Greint var frá því um helgina að Perry hefði fundist örendur í heitum potti á heimili sínu í Los Angeles á laugardag. Engin fíkniefni hafi fundist á heimilinu og ekkert benti til þess að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti. Í fréttinni hér að neðan er farið yfir feril leikarans og ævi.
Á vef réttarmeinafræðings Los Angeles-sýslu segir að ákvörðun um formlega dánarorsök leikarans hafi verið frestað. Í frétt breska ríkisútvarpsins um málið segir að það þýði venjulega að krufningu sé lokið en frekari niðurstaða sé beðið. Í tilviki Perrys séu það niðurstöður eiturefnarannsóknar sem er beðið.