Trump með forskot á Biden í fimm af sex lykilríkjum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2023 07:20 Trump virðist í sókn en ár í kosningar, sem er langur tími í pólitík. epa/Peter Foley Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er með forskot á Joe Biden Bandaríkjaforseta í fimm af sex lykilríkjum í aðdraganda forsetakosninganna á næsta ári, ef marka má skoðanakönnun New York Times og Siena College. Niðurstöðurnar sýna að Biden er fjórum til tíu prósentustigum á eftir Trump í Arizona, Georgíu, Michigan, Nevada og Pennsylvaníu. Biden hefur tveggja stiga forskot á Trump í Wisconsin. Ástæðurnar eru meðal annars aldur Biden og aðgerðir hans í efnahagsmálum, jafnvel þótt Trump sé litlu yngri og staða efnahagsmála þykir almennt betri en menn höfðu óttast. Kjósendur virðast telja ákvarðanir Biden hafa komið niður á þeim persónulega. Þá virðist Biden hafa tapað stuðningi meðal yngra fólks, svartra og fólks af rómönskum uppruna. Trump nýtur nú stuðnings um 20 prósent svartra í fyrrnefndum ríkjum, sem er fordæmalaust fyrir frambjóðanda Repúblikanaflokksins. Samkvæmt skoðanakönnuninni eru bæði Biden og Trump afar óvinsælir meðal kjósenda en þeir virðast þó heldur á því að refsa sitjandi forseta, sem þeir segja hafa beint Bandaríkjunum á ranga braut. Dómsmálin sem Trump er nú flæktur í virðast ekki hafa komið niður á stuðningi við hann eða trú fólks á honum en mun fleiri sögðust treysta Trump í efnahagsmálum en Biden, óháð kyni, menntun og tekjum. Jafnvel þótt Biden hafi ár til að rétta úr kútnum benda niðurstöðurnar til þess að hann muni eiga við ramman reip að draga, þar sem tvöfalt fleiri segja efnahagsmálin mun ráða atkvæði sínu frekar en málefni á borð við þungunarrof eða skotvopnalög. Sjá má niðurstöður skoðanakönnunarinnar á forsíðu New York Times. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira
Niðurstöðurnar sýna að Biden er fjórum til tíu prósentustigum á eftir Trump í Arizona, Georgíu, Michigan, Nevada og Pennsylvaníu. Biden hefur tveggja stiga forskot á Trump í Wisconsin. Ástæðurnar eru meðal annars aldur Biden og aðgerðir hans í efnahagsmálum, jafnvel þótt Trump sé litlu yngri og staða efnahagsmála þykir almennt betri en menn höfðu óttast. Kjósendur virðast telja ákvarðanir Biden hafa komið niður á þeim persónulega. Þá virðist Biden hafa tapað stuðningi meðal yngra fólks, svartra og fólks af rómönskum uppruna. Trump nýtur nú stuðnings um 20 prósent svartra í fyrrnefndum ríkjum, sem er fordæmalaust fyrir frambjóðanda Repúblikanaflokksins. Samkvæmt skoðanakönnuninni eru bæði Biden og Trump afar óvinsælir meðal kjósenda en þeir virðast þó heldur á því að refsa sitjandi forseta, sem þeir segja hafa beint Bandaríkjunum á ranga braut. Dómsmálin sem Trump er nú flæktur í virðast ekki hafa komið niður á stuðningi við hann eða trú fólks á honum en mun fleiri sögðust treysta Trump í efnahagsmálum en Biden, óháð kyni, menntun og tekjum. Jafnvel þótt Biden hafi ár til að rétta úr kútnum benda niðurstöðurnar til þess að hann muni eiga við ramman reip að draga, þar sem tvöfalt fleiri segja efnahagsmálin mun ráða atkvæði sínu frekar en málefni á borð við þungunarrof eða skotvopnalög. Sjá má niðurstöður skoðanakönnunarinnar á forsíðu New York Times.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira