Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar Þóra Leósdóttir skrifar 30. október 2023 07:30 Þann 27. október ár hvert halda iðjuþjálfar um allan heim upp á alþjóðlegan dag iðjuþjálfunar. Heimssamband iðjuþjálfa (World Federation of Occupational Therapists) hvetur iðjuþjálfa til þess að kynna fagið á fjölbreyttum starfsvettvangi og í fræðasamfélaginu. Á heimsvísu eru iðjuþjálfar um 650 þúsund talsins. Yfirskrift dagsins í ár var „Samstaða og samfélag“ (e. Unity through Community). Iðjuþjálfafélag Íslands er fag- og stéttarfélag sem var stofnað 1976 af tíu frumkvöðlum, í dag er félagsfólk um 400 talsins. Félagið er eitt af aðildarfélögum BHM og er í hópi níu aðildarfélaga innan heilbrigðisgreina í bandalaginu. Nám í iðjuþjálfun fer fram við Háskólann á Akureyri og lýkur með BSc gráðu auk þess sem krafist er 60 ECTS eininga diplómanáms á meistarastigi til starfsréttinda. Til þess að starfa sem iðjuþjálfi hér á landi þarf starfsleyfi frá Embætti landlæknis. Iðjuþjálfar hafa þannig fjögurra ára háskólanám að baki hið minnsta. Iðjuþjálfar víða um land nýttu daginn til að kynna fagið á sínum vinnustöðum. Má þar nefna Landspítala háskólasjúkrahús og Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Í tilefni af alþjóðlegum degi stóð fræðslunefnd félagsins fyrir málþingi og var það vel sótt. Á málþinginu voru kynnt verkefni og rannsóknir sem ríma við yfirskrift dagsins. Helga Sif Pétursdóttir iðjuþjálfi og meistaranemi í heilbrigðisvísindum kynnti fyrstu niðurstöður rannsóknar sinnar á þýðingu og staðfæringu matslista um kulnun í foreldrahlutverkinu. Carmen Fuch iðjuþjálfi kynnti verkefnið „Þroskafjör“ á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Markmið vekrefnisins er að gefa börnum flóttafólks kost á að taka þátt í leik og iðju sem eflir þroska, þátttöku í leik og tengslamyndun. Gunnhildur Gísladóttir iðjuþjálfi og sérfræðingur í vinnuvernd hélt erindi um starf iðjuþjálfa á verkfræðistofu þar sem sjónum er beint að mikilvægi þess að vanda vel til hönnunar og aðbúnaðar til að tryggja sem besta líðan fólks og líkamsbeitingu við störf, þannig að koma megi í veg fyrir stoðkerfisvanda. Fram kom að 60% veikindafjarvista starfsfólks í Evrópu megi rekja til slíks heilsufarsvanda. Iðjuþjálfar hér á landi fögnuðu deginum í skugga stríðsreksturs og átaka. Í lok málþingsins var eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn Iðjuþjálfafélags Íslands lesin upp: Yfirlýsing frá Iðjuþjálfafélagi Íslands Málþing í tilefni af alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar: „Samstaða og samfélag“ Stríð og hryðjuverk ógna mannréttindum, lífi og heilsu fólks. Átök bitna mest á almennum borgurum með hörmulegum og langvarandi afleiðingum fyrir einstaklinga og samfélög. Öryggi sem og venjur hversdagsins eru hrifsaðar af fólki, tækifæri til þátttöku og iðju verða að engu. Undir öllum kringumstæðum skal virða alþjóðalög og útvega fólki neyðaraðstoð, tryggja öryggi og aðgengi að brýnni heilbrigðisþjónustu. Stríðsátök koma hvað harðast niður á konum, börnum og fötluðu fólki. Veita þarf þeim sérstaka vernd. Árásir á skóla, heilbrigðisstarfsfólk og sjúkrahús eru algerlega óásættanlegar og þeim verður að linna. Iðjuþjálfafélag Íslands fordæmir með öllu hryðjuverk og stríðsátök hvar sem er í heiminum. Félagið vill með þessari yfirlýsingu sýna almennum borgurum í Úkraínu, Palestínu og Ísrael sem og þeim sem lifa á öðrum stríðshrjáðum svæðum stuðning. Hugur okkar er hjá iðjuþjálfum og öðru heilbrigðisstarfsfólki sem sinnir störfum sínum við þessar erfiðu og lífshættulegu aðstæður. Vegna átakanna munu félagar okkar í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs ekki fagna alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar líkt og við sem búum á Norðurlöndunum. Iðjuþjálfafélag Íslands skorar á íslensk stjórnvöld að taka skýra afstöðu gegn stríðsglæpum, taka þátt í samtali og stuðla að friði á alþjóðavísu auk þess að leggja sitt af mörkum til mannúðarhjálpar á átakasvæðum. Reykjavík 27. október 2023 Stjórn Iðjuþjálfafélags Íslands. Höfundur er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 27. október ár hvert halda iðjuþjálfar um allan heim upp á alþjóðlegan dag iðjuþjálfunar. Heimssamband iðjuþjálfa (World Federation of Occupational Therapists) hvetur iðjuþjálfa til þess að kynna fagið á fjölbreyttum starfsvettvangi og í fræðasamfélaginu. Á heimsvísu eru iðjuþjálfar um 650 þúsund talsins. Yfirskrift dagsins í ár var „Samstaða og samfélag“ (e. Unity through Community). Iðjuþjálfafélag Íslands er fag- og stéttarfélag sem var stofnað 1976 af tíu frumkvöðlum, í dag er félagsfólk um 400 talsins. Félagið er eitt af aðildarfélögum BHM og er í hópi níu aðildarfélaga innan heilbrigðisgreina í bandalaginu. Nám í iðjuþjálfun fer fram við Háskólann á Akureyri og lýkur með BSc gráðu auk þess sem krafist er 60 ECTS eininga diplómanáms á meistarastigi til starfsréttinda. Til þess að starfa sem iðjuþjálfi hér á landi þarf starfsleyfi frá Embætti landlæknis. Iðjuþjálfar hafa þannig fjögurra ára háskólanám að baki hið minnsta. Iðjuþjálfar víða um land nýttu daginn til að kynna fagið á sínum vinnustöðum. Má þar nefna Landspítala háskólasjúkrahús og Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Í tilefni af alþjóðlegum degi stóð fræðslunefnd félagsins fyrir málþingi og var það vel sótt. Á málþinginu voru kynnt verkefni og rannsóknir sem ríma við yfirskrift dagsins. Helga Sif Pétursdóttir iðjuþjálfi og meistaranemi í heilbrigðisvísindum kynnti fyrstu niðurstöður rannsóknar sinnar á þýðingu og staðfæringu matslista um kulnun í foreldrahlutverkinu. Carmen Fuch iðjuþjálfi kynnti verkefnið „Þroskafjör“ á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Markmið vekrefnisins er að gefa börnum flóttafólks kost á að taka þátt í leik og iðju sem eflir þroska, þátttöku í leik og tengslamyndun. Gunnhildur Gísladóttir iðjuþjálfi og sérfræðingur í vinnuvernd hélt erindi um starf iðjuþjálfa á verkfræðistofu þar sem sjónum er beint að mikilvægi þess að vanda vel til hönnunar og aðbúnaðar til að tryggja sem besta líðan fólks og líkamsbeitingu við störf, þannig að koma megi í veg fyrir stoðkerfisvanda. Fram kom að 60% veikindafjarvista starfsfólks í Evrópu megi rekja til slíks heilsufarsvanda. Iðjuþjálfar hér á landi fögnuðu deginum í skugga stríðsreksturs og átaka. Í lok málþingsins var eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn Iðjuþjálfafélags Íslands lesin upp: Yfirlýsing frá Iðjuþjálfafélagi Íslands Málþing í tilefni af alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar: „Samstaða og samfélag“ Stríð og hryðjuverk ógna mannréttindum, lífi og heilsu fólks. Átök bitna mest á almennum borgurum með hörmulegum og langvarandi afleiðingum fyrir einstaklinga og samfélög. Öryggi sem og venjur hversdagsins eru hrifsaðar af fólki, tækifæri til þátttöku og iðju verða að engu. Undir öllum kringumstæðum skal virða alþjóðalög og útvega fólki neyðaraðstoð, tryggja öryggi og aðgengi að brýnni heilbrigðisþjónustu. Stríðsátök koma hvað harðast niður á konum, börnum og fötluðu fólki. Veita þarf þeim sérstaka vernd. Árásir á skóla, heilbrigðisstarfsfólk og sjúkrahús eru algerlega óásættanlegar og þeim verður að linna. Iðjuþjálfafélag Íslands fordæmir með öllu hryðjuverk og stríðsátök hvar sem er í heiminum. Félagið vill með þessari yfirlýsingu sýna almennum borgurum í Úkraínu, Palestínu og Ísrael sem og þeim sem lifa á öðrum stríðshrjáðum svæðum stuðning. Hugur okkar er hjá iðjuþjálfum og öðru heilbrigðisstarfsfólki sem sinnir störfum sínum við þessar erfiðu og lífshættulegu aðstæður. Vegna átakanna munu félagar okkar í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs ekki fagna alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar líkt og við sem búum á Norðurlöndunum. Iðjuþjálfafélag Íslands skorar á íslensk stjórnvöld að taka skýra afstöðu gegn stríðsglæpum, taka þátt í samtali og stuðla að friði á alþjóðavísu auk þess að leggja sitt af mörkum til mannúðarhjálpar á átakasvæðum. Reykjavík 27. október 2023 Stjórn Iðjuþjálfafélags Íslands. Höfundur er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun