Ótrúlega algengt að styttur séu færðar Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 27. október 2023 20:56 Stefán velti því upp hvað gæti komið í stað fyrir styttuna af séra Friðriki. Vísir/Vilhelm Ekki er útilokað að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu, en fleiri hafa bæst í hóp þeirra sem vilja styttuna burt eftir að greint var frá því að hann hafi leitað á drengi. Sagnfræðingur segir alþekkt að styttur á Íslandi séu færðar. Greint er frá því í nýrri bók Guðmundur Magnússonar sagnfræðings um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Vals og Hauka, að Friðrik hafi misnotað dreng. Þá er fjöldi drengja sagður lýsa því yfir að hafa ekki líkað við atlot hans og Drífa Snædal, talskona Stígamóta, sagði þar að auki í Kastljósi í gærkvöldi að fleiri brotaþolar Friðriks eða fólk þeim tengt hafi leitað til Stígamóta. Dagur B. Eggertsson útilokar ekki að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu. Upplýsinga verði safnað um málið og líklega tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. Rætt var við Stefán Pálsson, sagnfræðing og varaborgarfulltrúa, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir ótrúlega algengt að styttur séu færðar. „Stundum af góðu, stundum af illu“ „Það er enginn munur á styttu og málverki sem menn eru með uppi á vegg heima hjá sér. Og ef sagan er skoðuð þá hafa menn margoft fært til styttur í almannarýminu og í rauninni hafa flestar af frægustu styttum Reykjavíkur flakkað um. Styttan af Jóni Sigurðssyni hún stóð áður við stjórnarráðið, á undan henni á Austurvelli þar var styttan af Bertel Thorvaldsen sem núna er komin niður í Hljómskálagarðinn, styttan af Þorfinni Karlsefni sem er komin núna upp í Laugarásinn hún var á hólma í tjörninni.“ Stefán bendir á að á reitnum sem styttan af séra Friðriki stendur í dag hafi áður staðið stytta af Jónasi Hallgrímssyni. Hann segir að eins tíðkist að styttur séu fjarlægðar eða látnar í geymslu. „Já, já. Það kemur stundum af góðu, stundum af illu. Nú er nýbúið að taka upp styttuna af Héðni Valdimarssyni sem var í mörg, mörg ár í viðgerð. Styttan af Vatnsberanum var á miklu flakki. Yfirleitt eru svona styttur færðar til en það eru alveg dæmi um að þær séu bara lagðar til hliðar, kannski af því þær eru lúnar eða bara tala ekki lengur til samtímans,“ segir Stefán. Sjálfur velti hann því upp á Facebook að líklegt yrði að styttan af séra Friðriki yrði fjarlægð. En hvað skyldi þá koma í staðinn? „Það voru margar skemmtilegar hugmyndir. Ýmsir fóru að tala um fólk sem að verðskuldaði styttu, fleiri en einn og fleiri en tveir töluðu um Vigdísi Finnbogadóttur. Aðrir veltu bara upp möguleikanum á að færa til í borgarlandinu, kannski bara að Jónas fari aftur á upprunalega staðinn. Það er fullt af möguleikum og mjög algengt að það var bent á það að það vantaði bæði styttur eftir konur og af konum. Og þarna gæti verið fínt tækifæri til að bæta úr því.“ Mál séra Friðriks Friðrikssonar Kynferðisofbeldi Réttindi barna Ofbeldi gegn börnum Trúmál Reykjavík Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Borgarstjóri útilokar ekki að styttan verði færð Borgarstjóri útilokar ekki að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu. Upplýsingum verði safnað um málið og líklega tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. 27. október 2023 12:07 Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 26. október 2023 21:05 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira
Greint er frá því í nýrri bók Guðmundur Magnússonar sagnfræðings um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Vals og Hauka, að Friðrik hafi misnotað dreng. Þá er fjöldi drengja sagður lýsa því yfir að hafa ekki líkað við atlot hans og Drífa Snædal, talskona Stígamóta, sagði þar að auki í Kastljósi í gærkvöldi að fleiri brotaþolar Friðriks eða fólk þeim tengt hafi leitað til Stígamóta. Dagur B. Eggertsson útilokar ekki að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu. Upplýsinga verði safnað um málið og líklega tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. Rætt var við Stefán Pálsson, sagnfræðing og varaborgarfulltrúa, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir ótrúlega algengt að styttur séu færðar. „Stundum af góðu, stundum af illu“ „Það er enginn munur á styttu og málverki sem menn eru með uppi á vegg heima hjá sér. Og ef sagan er skoðuð þá hafa menn margoft fært til styttur í almannarýminu og í rauninni hafa flestar af frægustu styttum Reykjavíkur flakkað um. Styttan af Jóni Sigurðssyni hún stóð áður við stjórnarráðið, á undan henni á Austurvelli þar var styttan af Bertel Thorvaldsen sem núna er komin niður í Hljómskálagarðinn, styttan af Þorfinni Karlsefni sem er komin núna upp í Laugarásinn hún var á hólma í tjörninni.“ Stefán bendir á að á reitnum sem styttan af séra Friðriki stendur í dag hafi áður staðið stytta af Jónasi Hallgrímssyni. Hann segir að eins tíðkist að styttur séu fjarlægðar eða látnar í geymslu. „Já, já. Það kemur stundum af góðu, stundum af illu. Nú er nýbúið að taka upp styttuna af Héðni Valdimarssyni sem var í mörg, mörg ár í viðgerð. Styttan af Vatnsberanum var á miklu flakki. Yfirleitt eru svona styttur færðar til en það eru alveg dæmi um að þær séu bara lagðar til hliðar, kannski af því þær eru lúnar eða bara tala ekki lengur til samtímans,“ segir Stefán. Sjálfur velti hann því upp á Facebook að líklegt yrði að styttan af séra Friðriki yrði fjarlægð. En hvað skyldi þá koma í staðinn? „Það voru margar skemmtilegar hugmyndir. Ýmsir fóru að tala um fólk sem að verðskuldaði styttu, fleiri en einn og fleiri en tveir töluðu um Vigdísi Finnbogadóttur. Aðrir veltu bara upp möguleikanum á að færa til í borgarlandinu, kannski bara að Jónas fari aftur á upprunalega staðinn. Það er fullt af möguleikum og mjög algengt að það var bent á það að það vantaði bæði styttur eftir konur og af konum. Og þarna gæti verið fínt tækifæri til að bæta úr því.“
Mál séra Friðriks Friðrikssonar Kynferðisofbeldi Réttindi barna Ofbeldi gegn börnum Trúmál Reykjavík Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Borgarstjóri útilokar ekki að styttan verði færð Borgarstjóri útilokar ekki að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu. Upplýsingum verði safnað um málið og líklega tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. 27. október 2023 12:07 Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 26. október 2023 21:05 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira
Borgarstjóri útilokar ekki að styttan verði færð Borgarstjóri útilokar ekki að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu. Upplýsingum verði safnað um málið og líklega tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. 27. október 2023 12:07
Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 26. október 2023 21:05