Ólöglærður rekur dómsmál, réttlæti hins sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 25. október 2023 12:31 Leyfilegt er hér á landi að ólöglærður reki eigið dómsmál sjálfur. Nú virðist Alþingi hafa tekið þá stefnu að banna það alfarið. Eða hvað? Að minnsta kosti er búið að fara hálfa leið í þá átt. Mér hefur heyrst að það eigi sér talsmenn innan dómskerfisins. Til skamms tíma gat hinn ólöglærði leitað til dómara til þess að tína til lög sem fjölluðu um málið og gætu legið til grundvallar málstaðar hans. Að hafa það rétt er forsenda mjög margs í réttarfarinu. Mál verður trauðlega unnið án þess. Nú er búið að fella þetta úr lögum. Það þýðir að hinn ólöglærði verður að snúa sér til einhvers lögfróðs aðila sem er vel kunnugur þeim lögum sem málið snýst um og kaupa vinnuna af honum. Eftir stendur lagagrein um að dómari upplýsi hinn ólögfróða um formhlið máls ef honum virðist það nauðsynlegt. Átt er við reglur og venjur í því sem fram fer í dómsmáli í allra víðtækasta skilningi en vitaskuld ekki ráðgjöf í því hvernig best væri að haga því. Reyndar sýnist mér að einhverjir dómarar túlki umrædda lagagrein þannig að þeir þurfi ekkert að gera það nema þeim sjálfum sýnist svo. Væri vafi á því að dómari upplýsti hinn ólöglærða nægilega vel gat það áður verið ástæða til málskots til efra dómstigs. Eftir lagabreytinguna sýnist mér það undirorpið vafa svo ekki sé meira sagt. Er þetta ef til vill áfangi í því að banna alfarið að ólöglærðir geti rekið dómsmál? Bara eigi eftir að reka endahnútinn á það. Rétt er að benda á að það er leyft í ýmsum ríkjum Evrópu og Bandaríkjanna. Mér hefur borist til eyrna að á alþjóðlegri ráðstefnu dómara einhvers staðar í Evrópu hafi einn fyrirlestravettvangurinn (nokkrir fyrirlestrar af svipuðum toga) snúist um hvernig dómarar þyrftu að haga sér gagnvart ólöglærðum sem flyttu mál sitt sjálfir. Þeir fjórir dómarar sem dæmdu í ýmsum þáttum máls í undirrétti í dómsmáli sem ég lenti í lögðu allir á það áherslu í lok hvers þinghalds að mætti ég ekki í því næsta eða of seint gæti svo farið að málinu yrði vísað frá. Ég túlkaði þetta þannig að þar með væri ég beittur hótunum vegna þess að ég væri ólöglærður. Ég vissi að auðvitað gat það af einhverjum ástæðum komið fyrir lögmenn án þessara eftirmála. Tveir dómarar í héraði sýndu enga aðra tilburði í þá átt að upplýsa mig frekar um eitt eða neitt. Þar með virtust þeir telja að þeir hefðu með þessum hótunum uppfyllt skilyrðið um form. Tveir dómarar sýndu á hinn bóginn tilhneigingu í þá átt. Það bókstaflega hlýtur að eiga að vera skylda hvers dómara að upplýsa hinn ólöglærða um allt sem rúmast getur í orðinu form í því skyni að reyna að minnsta kosti að gæta jafnræðis. Mér fannst einn dómari í héraði gera í því að afvegaleiða mig. Hann upplýsti mig til dæmis ekki um takmörkun á ræðutíma. Það fannst mér hann síðan nota til þess að klekkja á mér á þann hátt að hann stöðvaði málflutning minn í svokallaðri aðalmeðferð þegar ég var að fara yfir tímann sem ég hafði fyrirfram talið líklegan og neyddi mig til þess að skera niður hluta af honum. Mér fannst hann þó áður hafa hvatt mig til þess að bæta við hann þeim atriðum sem ég hafði þá nýlokið við að taka fyrir í málflutningnum. Í Hæstarétti fannst mér ég mæta mikilli neikvæðni, eiginlega í niðurbrotsstíl. Til dæmis fékk ég fyrst leyfi fyrir skriflegum málflutningi sem síðan var aftur-kallað eftir að ég hafði undirbúið hann. Það er hins vegar efni í aðra grein sem ég vonast til að geta birt fljótlega hér á Vísi. Ég tel það sjálfsagt að þeir sem það vilji geti flutt mál sitt sjálfir. Ég býst við að það muni einhverjir félitlir vilja gera. Það á að heita að leyfilegt sé að flytja mál sitt sjálfur með einni setningu í lögunum. Hvorki eru til neinar leiðbeiningar á mannamáli um það hvernig eigi að standa að rekstri máls né hvað þurfi að varast. Ég veit ekki betur en að almenna reglan hér á landi sé að borgurunum sé heimilt að bjarga sér sjálfir svo framarlega sem þeir halda sig innan reglna þjóðfélagsins, ekki síst öryggisreglna þannig að lágmarkshætta sé á því að þeir skaði sig eða aðra. Ég hef heyrt að ástæðan fyrir því að dregið hafi verið úr stuðningi við þá sem flytja mál sitt sjálfir sé áherslan á jafnræði í dómskerfinu. Hvaða jafnræði er átt við og er það raunverulega til staðar? Eins og lesa má um í nýlegri bók minni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi, stendur hinn ólöglærði höllum fæti á mörgum sviðum. Reyndar gildir það almenning yfirleitt. Þar grasserar að mínu áliti réttlæti hins sterka. Þá er eftir að spyrja: Hvers vegna virðist dómskerfið vera á móti því að ólöglærðir geti flutt mál sitt sjálfir? Fyrir því geta svo sem verið ýmsar ástæður. Hætt er við því að minnsta kosti ein þeirra sé að dómskerfið þoli ekki innri skoðun venjulegra borgara hvað þá þeirra sem hafa háskólapróf í skipulags- og rekstrarfræðum en varðandi rekstur dómsmáls virðist mér þau bæði hundsuð í dómskerfinu og í lagasetningum Alþingis. Um það má til dæmis fræðast nánar í greinum mínum sem þegar hafa verið ritaðar um dómsmál hér á Vísi, merkt Réttlæti hins sterka. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Leyfilegt er hér á landi að ólöglærður reki eigið dómsmál sjálfur. Nú virðist Alþingi hafa tekið þá stefnu að banna það alfarið. Eða hvað? Að minnsta kosti er búið að fara hálfa leið í þá átt. Mér hefur heyrst að það eigi sér talsmenn innan dómskerfisins. Til skamms tíma gat hinn ólöglærði leitað til dómara til þess að tína til lög sem fjölluðu um málið og gætu legið til grundvallar málstaðar hans. Að hafa það rétt er forsenda mjög margs í réttarfarinu. Mál verður trauðlega unnið án þess. Nú er búið að fella þetta úr lögum. Það þýðir að hinn ólöglærði verður að snúa sér til einhvers lögfróðs aðila sem er vel kunnugur þeim lögum sem málið snýst um og kaupa vinnuna af honum. Eftir stendur lagagrein um að dómari upplýsi hinn ólögfróða um formhlið máls ef honum virðist það nauðsynlegt. Átt er við reglur og venjur í því sem fram fer í dómsmáli í allra víðtækasta skilningi en vitaskuld ekki ráðgjöf í því hvernig best væri að haga því. Reyndar sýnist mér að einhverjir dómarar túlki umrædda lagagrein þannig að þeir þurfi ekkert að gera það nema þeim sjálfum sýnist svo. Væri vafi á því að dómari upplýsti hinn ólöglærða nægilega vel gat það áður verið ástæða til málskots til efra dómstigs. Eftir lagabreytinguna sýnist mér það undirorpið vafa svo ekki sé meira sagt. Er þetta ef til vill áfangi í því að banna alfarið að ólöglærðir geti rekið dómsmál? Bara eigi eftir að reka endahnútinn á það. Rétt er að benda á að það er leyft í ýmsum ríkjum Evrópu og Bandaríkjanna. Mér hefur borist til eyrna að á alþjóðlegri ráðstefnu dómara einhvers staðar í Evrópu hafi einn fyrirlestravettvangurinn (nokkrir fyrirlestrar af svipuðum toga) snúist um hvernig dómarar þyrftu að haga sér gagnvart ólöglærðum sem flyttu mál sitt sjálfir. Þeir fjórir dómarar sem dæmdu í ýmsum þáttum máls í undirrétti í dómsmáli sem ég lenti í lögðu allir á það áherslu í lok hvers þinghalds að mætti ég ekki í því næsta eða of seint gæti svo farið að málinu yrði vísað frá. Ég túlkaði þetta þannig að þar með væri ég beittur hótunum vegna þess að ég væri ólöglærður. Ég vissi að auðvitað gat það af einhverjum ástæðum komið fyrir lögmenn án þessara eftirmála. Tveir dómarar í héraði sýndu enga aðra tilburði í þá átt að upplýsa mig frekar um eitt eða neitt. Þar með virtust þeir telja að þeir hefðu með þessum hótunum uppfyllt skilyrðið um form. Tveir dómarar sýndu á hinn bóginn tilhneigingu í þá átt. Það bókstaflega hlýtur að eiga að vera skylda hvers dómara að upplýsa hinn ólöglærða um allt sem rúmast getur í orðinu form í því skyni að reyna að minnsta kosti að gæta jafnræðis. Mér fannst einn dómari í héraði gera í því að afvegaleiða mig. Hann upplýsti mig til dæmis ekki um takmörkun á ræðutíma. Það fannst mér hann síðan nota til þess að klekkja á mér á þann hátt að hann stöðvaði málflutning minn í svokallaðri aðalmeðferð þegar ég var að fara yfir tímann sem ég hafði fyrirfram talið líklegan og neyddi mig til þess að skera niður hluta af honum. Mér fannst hann þó áður hafa hvatt mig til þess að bæta við hann þeim atriðum sem ég hafði þá nýlokið við að taka fyrir í málflutningnum. Í Hæstarétti fannst mér ég mæta mikilli neikvæðni, eiginlega í niðurbrotsstíl. Til dæmis fékk ég fyrst leyfi fyrir skriflegum málflutningi sem síðan var aftur-kallað eftir að ég hafði undirbúið hann. Það er hins vegar efni í aðra grein sem ég vonast til að geta birt fljótlega hér á Vísi. Ég tel það sjálfsagt að þeir sem það vilji geti flutt mál sitt sjálfir. Ég býst við að það muni einhverjir félitlir vilja gera. Það á að heita að leyfilegt sé að flytja mál sitt sjálfur með einni setningu í lögunum. Hvorki eru til neinar leiðbeiningar á mannamáli um það hvernig eigi að standa að rekstri máls né hvað þurfi að varast. Ég veit ekki betur en að almenna reglan hér á landi sé að borgurunum sé heimilt að bjarga sér sjálfir svo framarlega sem þeir halda sig innan reglna þjóðfélagsins, ekki síst öryggisreglna þannig að lágmarkshætta sé á því að þeir skaði sig eða aðra. Ég hef heyrt að ástæðan fyrir því að dregið hafi verið úr stuðningi við þá sem flytja mál sitt sjálfir sé áherslan á jafnræði í dómskerfinu. Hvaða jafnræði er átt við og er það raunverulega til staðar? Eins og lesa má um í nýlegri bók minni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi, stendur hinn ólöglærði höllum fæti á mörgum sviðum. Reyndar gildir það almenning yfirleitt. Þar grasserar að mínu áliti réttlæti hins sterka. Þá er eftir að spyrja: Hvers vegna virðist dómskerfið vera á móti því að ólöglærðir geti flutt mál sitt sjálfir? Fyrir því geta svo sem verið ýmsar ástæður. Hætt er við því að minnsta kosti ein þeirra sé að dómskerfið þoli ekki innri skoðun venjulegra borgara hvað þá þeirra sem hafa háskólapróf í skipulags- og rekstrarfræðum en varðandi rekstur dómsmáls virðist mér þau bæði hundsuð í dómskerfinu og í lagasetningum Alþingis. Um það má til dæmis fræðast nánar í greinum mínum sem þegar hafa verið ritaðar um dómsmál hér á Vísi, merkt Réttlæti hins sterka. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun