Körfuboltakvöld um bekkjarglens Maté: „Settu báða Finnana á bekkinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2023 23:16 Dalmay Maté, þjálfari Hauka. Vísir/Hulda Margrét „Hann endaði með 29 stig, níu þriggja stiga körfur. Þetta er alvöru skotmaður,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, um Osku Simana Heinonen sem hóf óvænt leik Hauka og Hamars á varamannabekknum. Það og viðtal Maté Dalmay, þjálfara Hauka, var til umræðu í síðasta þætti. Það vakti eðlilega athygli þegar jafn góð skytta og Heinonen er byrjar á bekknum. Þegar Dalmay var spurður út ástæðuna að leik loknum sagði hann: „Það eru alltaf einhverjir meistarar í öllum hlaðvörpum og sjónvarpsþáttum að tala um að fá við fáum ekki neitt af bekknum. Þannig að ég ákvað bara að segja „Fokkið þið ykkur, ég ætla að vera með 30 stiga mann á bekknum.“ Þá getur enginn mætt í körfuboltakvöld og sagt að við fáum ekki neitt af bekknum.“ Teitur Örlygsson, sérfræðingur þáttarins, sagði að hann hefði heyrt að nærri allt væri ofan í hjá Heinonen á æfingum í Ólafssal. „Þarna sjáum við svona skotsýningu,“ bætti hann við á meðan myndefni úr sigri Hauka á Hamri rúllaði í síðasta þætti Körfuboltakvölds. „Frábært að eiga svona mann. Við vissum þetta og Maté vissi þetta manna best sjálfur. Hann er búinn að vera tala um það vantaði meira flæði í leikinn til að opna meira pláss fyrir þessa frábæru skyttu sem hann er með. Þarna bara gerðist það, var allt annar bragur á Haukunum. Æðislega fallegur körfubolti sem þeir voru að spila og gaman að horfa á þetta,“ bætti Teitur við. „Þetta er finnsk uppskrift. Finnarnir eru rosalega góðir í að búa til svona leikmenn. Hlaupandi af screen-um. Eru í hornunum, ekki mikið að skapa sjálfir á dribblinu, eru góðir „3 and D“ leikmenn,“ sagði hinn sérfræðingur þáttarins að þessu sinni, Ómar Örn Sævarsson. „Fyrst Maté var að tala um þetta, að byrja með sinn mann á bekknum. Þeir skíttapa bekkjarbaráttunni. Þeir skora 38 stig af bekknum en Hamar er með 55 stig. Þetta er ekki nægilega gott. Settu báða Finnana á bekkinn,“ sagði Ómar Örn að endingu og glotti við tönn. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld um bekkjarsetu Heinonen: Þeir skíttapa bekkjarbaráttunni Körfubolti Subway-deild karla Haukar Körfuboltakvöld Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Sjá meira
Það vakti eðlilega athygli þegar jafn góð skytta og Heinonen er byrjar á bekknum. Þegar Dalmay var spurður út ástæðuna að leik loknum sagði hann: „Það eru alltaf einhverjir meistarar í öllum hlaðvörpum og sjónvarpsþáttum að tala um að fá við fáum ekki neitt af bekknum. Þannig að ég ákvað bara að segja „Fokkið þið ykkur, ég ætla að vera með 30 stiga mann á bekknum.“ Þá getur enginn mætt í körfuboltakvöld og sagt að við fáum ekki neitt af bekknum.“ Teitur Örlygsson, sérfræðingur þáttarins, sagði að hann hefði heyrt að nærri allt væri ofan í hjá Heinonen á æfingum í Ólafssal. „Þarna sjáum við svona skotsýningu,“ bætti hann við á meðan myndefni úr sigri Hauka á Hamri rúllaði í síðasta þætti Körfuboltakvölds. „Frábært að eiga svona mann. Við vissum þetta og Maté vissi þetta manna best sjálfur. Hann er búinn að vera tala um það vantaði meira flæði í leikinn til að opna meira pláss fyrir þessa frábæru skyttu sem hann er með. Þarna bara gerðist það, var allt annar bragur á Haukunum. Æðislega fallegur körfubolti sem þeir voru að spila og gaman að horfa á þetta,“ bætti Teitur við. „Þetta er finnsk uppskrift. Finnarnir eru rosalega góðir í að búa til svona leikmenn. Hlaupandi af screen-um. Eru í hornunum, ekki mikið að skapa sjálfir á dribblinu, eru góðir „3 and D“ leikmenn,“ sagði hinn sérfræðingur þáttarins að þessu sinni, Ómar Örn Sævarsson. „Fyrst Maté var að tala um þetta, að byrja með sinn mann á bekknum. Þeir skíttapa bekkjarbaráttunni. Þeir skora 38 stig af bekknum en Hamar er með 55 stig. Þetta er ekki nægilega gott. Settu báða Finnana á bekkinn,“ sagði Ómar Örn að endingu og glotti við tönn. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld um bekkjarsetu Heinonen: Þeir skíttapa bekkjarbaráttunni
Körfubolti Subway-deild karla Haukar Körfuboltakvöld Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Sjá meira