Styttum skuldahala stúdenta Gísli Rafn Ólafsson og Lenya Rún Taha Karim skrifa 25. október 2023 13:31 Slagorð eins og „mennt er máttur“ og „fjárfestum í framtíðinni“ heyrast oft þegar talað er um mikilvægi þess að ungt fólk mennti sig. Mikilvægið og þessi fögru slagorð virðast hins vegar auðveldlega gleymast þegar kemur að því að gera hinum almenna námsmanni kleift að stunda nám. Embætti umboðsmanns skuldara miðar við að lágmarksframfærsla einstaklings á mánuði, án húsaleigu sé 214.815 krónur á mánuði. Til samanburðar gerir Menntasjóður ráð fyrir að námsmenn geti lifað á aðeins 137.100 krónum á mánuði. Ekki batnar það þegar húsnæðisliðurinn er tekinn inn. Miðað við fullt nám þá fær námsmaður í leiguhúsnæði 97.853 krónur aukalega á mánuði í húsnæðislán. Það dugar hins vegar engan vegin fyrir húsnæðiskostnaði, jafnvel þegar þú ert eitt af þeim heppnu sem fá inni á Stúdentagarða, sem íbúðir kosta 115-141 þúsund á mánuði í einstaklingsherbergjum. Hvað þá ef viðkomandi nemandi þarf að leita á hinn almenna leigumarkað. Kerfið gengur ekki upp Þetta þýðir það að flestir nemendur þurfa að vinna með námi. Mikilvægt er að átta sig á því að allar tölur hér að ofan miðast við 9 mánuði á ári og því reiknað með að nemendur vinni á sumrin. Ef þau vinna á kassa í Bónus, þá eru meðallaun þeirra um 567 þúsund á mánuði skv. Kjarakönnun VR frá því í febrúar 2023. Slík laun, í þrjá mánuði, eru hins vegar 79.000 krónum hærra en það frítekjumark sem Menntasjóður skilgreinir sem viðmið fyrir þetta ár. Það þýðir að 45% af þessum 79.000 krónum eða 3.950 krónur dragast frá framfærsluláninu á hverjum mánuði hina níu mánuðina. Það þýðir einnig að 45% af öllum tekjum sem nemendur afla sér á veturna leiða af sér jafnháa upphæð í frádrátt af framfærsluláninu. Gefum okkur að nemandi vinni 50% á kassa með náminu yfir veturinn og fái þar með 283.500 í laun fyrir skatta á mánuði. Þar með skerðist framfærslulánið um 131.524 krónur á mánuði sem þýðir að nemandi situr eftir með framfærslulán upp á 18.382 krónur á mánuði. Það er því öllum ljóst að þetta kerfi gengur aldrei upp til þess að nemendur geti einbeitt sér að námi eða lifað mannsæmandi lífi. Sem betur fer er í augnablikinu lítið atvinnuleysi á Íslandi og því atvinnutækifæri námsmanna mikil, en ef slíkt breytist þá ávinna í dag nemendur sér ekki rétt til atvinnuleysisbóta, þrátt fyrir að þeir borgi í atvinnuleysistryggingasjóð. Skammsýn viðhorf Jafnt og þétt þurfum við síðan að auka hlutfall styrkja í kerfinu og draga úr því að fólk sitji uppi með lán sem borga þarf af í áratugi. Einhver skynsamlegasta fjárfesting sem stjórnvöld geta ráðist í er að stytta skuldahalann sem stúdentar taka með sér út í lífið að námi loknum. Það væri alvöru fjárfesting í fólki og framtíðinni. Við þurfum að gera stúdentum kleift að koma undir sig fótunum, kaupa sína fyrstu íbúð eða fara erlendis í frekara nám, þrátt fyrir að hafa tekið þá skynsömu ákvörðun að fara í háskóla eða annað framhaldsnám. Þetta viðhorf að stúdentar þurfi að þjást með námi, að stúdentar þurfi að vinna fullt starf á sumrin þannig að þau geti sloppið með að vinna bara smávegis með fullu námi á veturna, er skammsýnt viðhorf. Stúdentar eiga að hafa svigrúmið til að geta einbeitt sér að náminu og taka þátt í háskólasamfélaginu. Háskólanám er nefnilega ekki bara bókalestur og verkefnaskil. Það er samfélag sem á sér fáa líka. Að verja tíma með fólki með mismunandi áhugasvið, úr mismunandi deildum háskólanna og kasta á milli sín hugmyndum er ávísun á frjóa hugsun og nýsköpun - sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins hafa sprottið upp úr. Það eru því ekki bara stúdentar sem fara á mis við margt ef þeir geta ekki tekið þátt í háskólasamfélaginu, heldur Ísland allt. Tímarnir hafa breyst, aðstæður hafa breyst, námskráin hefur breyst og framtíðin krefst breytinga. Menntasjóðskerfið þarf að breytast með. Höfundar eru þingmaður og varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Lenya Rún Taha Karim Píratar Hagsmunir stúdenta Námslán Alþingi Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Slagorð eins og „mennt er máttur“ og „fjárfestum í framtíðinni“ heyrast oft þegar talað er um mikilvægi þess að ungt fólk mennti sig. Mikilvægið og þessi fögru slagorð virðast hins vegar auðveldlega gleymast þegar kemur að því að gera hinum almenna námsmanni kleift að stunda nám. Embætti umboðsmanns skuldara miðar við að lágmarksframfærsla einstaklings á mánuði, án húsaleigu sé 214.815 krónur á mánuði. Til samanburðar gerir Menntasjóður ráð fyrir að námsmenn geti lifað á aðeins 137.100 krónum á mánuði. Ekki batnar það þegar húsnæðisliðurinn er tekinn inn. Miðað við fullt nám þá fær námsmaður í leiguhúsnæði 97.853 krónur aukalega á mánuði í húsnæðislán. Það dugar hins vegar engan vegin fyrir húsnæðiskostnaði, jafnvel þegar þú ert eitt af þeim heppnu sem fá inni á Stúdentagarða, sem íbúðir kosta 115-141 þúsund á mánuði í einstaklingsherbergjum. Hvað þá ef viðkomandi nemandi þarf að leita á hinn almenna leigumarkað. Kerfið gengur ekki upp Þetta þýðir það að flestir nemendur þurfa að vinna með námi. Mikilvægt er að átta sig á því að allar tölur hér að ofan miðast við 9 mánuði á ári og því reiknað með að nemendur vinni á sumrin. Ef þau vinna á kassa í Bónus, þá eru meðallaun þeirra um 567 þúsund á mánuði skv. Kjarakönnun VR frá því í febrúar 2023. Slík laun, í þrjá mánuði, eru hins vegar 79.000 krónum hærra en það frítekjumark sem Menntasjóður skilgreinir sem viðmið fyrir þetta ár. Það þýðir að 45% af þessum 79.000 krónum eða 3.950 krónur dragast frá framfærsluláninu á hverjum mánuði hina níu mánuðina. Það þýðir einnig að 45% af öllum tekjum sem nemendur afla sér á veturna leiða af sér jafnháa upphæð í frádrátt af framfærsluláninu. Gefum okkur að nemandi vinni 50% á kassa með náminu yfir veturinn og fái þar með 283.500 í laun fyrir skatta á mánuði. Þar með skerðist framfærslulánið um 131.524 krónur á mánuði sem þýðir að nemandi situr eftir með framfærslulán upp á 18.382 krónur á mánuði. Það er því öllum ljóst að þetta kerfi gengur aldrei upp til þess að nemendur geti einbeitt sér að námi eða lifað mannsæmandi lífi. Sem betur fer er í augnablikinu lítið atvinnuleysi á Íslandi og því atvinnutækifæri námsmanna mikil, en ef slíkt breytist þá ávinna í dag nemendur sér ekki rétt til atvinnuleysisbóta, þrátt fyrir að þeir borgi í atvinnuleysistryggingasjóð. Skammsýn viðhorf Jafnt og þétt þurfum við síðan að auka hlutfall styrkja í kerfinu og draga úr því að fólk sitji uppi með lán sem borga þarf af í áratugi. Einhver skynsamlegasta fjárfesting sem stjórnvöld geta ráðist í er að stytta skuldahalann sem stúdentar taka með sér út í lífið að námi loknum. Það væri alvöru fjárfesting í fólki og framtíðinni. Við þurfum að gera stúdentum kleift að koma undir sig fótunum, kaupa sína fyrstu íbúð eða fara erlendis í frekara nám, þrátt fyrir að hafa tekið þá skynsömu ákvörðun að fara í háskóla eða annað framhaldsnám. Þetta viðhorf að stúdentar þurfi að þjást með námi, að stúdentar þurfi að vinna fullt starf á sumrin þannig að þau geti sloppið með að vinna bara smávegis með fullu námi á veturna, er skammsýnt viðhorf. Stúdentar eiga að hafa svigrúmið til að geta einbeitt sér að náminu og taka þátt í háskólasamfélaginu. Háskólanám er nefnilega ekki bara bókalestur og verkefnaskil. Það er samfélag sem á sér fáa líka. Að verja tíma með fólki með mismunandi áhugasvið, úr mismunandi deildum háskólanna og kasta á milli sín hugmyndum er ávísun á frjóa hugsun og nýsköpun - sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins hafa sprottið upp úr. Það eru því ekki bara stúdentar sem fara á mis við margt ef þeir geta ekki tekið þátt í háskólasamfélaginu, heldur Ísland allt. Tímarnir hafa breyst, aðstæður hafa breyst, námskráin hefur breyst og framtíðin krefst breytinga. Menntasjóðskerfið þarf að breytast með. Höfundar eru þingmaður og varaþingmaður Pírata.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun