Ekki aðeins „æskulýðsandi á bak við ást séra Friðriks á drengjum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2023 11:31 Styttan af séra Friðrik og ungum dreng við Lækjargötu í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Lektor í íslenskum bókmenntum segir lengi hafa verið vitað að það var eitthvað meira en bara æskulýðsandi á bak við ást séra Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, á drengjum. Von er á yfirlýsingu frá KFUM vegna málsins. Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik að sá síðarnefndi hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsi fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Guðmundur segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. Guðmundur sagði ómögulegt að fullyrða um hvort séra Friðrik hefði misnotað unga drengi. Ein frásögn í bókinni, sem hafi komið óvænt til hans, ýti undir það. Það sé frásögn manns á áttræðisaldri sem var í KFUM sem ungur drengur. Hann lýsi því að hafa verið tekinn og leiddur út af samkomu í KFUM og á fund Friðriks. Hann hafi verið skilinn einn eftir inni í stofu með Friðriki sem hóf svo að kjassa hann og káfar á honum á ósæmilegan hátt. Guðmundur segir að manninum hafi verið brugðið og að atvikið hafi setið í honum alla ævi. Hann hafi leitað til Stígamóta árið 2018 þegar afmælis Friðriks var minnst og svo síðar ákveðið að segja Guðmundi frá þessu. Guðmundur segir að það megi velta því fyrir sér hvort að Friðrik hafi verið með elliglöp á þessum tíma og ekki verið sjálfrátt. En að það sem mæli á móti því er að á sama tíma fór hann í viðtöl og þar virtist í lagi við hann. Alltaf þótt styttan óþægileg Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum vegna orða Guðmundar og þess sem fram kemur í bókinni sem kemur út í dag. „Þetta kemur ekki á óvart. Ég held að allir hafi í rauninni vitað þetta mjög lengi. Mér hefur ævinlega þótt mjög óþægilegt að á styttu af séra Friðrik hér fyrir framan Bernhöftstorfuna sé hann einmitt að fara höndum um dreng,“ segir Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður. Hann vísar til styttunnar af séra Friðrik í Lækjargötu á myndinni efst í fréttinni. Illugi Jökulsson er meðal þeirra sem segir lengi hafa verið rætt um séra Friðrik og ungu drengina.Vísir/Vilhelm Egill Helgason stýrði Kilju gærkvöldsins. „Ég var alinn upp við það á æskuheimili mínu að séra Friðrik væri nánast helgur maður. Þannig að lestur bókar Guðmundar Magnússonar og viðtalið tók á mig. En ég sé ekki betur en að bókarhöfundur hafi nálgast viðfangsefnið af heiðarleika. Vissulega vandmeðfarið eins og hann segir.“ Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur og fyrsti varaforseti kirkjuþings, segir viðtalið við Guðmund hafa verið sjokkerandi. „En Guðmundur virtist bæði einlægur og faglegur í sinni vinnu. Það er líka ábyrgðarhluti að ýta slíkum frásögnum til hliðar.“ Allir hafi sinn djöful að draga Guðrún Jónsdóttir, blaðamaður á Skessuhorni, segir viðtalið hafa verið áhrifaríkt og Guðmundur rætt málefnið af nærgætni. „Ég las sjálfsævisögu sr. Friðriks fyrir nokkrum árum og varð hugsi yfir lýsingum hans á ungum piltum. Ég velti þá vöngum yfir þessu, en fannst einhvern veginn líka að þetta hefði ekki gengið lengra en hvað hrifninguna varðaði. En já ég tók sérstaklega eftir þessu á nokkrum stöðum í bókinni.“ Séra Friðrik lést á sjöunda áratug síðustu aldar. Sumir velta því fyrir sér hvort eðlilegt sé að koma fram með upplýsingar sem þessar þegar fólk sé fallið frá og geti ekki svarað fyrir sig. Að neðan má sjá heimildarmyndina Sr. Friðrik Friðriksson - 7 staðreyndir! eftir Þorleif Einarsson. Sr. Friðrik Friðriksson - 7 staðreyndir! from Risamyndir ehf on Vimeo. Hörður Árnason gítarleikari er á meðal þeirra sem velta fyrir sér tímasetningu ásakana, þegar fólk sé fallið frá. „Það er ýmislegt sem gerist í huga mannsins, sérstaklega þegar árin færast yfir. Fyrir nokkrum árum upplýstu sálfræðingar og geðlæknar um það ástand mannshugans sem þeir kölluðu „falskar minningar“. En mín persónulega skoðun er sú að ásaka mann sem hefur verið látinn áratugum saman er gersamlega tilgangslaust og frekar aumingjalegt. Það hafa flestir lent í allskyns áföllum á langa ævi, andlegum og líkamlegum og stundum þarf að lifa með því og takast á við það. Allir hafa sinn djöful að draga,“ segir Hörður. „Eigum við ekki að trúa þolendum? Afhverju ætti áttræður maður að stíga fram með upplogna sögu um sr friðrik? Er ekki nokkuð líklegra að hann sé að segja satt?“ spyr Hallgrímur Helgason rithöfundur. Styttan hafi vakið sögur Ólafur Óskar Axelsson, arkitekt og stuðningsmaður Vals, segir umræðuna ekki nýja af nálinni. „Fleiri en einn hafa látið að þessu liggja í mín eyru í gegnum tíðina. Nú er þetta komið á prent og ekkert athugavert við það, ævisöguriturum ber að velta við hverjum steini.“ Helgi Ingólfsson, sagnfræðingur og rithöfundur, rifjar upp setningu í eigin bók. Andsælis á auðnuhjólinu sem kom út árið 1996. „Líkt og hjá séra Friðriki var dálæti hans á drengjum afbrigðilegt.“ Í Vatnaskóg flykkjast ungir drengir á hverju sumri, syngja söngva úr smiðju séra Friðriks og eignast minningar fyrir lífstíð. KFUM Einar Bergmundur, forstöðumaður hjá Lífspekifélaginu, segir þessa hlið séra Friðriks alltaf hafa vofað yfir umræðunni. „Styttan líka vakið sögur. Hvað elliglöp varðar getur verið dagamunur á þeim. En þess er líka að gæta að framkoma og mörk snertinga voru önnur á tíma Friðriks. Þá mynntust menn hressilega og tóku börn á kné sér. Svo nútímagleraugu geta séð hluti sem ekki sáust glöggt í þá tíð. En líka séð ofsjónum yfir einhverju sem ekkert var. Þetta er vandi – en hæpið selur.“ Þurfti að tóna sig niður við greinaskrif Ásta Kristín Benediktsdóttir lektor í íslenskum bókmenntum skrifaði fyrir rúmum áratug grein í menningartímaritið Spássíuna um skáldsöguna Sölva eftir séra Friðrik. Bókin kom út um miðjan síðustu öld. Ásta Kristín segir í færslu á Facebook að bókin, sem sé söguleg skáldsaga, fjalli mjög augljóslega um ástir karla og hómóerótík, allavega í augum þeirra nútímalesenda sem hafi augun opin fyrir slíku. Ásta Kristín Benediktsdóttir er lektor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands.Kristinn Ingvarsson „Við greinaskrifin þurfti ég að tóna mig allverulega niður þegar kom að Friðriki sjálfum, því jú, vissulega þarf grandvar bókmennafræðingur nútildags að gæta sín á því að draga ekki ályktanir um höfundinn sjálfan og ævi hans út frá skáldverki. Í þeim anda skrifaði ég í lok greinarinnar: „Þó skal tekið fram að ekkert bendir heldur til þess að Friðrik hafi átt í kynferðislegu sambandi við neinn af drengjunum sem hann starfaði með [í KFUM]. Kannski var séra Friðrik samkynhneigður, kannski ekki, og mögulega vissi hann ekki af því – en áhugi hans virðist í það minnsta hafa legið hjá körlum fremur en konum og það birtist afar skýrt í skáldsögunni um Sölva.““ Ásta Kristín útskýrir hvað hafi legið að baki þessum orðum. „Meðal okkar sem höfum skoðað íslenska hinsegin sögu hefur lengi verið „vitað“, í þeim takmarkaða skilningi sem við getum vitað nokkuð fyrir víst, að það var eitthvað meira en bara æskulýðsandi á bak við ást séra Friðriks á drengjum. Það skín í gegnum skrif hans, það heyrist á sögusögnum héðan og þaðan, það kallar á mann þegar maður horfir á styttuna af honum og drengnum við Lækjargötu í miðborg Reykjavíkur.“ Um sé að ræða viðkvæmt efni sem sé erfitt að nálgast. Friðrikskapella við Valsheimilið.vísir/vilhelm „Ekki síst af því að þarna mætast fyrirbærin barnagirnd og samkynja ástir — svið sem við teljum okkur geta aðskilið skýrt í dag en runnu að miklu leyti saman fyrir 100 árum síðan. Þarna er því í hugum margra mikilvægt að hafa vel rökstuddar heimildir áður en nokkuð er sagt — heimildir sem enginn í mínum kreðsum vissi af fyrir áratug síðan.“ Nú virðist þær hins vegar vera komnar að einhverju leyti fram í dagsljósið. „Ég er ekki búin að lesa bók Guðmundar Magnússonar um séra Friðrik og drengina hans en það mun ég gera fyrr en síðar. Það verður áhugavert að sjá hvernig samfélagið, sagnfræðingar, Reykjavíkurborg og ekki síst þjóðkirkjan, KFUM og Valur bregðast við þessum tíðindum. Er kannski kominn tími til að setja spurningamerki við þá botnlausu upphafningu sem þessi maður hefur fengið í heila öld?“ spyr Ásta Kristín. Ekki láta kappið bera fegurðina ofurliði eru einkunnarorð Valsmanna, höfð eftir stofnandanum séra Friðrik.vísir/vilhelm Þá hefur verið rifjaður upp texti Megasar, sem sjálfur hefur sætt ásökunum fyrir kynferðisbrot, við lagið Sortnar sentrúm þar sem hann fjallar um séra Friðrik. Perri í svörtum síðum frakka á sinni hefur girnd misst allt kontról lymskast um í leit að krakka lausn svo fái hið fláa tól eyðilegri er enginn staður en Austurstrætið kjöti firrt síra Friðrik saurinn graður æ situr með eitt niðurgirt Tómas Ingi Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu. Hann hefði ekki séð bókina. Von væri á yfirlýsingu frá félaginu síðar í dag. Að neðan má sjá umfjöllun um séra Friðrik af heimasíðu KFUM og KFUK. Séra Friðrik Sr. Friðrik Friðriksson fæddist þann 25. maí árið 1868 í Svarfaðardal á Norðurlandi. Við fæðingu var naflastrengurinn vafinn 3 hringi um höfuð Friðriks svo óttast var um líf hans. Ljósmóðirin skírði hann strax skemmri skírn og hann var látinn heita Friðrik í höfuðið á pabba sínum sem talinn var hafa látist á sjó skömmu áður. Seinna kom svo í ljós að pabbi hans hafði lent í hrakningum og hann skilaði sér heim heill á húfi stuttu eftir fæðingu sonar síns. Friðrik ólst upp á Norðurlandi en flutti oft á milli bæja með foreldrum sínum sem voru frekar fátækir. Strax í æsku hafði hann mikinn áhuga á bókum og var trúrækinn. Faðir Friðriks lést þegar hann var ungur og móðir hans var veik en þá var fjölskyldan leyst upp og Friðrik sendur í fóstur. Friðrik fór í Menntaskólann í Reykjavík sem þá var Latínuskólinn. Hann var ágætis námsmaður og tók virkan þátt í félagslífi skólans. Á miðjum skólaferlinum lenti Friðrik í ástarsorg og hann reyndi að sefa þá sorg með áfengisdrykkju og varð sífellt óánægðari með sjálfan sig. Hann ákvað því að fara með skipi til Færeyja og vildi helst bara deyja. En á skipinu kynntist hann manni sem leið álíka illa og honum og Friðrik fór í það hlutverk að reyna að hughreysta hann. Við það áttaði Friðrik sig á því að hann yrði að takast á við eigið líf. Þegar Friðrik kom til Færeyja fékk hann sér vinnu. Hann varð einnig fyrir trúarlegri reynslu sem fékk hann til að snúa aftur heim til Íslands og klára skólann. Eftir stúdentsprófið fór Friðrik svo til Danmerkur og kynntist starfi KFUM, þar hjálpaði hann drengjum sem bjuggu við erfiðar aðstæður. Starf Friðriks fréttist til Íslands og sendi skólastjóri prestaskólans í Reykjavík, Þórhallur, honum bréf þar sem hann bað hann að koma heim til Íslands og byrja KFUM starf. Friðriki þótti það ekki góð hugmynd að yfirgefa starfið í Danmörku sem gekk svo vel og fara út í óvissuna á Íslandi. Einnig efaðist Friðrik um að hann hefði þá hæfileika sem þyrfti til að byrja starfið í Reykjavík. Friðrik geymdi bréfið en stuttu síðar þegar hann skoðaði bréfið betur tók hann eftir því að það var akkúrat skrifað sama kvöld og hann hafði beðið Guð að leiðbeina sér um framtíð sína. Friðrik leit á þetta sem tákn frá Guði og fór skömmu síðar til Íslands. Þegar hann kom heim fór hann að læra í Prestaskólanum og undirbúa stofnun KFUM. KFUM stofnaði hann svo formlega 2. janúar 1899 og 29. apríl samar ár eftir að stelpurnar höfðu þrýst á hann stofnaði hann KFUK. Eftir þetta gaf Friðrik sig allan í starf KFUM og KFUK á Íslandi. Friðrik kom einnig að stofnun knattspyrnufélaganna Vals í Reykjavík og Hauka í Hafnarfirði. Einnig tók hann þátt í því að koma á fót bókasafni, kvöldskóla, bindindisfélagi, lúðrasveit og karlakór. Hann kom að stofnun skátafélags og síðast en ekki síst hófst sumarbúðastarf í Vatnaskógi fyrir hans tilstuðlan. En Friðrik hafði kynnst sumarbúðastarfi í Danmörku og því hvatti hann ungu mennina í KFUM á Íslandi til að byrja með samskonar starf. Sr. Friðrik var vel virtur maður á Íslandi, innan sem og utan KFUM. Hann var kjörinn heiðursdoktor í guðfræði, heiðursborgari Akraness og var sæmdur stórkrossi Fálkaorðunnar árið 1948 fyrir starf sitt í þágu æsku þessa lands. Friðrik var mikið skáld og orti allt sitt líf, og því er til mikið magn sálma, söngva og kvæða eftir hann. Friðrik lést í mars árið 1961 tæplega 93 ára gamall. Líf Friðriks hafði meiri og dýpri áhrif á íslenska menn og menningu á 20. öldinni, en flestra samferðamanna hans. Einkunnarorð Sr. Friðriks voru: Þér munuð með fögnuði vatni ausa úr lindum hjálpræðisins. (Jes 12:3) og uppáhalds biblíuversið hans var: Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. (Sálm 46:2) Mál séra Friðriks Friðrikssonar Bókmenntir Valur Haukar Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik að sá síðarnefndi hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsi fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Guðmundur segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. Guðmundur sagði ómögulegt að fullyrða um hvort séra Friðrik hefði misnotað unga drengi. Ein frásögn í bókinni, sem hafi komið óvænt til hans, ýti undir það. Það sé frásögn manns á áttræðisaldri sem var í KFUM sem ungur drengur. Hann lýsi því að hafa verið tekinn og leiddur út af samkomu í KFUM og á fund Friðriks. Hann hafi verið skilinn einn eftir inni í stofu með Friðriki sem hóf svo að kjassa hann og káfar á honum á ósæmilegan hátt. Guðmundur segir að manninum hafi verið brugðið og að atvikið hafi setið í honum alla ævi. Hann hafi leitað til Stígamóta árið 2018 þegar afmælis Friðriks var minnst og svo síðar ákveðið að segja Guðmundi frá þessu. Guðmundur segir að það megi velta því fyrir sér hvort að Friðrik hafi verið með elliglöp á þessum tíma og ekki verið sjálfrátt. En að það sem mæli á móti því er að á sama tíma fór hann í viðtöl og þar virtist í lagi við hann. Alltaf þótt styttan óþægileg Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum vegna orða Guðmundar og þess sem fram kemur í bókinni sem kemur út í dag. „Þetta kemur ekki á óvart. Ég held að allir hafi í rauninni vitað þetta mjög lengi. Mér hefur ævinlega þótt mjög óþægilegt að á styttu af séra Friðrik hér fyrir framan Bernhöftstorfuna sé hann einmitt að fara höndum um dreng,“ segir Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður. Hann vísar til styttunnar af séra Friðrik í Lækjargötu á myndinni efst í fréttinni. Illugi Jökulsson er meðal þeirra sem segir lengi hafa verið rætt um séra Friðrik og ungu drengina.Vísir/Vilhelm Egill Helgason stýrði Kilju gærkvöldsins. „Ég var alinn upp við það á æskuheimili mínu að séra Friðrik væri nánast helgur maður. Þannig að lestur bókar Guðmundar Magnússonar og viðtalið tók á mig. En ég sé ekki betur en að bókarhöfundur hafi nálgast viðfangsefnið af heiðarleika. Vissulega vandmeðfarið eins og hann segir.“ Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur og fyrsti varaforseti kirkjuþings, segir viðtalið við Guðmund hafa verið sjokkerandi. „En Guðmundur virtist bæði einlægur og faglegur í sinni vinnu. Það er líka ábyrgðarhluti að ýta slíkum frásögnum til hliðar.“ Allir hafi sinn djöful að draga Guðrún Jónsdóttir, blaðamaður á Skessuhorni, segir viðtalið hafa verið áhrifaríkt og Guðmundur rætt málefnið af nærgætni. „Ég las sjálfsævisögu sr. Friðriks fyrir nokkrum árum og varð hugsi yfir lýsingum hans á ungum piltum. Ég velti þá vöngum yfir þessu, en fannst einhvern veginn líka að þetta hefði ekki gengið lengra en hvað hrifninguna varðaði. En já ég tók sérstaklega eftir þessu á nokkrum stöðum í bókinni.“ Séra Friðrik lést á sjöunda áratug síðustu aldar. Sumir velta því fyrir sér hvort eðlilegt sé að koma fram með upplýsingar sem þessar þegar fólk sé fallið frá og geti ekki svarað fyrir sig. Að neðan má sjá heimildarmyndina Sr. Friðrik Friðriksson - 7 staðreyndir! eftir Þorleif Einarsson. Sr. Friðrik Friðriksson - 7 staðreyndir! from Risamyndir ehf on Vimeo. Hörður Árnason gítarleikari er á meðal þeirra sem velta fyrir sér tímasetningu ásakana, þegar fólk sé fallið frá. „Það er ýmislegt sem gerist í huga mannsins, sérstaklega þegar árin færast yfir. Fyrir nokkrum árum upplýstu sálfræðingar og geðlæknar um það ástand mannshugans sem þeir kölluðu „falskar minningar“. En mín persónulega skoðun er sú að ásaka mann sem hefur verið látinn áratugum saman er gersamlega tilgangslaust og frekar aumingjalegt. Það hafa flestir lent í allskyns áföllum á langa ævi, andlegum og líkamlegum og stundum þarf að lifa með því og takast á við það. Allir hafa sinn djöful að draga,“ segir Hörður. „Eigum við ekki að trúa þolendum? Afhverju ætti áttræður maður að stíga fram með upplogna sögu um sr friðrik? Er ekki nokkuð líklegra að hann sé að segja satt?“ spyr Hallgrímur Helgason rithöfundur. Styttan hafi vakið sögur Ólafur Óskar Axelsson, arkitekt og stuðningsmaður Vals, segir umræðuna ekki nýja af nálinni. „Fleiri en einn hafa látið að þessu liggja í mín eyru í gegnum tíðina. Nú er þetta komið á prent og ekkert athugavert við það, ævisöguriturum ber að velta við hverjum steini.“ Helgi Ingólfsson, sagnfræðingur og rithöfundur, rifjar upp setningu í eigin bók. Andsælis á auðnuhjólinu sem kom út árið 1996. „Líkt og hjá séra Friðriki var dálæti hans á drengjum afbrigðilegt.“ Í Vatnaskóg flykkjast ungir drengir á hverju sumri, syngja söngva úr smiðju séra Friðriks og eignast minningar fyrir lífstíð. KFUM Einar Bergmundur, forstöðumaður hjá Lífspekifélaginu, segir þessa hlið séra Friðriks alltaf hafa vofað yfir umræðunni. „Styttan líka vakið sögur. Hvað elliglöp varðar getur verið dagamunur á þeim. En þess er líka að gæta að framkoma og mörk snertinga voru önnur á tíma Friðriks. Þá mynntust menn hressilega og tóku börn á kné sér. Svo nútímagleraugu geta séð hluti sem ekki sáust glöggt í þá tíð. En líka séð ofsjónum yfir einhverju sem ekkert var. Þetta er vandi – en hæpið selur.“ Þurfti að tóna sig niður við greinaskrif Ásta Kristín Benediktsdóttir lektor í íslenskum bókmenntum skrifaði fyrir rúmum áratug grein í menningartímaritið Spássíuna um skáldsöguna Sölva eftir séra Friðrik. Bókin kom út um miðjan síðustu öld. Ásta Kristín segir í færslu á Facebook að bókin, sem sé söguleg skáldsaga, fjalli mjög augljóslega um ástir karla og hómóerótík, allavega í augum þeirra nútímalesenda sem hafi augun opin fyrir slíku. Ásta Kristín Benediktsdóttir er lektor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands.Kristinn Ingvarsson „Við greinaskrifin þurfti ég að tóna mig allverulega niður þegar kom að Friðriki sjálfum, því jú, vissulega þarf grandvar bókmennafræðingur nútildags að gæta sín á því að draga ekki ályktanir um höfundinn sjálfan og ævi hans út frá skáldverki. Í þeim anda skrifaði ég í lok greinarinnar: „Þó skal tekið fram að ekkert bendir heldur til þess að Friðrik hafi átt í kynferðislegu sambandi við neinn af drengjunum sem hann starfaði með [í KFUM]. Kannski var séra Friðrik samkynhneigður, kannski ekki, og mögulega vissi hann ekki af því – en áhugi hans virðist í það minnsta hafa legið hjá körlum fremur en konum og það birtist afar skýrt í skáldsögunni um Sölva.““ Ásta Kristín útskýrir hvað hafi legið að baki þessum orðum. „Meðal okkar sem höfum skoðað íslenska hinsegin sögu hefur lengi verið „vitað“, í þeim takmarkaða skilningi sem við getum vitað nokkuð fyrir víst, að það var eitthvað meira en bara æskulýðsandi á bak við ást séra Friðriks á drengjum. Það skín í gegnum skrif hans, það heyrist á sögusögnum héðan og þaðan, það kallar á mann þegar maður horfir á styttuna af honum og drengnum við Lækjargötu í miðborg Reykjavíkur.“ Um sé að ræða viðkvæmt efni sem sé erfitt að nálgast. Friðrikskapella við Valsheimilið.vísir/vilhelm „Ekki síst af því að þarna mætast fyrirbærin barnagirnd og samkynja ástir — svið sem við teljum okkur geta aðskilið skýrt í dag en runnu að miklu leyti saman fyrir 100 árum síðan. Þarna er því í hugum margra mikilvægt að hafa vel rökstuddar heimildir áður en nokkuð er sagt — heimildir sem enginn í mínum kreðsum vissi af fyrir áratug síðan.“ Nú virðist þær hins vegar vera komnar að einhverju leyti fram í dagsljósið. „Ég er ekki búin að lesa bók Guðmundar Magnússonar um séra Friðrik og drengina hans en það mun ég gera fyrr en síðar. Það verður áhugavert að sjá hvernig samfélagið, sagnfræðingar, Reykjavíkurborg og ekki síst þjóðkirkjan, KFUM og Valur bregðast við þessum tíðindum. Er kannski kominn tími til að setja spurningamerki við þá botnlausu upphafningu sem þessi maður hefur fengið í heila öld?“ spyr Ásta Kristín. Ekki láta kappið bera fegurðina ofurliði eru einkunnarorð Valsmanna, höfð eftir stofnandanum séra Friðrik.vísir/vilhelm Þá hefur verið rifjaður upp texti Megasar, sem sjálfur hefur sætt ásökunum fyrir kynferðisbrot, við lagið Sortnar sentrúm þar sem hann fjallar um séra Friðrik. Perri í svörtum síðum frakka á sinni hefur girnd misst allt kontról lymskast um í leit að krakka lausn svo fái hið fláa tól eyðilegri er enginn staður en Austurstrætið kjöti firrt síra Friðrik saurinn graður æ situr með eitt niðurgirt Tómas Ingi Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu. Hann hefði ekki séð bókina. Von væri á yfirlýsingu frá félaginu síðar í dag. Að neðan má sjá umfjöllun um séra Friðrik af heimasíðu KFUM og KFUK. Séra Friðrik Sr. Friðrik Friðriksson fæddist þann 25. maí árið 1868 í Svarfaðardal á Norðurlandi. Við fæðingu var naflastrengurinn vafinn 3 hringi um höfuð Friðriks svo óttast var um líf hans. Ljósmóðirin skírði hann strax skemmri skírn og hann var látinn heita Friðrik í höfuðið á pabba sínum sem talinn var hafa látist á sjó skömmu áður. Seinna kom svo í ljós að pabbi hans hafði lent í hrakningum og hann skilaði sér heim heill á húfi stuttu eftir fæðingu sonar síns. Friðrik ólst upp á Norðurlandi en flutti oft á milli bæja með foreldrum sínum sem voru frekar fátækir. Strax í æsku hafði hann mikinn áhuga á bókum og var trúrækinn. Faðir Friðriks lést þegar hann var ungur og móðir hans var veik en þá var fjölskyldan leyst upp og Friðrik sendur í fóstur. Friðrik fór í Menntaskólann í Reykjavík sem þá var Latínuskólinn. Hann var ágætis námsmaður og tók virkan þátt í félagslífi skólans. Á miðjum skólaferlinum lenti Friðrik í ástarsorg og hann reyndi að sefa þá sorg með áfengisdrykkju og varð sífellt óánægðari með sjálfan sig. Hann ákvað því að fara með skipi til Færeyja og vildi helst bara deyja. En á skipinu kynntist hann manni sem leið álíka illa og honum og Friðrik fór í það hlutverk að reyna að hughreysta hann. Við það áttaði Friðrik sig á því að hann yrði að takast á við eigið líf. Þegar Friðrik kom til Færeyja fékk hann sér vinnu. Hann varð einnig fyrir trúarlegri reynslu sem fékk hann til að snúa aftur heim til Íslands og klára skólann. Eftir stúdentsprófið fór Friðrik svo til Danmerkur og kynntist starfi KFUM, þar hjálpaði hann drengjum sem bjuggu við erfiðar aðstæður. Starf Friðriks fréttist til Íslands og sendi skólastjóri prestaskólans í Reykjavík, Þórhallur, honum bréf þar sem hann bað hann að koma heim til Íslands og byrja KFUM starf. Friðriki þótti það ekki góð hugmynd að yfirgefa starfið í Danmörku sem gekk svo vel og fara út í óvissuna á Íslandi. Einnig efaðist Friðrik um að hann hefði þá hæfileika sem þyrfti til að byrja starfið í Reykjavík. Friðrik geymdi bréfið en stuttu síðar þegar hann skoðaði bréfið betur tók hann eftir því að það var akkúrat skrifað sama kvöld og hann hafði beðið Guð að leiðbeina sér um framtíð sína. Friðrik leit á þetta sem tákn frá Guði og fór skömmu síðar til Íslands. Þegar hann kom heim fór hann að læra í Prestaskólanum og undirbúa stofnun KFUM. KFUM stofnaði hann svo formlega 2. janúar 1899 og 29. apríl samar ár eftir að stelpurnar höfðu þrýst á hann stofnaði hann KFUK. Eftir þetta gaf Friðrik sig allan í starf KFUM og KFUK á Íslandi. Friðrik kom einnig að stofnun knattspyrnufélaganna Vals í Reykjavík og Hauka í Hafnarfirði. Einnig tók hann þátt í því að koma á fót bókasafni, kvöldskóla, bindindisfélagi, lúðrasveit og karlakór. Hann kom að stofnun skátafélags og síðast en ekki síst hófst sumarbúðastarf í Vatnaskógi fyrir hans tilstuðlan. En Friðrik hafði kynnst sumarbúðastarfi í Danmörku og því hvatti hann ungu mennina í KFUM á Íslandi til að byrja með samskonar starf. Sr. Friðrik var vel virtur maður á Íslandi, innan sem og utan KFUM. Hann var kjörinn heiðursdoktor í guðfræði, heiðursborgari Akraness og var sæmdur stórkrossi Fálkaorðunnar árið 1948 fyrir starf sitt í þágu æsku þessa lands. Friðrik var mikið skáld og orti allt sitt líf, og því er til mikið magn sálma, söngva og kvæða eftir hann. Friðrik lést í mars árið 1961 tæplega 93 ára gamall. Líf Friðriks hafði meiri og dýpri áhrif á íslenska menn og menningu á 20. öldinni, en flestra samferðamanna hans. Einkunnarorð Sr. Friðriks voru: Þér munuð með fögnuði vatni ausa úr lindum hjálpræðisins. (Jes 12:3) og uppáhalds biblíuversið hans var: Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. (Sálm 46:2)
Séra Friðrik Sr. Friðrik Friðriksson fæddist þann 25. maí árið 1868 í Svarfaðardal á Norðurlandi. Við fæðingu var naflastrengurinn vafinn 3 hringi um höfuð Friðriks svo óttast var um líf hans. Ljósmóðirin skírði hann strax skemmri skírn og hann var látinn heita Friðrik í höfuðið á pabba sínum sem talinn var hafa látist á sjó skömmu áður. Seinna kom svo í ljós að pabbi hans hafði lent í hrakningum og hann skilaði sér heim heill á húfi stuttu eftir fæðingu sonar síns. Friðrik ólst upp á Norðurlandi en flutti oft á milli bæja með foreldrum sínum sem voru frekar fátækir. Strax í æsku hafði hann mikinn áhuga á bókum og var trúrækinn. Faðir Friðriks lést þegar hann var ungur og móðir hans var veik en þá var fjölskyldan leyst upp og Friðrik sendur í fóstur. Friðrik fór í Menntaskólann í Reykjavík sem þá var Latínuskólinn. Hann var ágætis námsmaður og tók virkan þátt í félagslífi skólans. Á miðjum skólaferlinum lenti Friðrik í ástarsorg og hann reyndi að sefa þá sorg með áfengisdrykkju og varð sífellt óánægðari með sjálfan sig. Hann ákvað því að fara með skipi til Færeyja og vildi helst bara deyja. En á skipinu kynntist hann manni sem leið álíka illa og honum og Friðrik fór í það hlutverk að reyna að hughreysta hann. Við það áttaði Friðrik sig á því að hann yrði að takast á við eigið líf. Þegar Friðrik kom til Færeyja fékk hann sér vinnu. Hann varð einnig fyrir trúarlegri reynslu sem fékk hann til að snúa aftur heim til Íslands og klára skólann. Eftir stúdentsprófið fór Friðrik svo til Danmerkur og kynntist starfi KFUM, þar hjálpaði hann drengjum sem bjuggu við erfiðar aðstæður. Starf Friðriks fréttist til Íslands og sendi skólastjóri prestaskólans í Reykjavík, Þórhallur, honum bréf þar sem hann bað hann að koma heim til Íslands og byrja KFUM starf. Friðriki þótti það ekki góð hugmynd að yfirgefa starfið í Danmörku sem gekk svo vel og fara út í óvissuna á Íslandi. Einnig efaðist Friðrik um að hann hefði þá hæfileika sem þyrfti til að byrja starfið í Reykjavík. Friðrik geymdi bréfið en stuttu síðar þegar hann skoðaði bréfið betur tók hann eftir því að það var akkúrat skrifað sama kvöld og hann hafði beðið Guð að leiðbeina sér um framtíð sína. Friðrik leit á þetta sem tákn frá Guði og fór skömmu síðar til Íslands. Þegar hann kom heim fór hann að læra í Prestaskólanum og undirbúa stofnun KFUM. KFUM stofnaði hann svo formlega 2. janúar 1899 og 29. apríl samar ár eftir að stelpurnar höfðu þrýst á hann stofnaði hann KFUK. Eftir þetta gaf Friðrik sig allan í starf KFUM og KFUK á Íslandi. Friðrik kom einnig að stofnun knattspyrnufélaganna Vals í Reykjavík og Hauka í Hafnarfirði. Einnig tók hann þátt í því að koma á fót bókasafni, kvöldskóla, bindindisfélagi, lúðrasveit og karlakór. Hann kom að stofnun skátafélags og síðast en ekki síst hófst sumarbúðastarf í Vatnaskógi fyrir hans tilstuðlan. En Friðrik hafði kynnst sumarbúðastarfi í Danmörku og því hvatti hann ungu mennina í KFUM á Íslandi til að byrja með samskonar starf. Sr. Friðrik var vel virtur maður á Íslandi, innan sem og utan KFUM. Hann var kjörinn heiðursdoktor í guðfræði, heiðursborgari Akraness og var sæmdur stórkrossi Fálkaorðunnar árið 1948 fyrir starf sitt í þágu æsku þessa lands. Friðrik var mikið skáld og orti allt sitt líf, og því er til mikið magn sálma, söngva og kvæða eftir hann. Friðrik lést í mars árið 1961 tæplega 93 ára gamall. Líf Friðriks hafði meiri og dýpri áhrif á íslenska menn og menningu á 20. öldinni, en flestra samferðamanna hans. Einkunnarorð Sr. Friðriks voru: Þér munuð með fögnuði vatni ausa úr lindum hjálpræðisins. (Jes 12:3) og uppáhalds biblíuversið hans var: Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. (Sálm 46:2)
Mál séra Friðriks Friðrikssonar Bókmenntir Valur Haukar Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira