„Við þurfum bara að vera sterkari á svellinu“ Siggeir Ævarsson skrifar 31. október 2023 21:43 Það voru blendnar tilfinningar sem bærðust innra með Þorleifi eftir tap kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var bæði furðu rólegur og sáttur eftir tap í æsispennandi leik gegn Keflavík í Subway-deild kvenna, lokatölur 78-80 í Grindavík í kvöld. Síðustu sekúndur leiksins voru rafmagnaðar en Grindavík fékk tólf sekúndur til að jafna leikinn eða vinna en varð ekki kápan úr því klæðinu. Það gekk á ýmsu á lokamínútunum þar sem Þorleifur átti ítrekað í hrókasamræðum við dómarana og ræddi við þá lengi eftir að flautað var til leiksloka. En þrátt fyrir tap og æsing var Lalli pollrólegur í viðtalinu og sleppti því alveg að kalla fram sinn innri Viðar Örn Hafsteinsson. „Ég er sáttur eftir leikinn. Ég var búinn að ákveða fyrir það leik að ég ætlaðist til að þær myndu bæta sig. Fyrri hálfleikur ekki nógu góður. Svolítið hik og ekki nógu ákveðnar. Vorum að klikka á smáatriðum en löguðum það heldur betur í seinni hálfleik. Stóðum okkur vel og hefðum getað stolið þessu í restina en það tókst ekki!“ Það verður að telja Grindvíkingum það til tekna að hafa ekki brotnað, aðeins bognað, þegar Keflvíkingar náðu góðum rispum og upp drjúgu forskoti. „Við erum að sýna ákveðinn karakter með því að vera inni í leikjunum og ekki brotna. Þetta er eitthvað sem ég þarf að halda utan um og leggja áherslu á við þær að þetta skiptir máli þegar lengra er litið. Við erum að tapa á móti Njarðvík og Keflavík sem eru bæði með hörkulið og kannski kunna pínu meira að vinna en við. En við erum allavega að komast nær því sem við viljum komast og hægt og rólega að bæta okkur svo að ég er bara mjög sáttur við frammistöðu kvöldsins.“ Það var ekki hægt að klára þetta viðtal án þess að ræða dómgæslu kvöldsins sérstaklega. Grindavík fór aðeins fimm sinnum á vítalínuna en Keflavík tók 21 víti. Staðan í villum var 18-8 í leiknum og 7-1 í 4. leikhluta. Lalli vildi þó ekki meina að hans lið hefði verið flautað út úr leiknum þó hann hefði margt við dómgæsluna að athuga. „Mér fannst í hita leiksins halla á okkur. Það var einn dómarinn sem sagði við mig: „Þú sérð þetta í sjónvarpinu.“ - Ég auðvitað skoða alla leiki þó ég sé ekki að horfa sérstaklega á dómarana en ég kannski gjói augunum á einhver atriði sem ég var ósammála. En yfirhöfuð, þó þetta hafi verið 7-1, þá getur maður ekki treyst á að dómarinn sé að kalla einhver léleg „play“ okkur í hag til þess að við vinnum leikinn. Við þurfum bara að vera sterkari á svellinu eins og maðurinn sagði og vinna þá fimm á móti átta ef það er þannig.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Síðustu sekúndur leiksins voru rafmagnaðar en Grindavík fékk tólf sekúndur til að jafna leikinn eða vinna en varð ekki kápan úr því klæðinu. Það gekk á ýmsu á lokamínútunum þar sem Þorleifur átti ítrekað í hrókasamræðum við dómarana og ræddi við þá lengi eftir að flautað var til leiksloka. En þrátt fyrir tap og æsing var Lalli pollrólegur í viðtalinu og sleppti því alveg að kalla fram sinn innri Viðar Örn Hafsteinsson. „Ég er sáttur eftir leikinn. Ég var búinn að ákveða fyrir það leik að ég ætlaðist til að þær myndu bæta sig. Fyrri hálfleikur ekki nógu góður. Svolítið hik og ekki nógu ákveðnar. Vorum að klikka á smáatriðum en löguðum það heldur betur í seinni hálfleik. Stóðum okkur vel og hefðum getað stolið þessu í restina en það tókst ekki!“ Það verður að telja Grindvíkingum það til tekna að hafa ekki brotnað, aðeins bognað, þegar Keflvíkingar náðu góðum rispum og upp drjúgu forskoti. „Við erum að sýna ákveðinn karakter með því að vera inni í leikjunum og ekki brotna. Þetta er eitthvað sem ég þarf að halda utan um og leggja áherslu á við þær að þetta skiptir máli þegar lengra er litið. Við erum að tapa á móti Njarðvík og Keflavík sem eru bæði með hörkulið og kannski kunna pínu meira að vinna en við. En við erum allavega að komast nær því sem við viljum komast og hægt og rólega að bæta okkur svo að ég er bara mjög sáttur við frammistöðu kvöldsins.“ Það var ekki hægt að klára þetta viðtal án þess að ræða dómgæslu kvöldsins sérstaklega. Grindavík fór aðeins fimm sinnum á vítalínuna en Keflavík tók 21 víti. Staðan í villum var 18-8 í leiknum og 7-1 í 4. leikhluta. Lalli vildi þó ekki meina að hans lið hefði verið flautað út úr leiknum þó hann hefði margt við dómgæsluna að athuga. „Mér fannst í hita leiksins halla á okkur. Það var einn dómarinn sem sagði við mig: „Þú sérð þetta í sjónvarpinu.“ - Ég auðvitað skoða alla leiki þó ég sé ekki að horfa sérstaklega á dómarana en ég kannski gjói augunum á einhver atriði sem ég var ósammála. En yfirhöfuð, þó þetta hafi verið 7-1, þá getur maður ekki treyst á að dómarinn sé að kalla einhver léleg „play“ okkur í hag til þess að við vinnum leikinn. Við þurfum bara að vera sterkari á svellinu eins og maðurinn sagði og vinna þá fimm á móti átta ef það er þannig.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira