Almenningur þurfi að vera meðvitaður um að mansal sé til á Íslandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. október 2023 23:00 Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Vísir/Arnar Yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir mikilvægt að stjórnvöld efni til átaks til að bregðast við lélegum árangri í baráttunni gegn mansali. Almenningur þurfi að vera meðvitaður um að mansal líðist á Íslandi. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að íslensk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir lélegan árangur í mansalsmálum í nýrri úttekt Greta, nefndar á vegum Evrópuráðsins. Þar er stjórnvöldum sendur tónninn. „Hún er í rauninni bara raunsönn miðað við skýrslu Greta,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hún var gestur Erlu Bjargar Gunnarsdóttir í setti í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hægt að hringja og senda tölvupóst Alda Hrönn segir tilefni til þess að efna til átaks til þess að þjálfa alla hlutaðeigandi í því að sjá þegar um sé að ræða mansal. „Almenningur þarf líka að vera meðvitaður, vegna þess að ef við berum ekki kennsl á mansal að þá erum við auðvitað ekki að rannsaka þessi mál,“ segir Alda. „Í fyrsta lagi er mjög gott að hringja bara í 112 ef við höldum að neyð liggi við. Lögreglan er líka með netfang, mansal@logreglan.is sem tekur á móti ábendingum. Ef það er vinnumansal þá gera stéttarfélög það líka, þau geta tekið við þessum ábendingum og komið áleiðis til lögreglu.“ Alda segir stéttarfélögin hafa verið dugleg að senda ábendingar um mögulegt mansal. Flestar tilkynningar koma þaðan. „Vegna þess að stéttarfélögin hafa verið mjög iðin við að kynna sér málaflokkinn og efnt til svona átaks í að koma á þessari þekkingu hjá öllum þeirra fulltrúum sem fara út á vettvang.“ Snýst um að forgangsraða Fram kemur í kvöldfréttum að þó að lögreglan hafi rannsakað 71 mál síðustu ár hafi aðeins verið ákært í einu og sakborningur verið sýknaður. Bjarkarhlíð, sem er heimili fyrir þolendur ofbeldis, hefur fengið 25 tilkynningar um mansal á síðustu tveimur árum en tilfellin eru þó talin mun fleiri. Segjum að það yrði mikið átak og þið fenguð miklu fleiri tilkynningar til lögreglu, hafið þið mannafla til þess að bregðast við? „Þetta snýst auðvitað allt um forgangsröðun og það er alveg ljóst að við þurfum að forgangsraða þessum málaflokki betur, frá stjórnerfinu alveg efst og niður. Það þarf meira fjármagn eins og Greta nefnir í skýrslunni en það þarf líka að setja af stað verkferla,“ segir Alda. „Það þarf einhver einn að geta borið kennsl á þolendur mansals og geta skilgreint það, vegna þess að þau eiga gríðarlega ríkan rétt á að fá aðstoð frá okkur sem samfélagi og við þurfum fyrst að trúa því að hér líðist mansal. Því miður þá er það staðreyndin, við höfum verið með mál og takast á við það saman, af því að ekkert okkar vill að mansal líðist á Íslandi.“ Lögreglumál Félagsmál Mansal Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að íslensk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir lélegan árangur í mansalsmálum í nýrri úttekt Greta, nefndar á vegum Evrópuráðsins. Þar er stjórnvöldum sendur tónninn. „Hún er í rauninni bara raunsönn miðað við skýrslu Greta,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hún var gestur Erlu Bjargar Gunnarsdóttir í setti í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hægt að hringja og senda tölvupóst Alda Hrönn segir tilefni til þess að efna til átaks til þess að þjálfa alla hlutaðeigandi í því að sjá þegar um sé að ræða mansal. „Almenningur þarf líka að vera meðvitaður, vegna þess að ef við berum ekki kennsl á mansal að þá erum við auðvitað ekki að rannsaka þessi mál,“ segir Alda. „Í fyrsta lagi er mjög gott að hringja bara í 112 ef við höldum að neyð liggi við. Lögreglan er líka með netfang, mansal@logreglan.is sem tekur á móti ábendingum. Ef það er vinnumansal þá gera stéttarfélög það líka, þau geta tekið við þessum ábendingum og komið áleiðis til lögreglu.“ Alda segir stéttarfélögin hafa verið dugleg að senda ábendingar um mögulegt mansal. Flestar tilkynningar koma þaðan. „Vegna þess að stéttarfélögin hafa verið mjög iðin við að kynna sér málaflokkinn og efnt til svona átaks í að koma á þessari þekkingu hjá öllum þeirra fulltrúum sem fara út á vettvang.“ Snýst um að forgangsraða Fram kemur í kvöldfréttum að þó að lögreglan hafi rannsakað 71 mál síðustu ár hafi aðeins verið ákært í einu og sakborningur verið sýknaður. Bjarkarhlíð, sem er heimili fyrir þolendur ofbeldis, hefur fengið 25 tilkynningar um mansal á síðustu tveimur árum en tilfellin eru þó talin mun fleiri. Segjum að það yrði mikið átak og þið fenguð miklu fleiri tilkynningar til lögreglu, hafið þið mannafla til þess að bregðast við? „Þetta snýst auðvitað allt um forgangsröðun og það er alveg ljóst að við þurfum að forgangsraða þessum málaflokki betur, frá stjórnerfinu alveg efst og niður. Það þarf meira fjármagn eins og Greta nefnir í skýrslunni en það þarf líka að setja af stað verkferla,“ segir Alda. „Það þarf einhver einn að geta borið kennsl á þolendur mansals og geta skilgreint það, vegna þess að þau eiga gríðarlega ríkan rétt á að fá aðstoð frá okkur sem samfélagi og við þurfum fyrst að trúa því að hér líðist mansal. Því miður þá er það staðreyndin, við höfum verið með mál og takast á við það saman, af því að ekkert okkar vill að mansal líðist á Íslandi.“
Lögreglumál Félagsmál Mansal Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Sjá meira