Píratar kalla eftir afstöðu Alþingis Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2023 07:57 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, er formaður þingflokks Pírata. Vísir/Vilhelm Þingmenn Pírata ætla sé að leggja fram tillögu á Alþingi um að utanríkisráðherra eigi að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum á Gasaströndinni. Samkvæmt tillögunni á ríkisstjórnin einnig að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara og borgaralega innviði Palestínu. Í tilkynningu frá þingflokki Pírata segir að þingmönnum allra flokka hafi verið boðið að vera meðflutningsmenn tillögunnar. Þingflokkurinn lýsir einnig yfir vonbrigðum með að Ísland hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um ákalla etir vopnahlé á Gasaströndinni. „Afstöðuleysi gagnvart jafnskelfilegri mannúðarkrísu og nú á sér stað jafngildir stuðningi við framferði Ísraelshers á Gaza og sýnir virðingarleysi gagnvart alþjóðalögum. Þessi sorglega afstaða ríkisstjórnarinnar kallar yfir okkur skömm og er ekki í okkar nafni,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að hluti stjórnarþingmanna hafi um helgina lýst þeirri skoðun að rétt hefði verið af fulltrúum Íslands að styðja tillöguna á allsherjarþinginu og að þingflokkur Pírata hvetji þá til að sýna það í verki og gerast meðflutningsmenn þingsályktunartillögunnar. Meirihluti Alþingis geti knúið fram rétt afstöðu íslands á alþjóðavettvangi. Deilt um breytingartillögu Atkvæðagreiðslan sem fór fram í New York í fyrrakvöld snerist um ályktun um að mannúðarhlé á átökunum á Gasaströndinni. Tillagan var lögð fram af sendiherra Jórdaníu en Kanadamenn lögðu til breytingu þar sem bætt var við að árásir Hamas á Ísrael yrðu fordæmdar þess krafist að þeir gíslar sem Hamas-liðar tóku yrði sleppt. Þessi breytingartillaga fékk samþykki meirihluta þjóða á allsherjarþinginu en þurfti atkvæði tveggja þriðju og náði því ekki fram að ganga. Bjarni Benediktsson hefur sagt að Ísland krefjist mannúðarhlés og sú afstaða sé skýr, þó Ísland hafi setið hjá eftir að breytingartillaga Kanada var ekki samþykkt. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Sjá einnig: „Hvert dauðsfall meðal almennra borgara er einu dauðsfalli of mikið“ Hjásetan hefur verið harðlega gagnrýnd og þar á meðal af þingflokki Vinstri grænna, og leiddi til þess að nokkur hundruð mótmælendur komu saman í miðbænum í gær. Drög_að_þingsályktun_um_að_fordæma_aðgerðir_Ísraelshers_í_PalestínuPDF133KBSækja skjal Alþingi Píratar Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þref um texta og orðalag“ lítilvægt miðað aðstæður Formaður þingflokks VG furðar sig á því að fulltrúar Íslands í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í gær. 28. október 2023 21:30 Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. 28. október 2023 20:16 Skyndimótmæli í miðbænum Nokkur hundruð manns mættu á skyndimótmæli í miðbænum í dag. Félagið Ísland-Palestína boðaði í morgun til mótmælanna við utanríkisráðuneytið í dag, vegna þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hlé á árásum Ísraela á Gasaströndinni. 28. október 2023 16:01 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sjá meira
Í tilkynningu frá þingflokki Pírata segir að þingmönnum allra flokka hafi verið boðið að vera meðflutningsmenn tillögunnar. Þingflokkurinn lýsir einnig yfir vonbrigðum með að Ísland hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um ákalla etir vopnahlé á Gasaströndinni. „Afstöðuleysi gagnvart jafnskelfilegri mannúðarkrísu og nú á sér stað jafngildir stuðningi við framferði Ísraelshers á Gaza og sýnir virðingarleysi gagnvart alþjóðalögum. Þessi sorglega afstaða ríkisstjórnarinnar kallar yfir okkur skömm og er ekki í okkar nafni,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að hluti stjórnarþingmanna hafi um helgina lýst þeirri skoðun að rétt hefði verið af fulltrúum Íslands að styðja tillöguna á allsherjarþinginu og að þingflokkur Pírata hvetji þá til að sýna það í verki og gerast meðflutningsmenn þingsályktunartillögunnar. Meirihluti Alþingis geti knúið fram rétt afstöðu íslands á alþjóðavettvangi. Deilt um breytingartillögu Atkvæðagreiðslan sem fór fram í New York í fyrrakvöld snerist um ályktun um að mannúðarhlé á átökunum á Gasaströndinni. Tillagan var lögð fram af sendiherra Jórdaníu en Kanadamenn lögðu til breytingu þar sem bætt var við að árásir Hamas á Ísrael yrðu fordæmdar þess krafist að þeir gíslar sem Hamas-liðar tóku yrði sleppt. Þessi breytingartillaga fékk samþykki meirihluta þjóða á allsherjarþinginu en þurfti atkvæði tveggja þriðju og náði því ekki fram að ganga. Bjarni Benediktsson hefur sagt að Ísland krefjist mannúðarhlés og sú afstaða sé skýr, þó Ísland hafi setið hjá eftir að breytingartillaga Kanada var ekki samþykkt. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Sjá einnig: „Hvert dauðsfall meðal almennra borgara er einu dauðsfalli of mikið“ Hjásetan hefur verið harðlega gagnrýnd og þar á meðal af þingflokki Vinstri grænna, og leiddi til þess að nokkur hundruð mótmælendur komu saman í miðbænum í gær. Drög_að_þingsályktun_um_að_fordæma_aðgerðir_Ísraelshers_í_PalestínuPDF133KBSækja skjal
Alþingi Píratar Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þref um texta og orðalag“ lítilvægt miðað aðstæður Formaður þingflokks VG furðar sig á því að fulltrúar Íslands í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í gær. 28. október 2023 21:30 Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. 28. október 2023 20:16 Skyndimótmæli í miðbænum Nokkur hundruð manns mættu á skyndimótmæli í miðbænum í dag. Félagið Ísland-Palestína boðaði í morgun til mótmælanna við utanríkisráðuneytið í dag, vegna þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hlé á árásum Ísraela á Gasaströndinni. 28. október 2023 16:01 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sjá meira
„Þref um texta og orðalag“ lítilvægt miðað aðstæður Formaður þingflokks VG furðar sig á því að fulltrúar Íslands í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í gær. 28. október 2023 21:30
Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. 28. október 2023 20:16
Skyndimótmæli í miðbænum Nokkur hundruð manns mættu á skyndimótmæli í miðbænum í dag. Félagið Ísland-Palestína boðaði í morgun til mótmælanna við utanríkisráðuneytið í dag, vegna þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hlé á árásum Ísraela á Gasaströndinni. 28. október 2023 16:01