekki einn möguleikinn sá að kerfið nær ekki einhverra hluta vegna að gefa þessum börnum réttar áskoranir. Þau fá of stórar áskoranir sem þau ekki ráða við. Er skólinn að bregðast börnunum? Vísindi: hinn framúrskarandi fræðimaður Csikszentmihalyi leggur mikla áherslu á ‘autonomi’ sem má þýða sem að velja sjálfur. Þegar einstaklingar fá að velja sjálfir hvað þeir vilja gera fara þeir inn í verkefnið með meiri ánægju sem gefur þeim aukna vellíðan. Möguleikar á að komast í flæði aukast sem gerir það að verkum að meiri líkur eru á að nám eiga sér stað. Með vali aukum við líkurnar á ástríðu sem veldur aukinni þrautseigju og gróskuhugarfari. Dópamín hormónið sem oft er kallað ánægju hormónið hefur líka áhrif. Ef við lítum á kynjamun í þessum efnum þá sýna rannsóknir að drengir/menn hafa meiri dópamín virkni við ‘selfish’ aðferð (eigingjarna aðferð sem einblínir á þá og það sem þeir vilja gera) en stúlkur/konur við meiri ‘prosocial’ aðferð (félagslega hegðun sem er jákvæð, uppbyggjandi og hjálpleg). Rannsóknir hafa einnig sýnt að söngur, tónlist og dans er jákvæður fyrir vellíðan. Er rétt að staldra við og hugleiða hvað skólinn getur gert til að styðja við og auka vellíðan barna? Möguleikar: Til eru þeir einstaklingar sem hafa lítinn sem engan áhuga á því almenna námi sem grunn- og framhaldsskólinn býður. Þegar þessir einstaklingar fara í háskóla velja þeir eftir sínu áhugasviði og fá tækifæri til að blómstra. Þar eru þeir að vinna með þætti sem tengjast þeirra ástríðu. Svo eru það vissulega þeir einstaklingar sem finna sitt áhugasvið í framhaldsskóla á brautum sem tengjast iðngreinum eða brautum sem tengjast ákveðnum fræðasviðum eins og félagsfræðabraut, málabraut og náttúrufræðibraut. Kveikjum neistann hugmyndafræðin, sem nú hefur hafið sitt þriðja ár í Grunnskóla Vestmannaeyja leggur meðal annars áherslu á að bæta líðan barnanna. Þar eru strax í 1. bekk fjórir ástríðutímar á viku. Börnin velja sjálf úr ákveðnum möguleikum þau viðfangsefni sem þau vilja sinna hvern dag. Lagt er upp með að ástríðutíminn sé í lok dags svo börnin hafi til hans að hlakka. Það sem nemendur geta valið í upphafi skóladags, fyrir ástríðutímann, er meðal annars: tónmennt, myndmennt, smíðar, handmennt og heimilisfræði. Möguleikarnir eru margir og um að gera að nýta mannauðinn í skólanum en í fólkinu leynist fjársjóður. Á föstudögum hafa nemendur hins vegar endað skóladaginn með söng og dans. Þetta hefur gefið mjög góða raun og fara nemendur glaðir og sáttir heim. Ástríðutímarnir gefast vel, börnin njóta og nú hafa þeir einnig verið innleiddir í 5.og 6. bekk þótt þeir tilheyri ekki sjálfu verkefninu. Eigum við ekki að gefa börnunum tækifæri til að velja og efla þar með ástríðu þeirra og þar með vellíðan? Hermundur Sigmundsson, prófessor Háskóla Íslands og Norska tækni – og vísindaháskólanumSvava Þ. Hjaltalín, sérkennari og verkefnastjóri Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar, Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hermundur Sigmundsson Svava Þ. Hjaltalín Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Áskoranir: Talið er að yfir eitt þúsund börn glími við svokallaða skólaforðun hér á landi, sem þýðir að þau treysta sér ekki til að mæta í skólann. Þau voru sláandi orð 21 árs Jóhönnu Birtu Bjartmarsdóttur á ráðstefnu Barna- og unglingageðdeildar í janúar á þessu ári en þar sagði hún að ekki væri rétt að tala um skólaforðun, heldur ætti að tala um skólakerfi sem bregðist börnum. Er rétt að staldra við og skoða hvort það geti átt við í einhverjum tilfellum? Mikil aukning er í lyfjanotkun, bæði meðal drengja (ADHD lyf) og stúlkna, (kvíðastillandi lyf). Þær rannsóknir sem sýna að fleiri einstaklingar fæddir seint á árinu greinast með ADHD eru mjög merkilegar. Það eru líka þær rannsóknir sem segja að drengur, fæddur seint á árinu með einstætt foreldri, glími hugsanlega við stórar áskoranir. Er rétt að staldra við og skoða hvað þetta getur þýtt? Er ekki einn möguleikinn sá að kerfið nær ekki einhverra hluta vegna að gefa þessum börnum réttar áskoranir. Þau fá of stórar áskoranir sem þau ekki ráða við. Er skólinn að bregðast börnunum? Vísindi: hinn framúrskarandi fræðimaður Csikszentmihalyi leggur mikla áherslu á ‘autonomi’ sem má þýða sem að velja sjálfur. Þegar einstaklingar fá að velja sjálfir hvað þeir vilja gera fara þeir inn í verkefnið með meiri ánægju sem gefur þeim aukna vellíðan. Möguleikar á að komast í flæði aukast sem gerir það að verkum að meiri líkur eru á að nám eiga sér stað. Með vali aukum við líkurnar á ástríðu sem veldur aukinni þrautseigju og gróskuhugarfari. Dópamín hormónið sem oft er kallað ánægju hormónið hefur líka áhrif. Ef við lítum á kynjamun í þessum efnum þá sýna rannsóknir að drengir/menn hafa meiri dópamín virkni við ‘selfish’ aðferð (eigingjarna aðferð sem einblínir á þá og það sem þeir vilja gera) en stúlkur/konur við meiri ‘prosocial’ aðferð (félagslega hegðun sem er jákvæð, uppbyggjandi og hjálpleg). Rannsóknir hafa einnig sýnt að söngur, tónlist og dans er jákvæður fyrir vellíðan. Er rétt að staldra við og hugleiða hvað skólinn getur gert til að styðja við og auka vellíðan barna? Möguleikar: Til eru þeir einstaklingar sem hafa lítinn sem engan áhuga á því almenna námi sem grunn- og framhaldsskólinn býður. Þegar þessir einstaklingar fara í háskóla velja þeir eftir sínu áhugasviði og fá tækifæri til að blómstra. Þar eru þeir að vinna með þætti sem tengjast þeirra ástríðu. Svo eru það vissulega þeir einstaklingar sem finna sitt áhugasvið í framhaldsskóla á brautum sem tengjast iðngreinum eða brautum sem tengjast ákveðnum fræðasviðum eins og félagsfræðabraut, málabraut og náttúrufræðibraut. Kveikjum neistann hugmyndafræðin, sem nú hefur hafið sitt þriðja ár í Grunnskóla Vestmannaeyja leggur meðal annars áherslu á að bæta líðan barnanna. Þar eru strax í 1. bekk fjórir ástríðutímar á viku. Börnin velja sjálf úr ákveðnum möguleikum þau viðfangsefni sem þau vilja sinna hvern dag. Lagt er upp með að ástríðutíminn sé í lok dags svo börnin hafi til hans að hlakka. Það sem nemendur geta valið í upphafi skóladags, fyrir ástríðutímann, er meðal annars: tónmennt, myndmennt, smíðar, handmennt og heimilisfræði. Möguleikarnir eru margir og um að gera að nýta mannauðinn í skólanum en í fólkinu leynist fjársjóður. Á föstudögum hafa nemendur hins vegar endað skóladaginn með söng og dans. Þetta hefur gefið mjög góða raun og fara nemendur glaðir og sáttir heim. Ástríðutímarnir gefast vel, börnin njóta og nú hafa þeir einnig verið innleiddir í 5.og 6. bekk þótt þeir tilheyri ekki sjálfu verkefninu. Eigum við ekki að gefa börnunum tækifæri til að velja og efla þar með ástríðu þeirra og þar með vellíðan? Hermundur Sigmundsson, prófessor Háskóla Íslands og Norska tækni – og vísindaháskólanumSvava Þ. Hjaltalín, sérkennari og verkefnastjóri Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar, Háskóla Íslands
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun