Séra Friðrik hulinn svörtu klæði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2023 11:48 Myndin var tekin upp úr klukkan fimm á laugardag. Jóhanna k. Eyjólfsdóttir Vegfarandi í miðbæ Reykjavíkur síðdegis á laugardag varð þess var að umtöluð stytta af séra Friðrik Friðikssyni hafði verið hulin með svörtu klæði. Til umræðu er að fjarlægja styttuna af horni Lækjargötu og Amtmannsstígs. Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik að sá síðarnefndi hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsi fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Guðmundur segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. Í framhaldinu hafa spunnist umræður um styttuna af séra Friðriki við Lækjargötu. Borgarstjóri segir upplýsingasöfnun í gangi og málið verði líklega tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, sem starfaði um árabil sem framkvæmdastjóri Amnesty á Íslandi, tók eftir gjörningnum í miðbænum í gær. Hún deildi mynd af styttunni á Facebook og hugleiðingum sínum. „Ég er hrædd um að sagan verði aldrei öll sögð, hann dó fyrir 62 árum þá rúmlega níræður og drengirnir líklega margir fallnir frá eða mjög fullorðnir í dag en vonandi verður hægt að fletta ofan af allri sögunni og styðja við þá sem hafa burðast alla ævi með sömu reynslu og sagt er frá í bókinni. Sá þagnarhjúpur sem umlék brot hans gegn drengjum er æpandi, því ljóst er að margir vissu en völdu að þegja,“ segir Jóhanna. Talskona Stígamóta segir að fleiri en einn hafi leitað til samtakanna vegna séra Friðriks. Hún átti allt eins von á því að fleiri myndu leita til Stígamóta. „Við eigum alveg von á því þegar svona mál eru í mikilli opinberri umræðu. Það má alveg gera ráð fyrir því að ef hann hefur verið að níðast á börnum þá er það ekki eitt. Það eru líklega fleiri. Sagan hefur kennt okkur það. Sérstaklega þar sem hann hafði ótakmarkað aðgengi að börnum. Hann valdi sér þannig starfsvettvang,“ segir Drífa. Félagasamtök Mál séra Friðriks Friðrikssonar Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik að sá síðarnefndi hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsi fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Guðmundur segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. Í framhaldinu hafa spunnist umræður um styttuna af séra Friðriki við Lækjargötu. Borgarstjóri segir upplýsingasöfnun í gangi og málið verði líklega tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, sem starfaði um árabil sem framkvæmdastjóri Amnesty á Íslandi, tók eftir gjörningnum í miðbænum í gær. Hún deildi mynd af styttunni á Facebook og hugleiðingum sínum. „Ég er hrædd um að sagan verði aldrei öll sögð, hann dó fyrir 62 árum þá rúmlega níræður og drengirnir líklega margir fallnir frá eða mjög fullorðnir í dag en vonandi verður hægt að fletta ofan af allri sögunni og styðja við þá sem hafa burðast alla ævi með sömu reynslu og sagt er frá í bókinni. Sá þagnarhjúpur sem umlék brot hans gegn drengjum er æpandi, því ljóst er að margir vissu en völdu að þegja,“ segir Jóhanna. Talskona Stígamóta segir að fleiri en einn hafi leitað til samtakanna vegna séra Friðriks. Hún átti allt eins von á því að fleiri myndu leita til Stígamóta. „Við eigum alveg von á því þegar svona mál eru í mikilli opinberri umræðu. Það má alveg gera ráð fyrir því að ef hann hefur verið að níðast á börnum þá er það ekki eitt. Það eru líklega fleiri. Sagan hefur kennt okkur það. Sérstaklega þar sem hann hafði ótakmarkað aðgengi að börnum. Hann valdi sér þannig starfsvettvang,“ segir Drífa.
Félagasamtök Mál séra Friðriks Friðrikssonar Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira