Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki sem varaflugvöllur Bjarni Jónsson skrifar 6. nóvember 2023 10:31 Kostir þess að byggja upp Alexandersflugvöll á Sauðárkróki sem varaflugvöll verða æ ljósari vegna staðsetningar hans og einstakra flugskilyrða. Fyrir skemmstu mælti ég aftur fyrir tillögu þess efnis á alþingi. Við höfum verið rækilega minnt á það að undanförnu hve mikilvægt það er að hafa varaflugvelli sem eru vel í sveit settir og bjóða upp á sem tryggast aðgengi, bæði úr lofti en ekki síður landleiðina þannig að ávallt sé hægt að koma farþegum áleiðis og um sem stystan veg. Jarðhræringar sem ekki sér fyrir endann á, skapa óvissuástand hvað varðar flug á Reykjanesi og við sáum hvernig staða getur komið upp, líkt og síðastliðinn vetur þegar vegsamgöngur á milli Keflavíkur og Reykjavíkur lokuðust vegna óveðurs. Hluta þess tíma var ekki hægt að fljúga um Akureyrarflugvöll vegna skilyrða þar og aukinheldur lokaðist vegurinn landleiðina um tíma. Allan þennan tíma var hinsvegar, fært til Sauðárkróks og fullbúinn Alexandersflugvöllur hefði getað þjónað flugumferð til og frá landinu. Einstök staðsetning flugvallarins Það er einfaldlega mikil þörf á varaflugvelli þar sem aðstæður til lendingar og flugtaks eru sem bestar, ekki mjög fjarri Keflavíkurflugvelli og einnig flugvellinum á Akureyri og ljóst að aðrir flugvellir uppfylla þau skilyrði ekki eins vel. Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki er aðeins 120 km frá Akureyri. Á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur eru um 295 km. Milli Akureyrar og Reykjavíkur eru um 390 km, milli Reykjavíkur og Egilsstaða um 650 km og milli Akureyrar og Egilsstaða um 265 km. Það er því töluverður munur á vegalengdum og ferðatíma á milli Egilsstaða og Reykjavíkur annars vegar og Sauðárkróks og Reykjavíkur hins vegar. Greiðar samgöngur og góð flugskilyrði Í gögnum frá Vegagerðinni frá árinu 2019 kemur fram að þjóðvegurinn frá Sauðárkróki til Reykjavíkur hafi aðeins verið lokaður í 0,7 daga á ári frá árinu 2011 á meðan lokanir á þjóðveginum frá Egilsstöðum að höfuðborgarsvæðinu lokast í 2,5 daga á ári ef keyrt er suður leiðina og næstum 10 daga á ári ef styttri leiðin um norðurland er farin. Aðflug í Skagafirði er gott, enda fjörðurinn víður og lítið um hindranir. Völlurinn vísar í norður og suður sem eru einnig ríkjandi vindáttir í Skagafirði. Þá er staðsetning vallarins hagstæð með tilliti til snjóa og álags á flugbrautum. Heilt yfir er mikilvægt að við tryggjum öryggi samganga, hvort sem er á jörðu, sjó eða í lofti. Þessi tillaga er liður í því að fjölga valkostum á þeirri vegferð. Varaflugvallagjald nýtist bæði til uppbyggingar varaflugvalla og flugvalla sem gegna sjúkraflugi Treysta þarf stöðu Alexandersflugvallar á Sauðárkróki í grunnneti samgangna með því að skilgreina hann sem varaflugvöll og ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir og fjárfestingu í búnaði svo að flugvöllurinn geti orðið vottaður varaflugvöllur fyrir millilandavélar sem ekki geta lent á öðrum flugvöllum landsins. Í því skyni þarf að uppfæra mögulegt þjónustustig Alexandersflugvallar hvað varðar viðhald, aðstöðu, búnað, flug- og lendingaröryggi og viðbragðstíma gagnvart almennum lendingum og sjúkraflugi. Samgönguyfirvöld hafa verið of sporstutt undanfarin ár í uppbyggingu varaflugvalla og flugvalla sem skipta einnig sköpum fyrir sjúkraflug, og nefni ég þar sérstaklega Blönduósflugvöll. Það er mikilvægt að fjármunir sem fást í gegnum varaflugvallargjaldið sem samþykkt var á alþingi síðastliðið vor og tók gildi 1 nóv. sl. skili sér í uppbyggingu þessara flugvalla og búnaðar til að auka öryggi þeirra. Áætlað er að varaflugvallargjaldið geti skilað um 1,5 milljarði árlega, en gæta þarf þess að þeir fjármunir skili sér sannarlega beint í þau verkefni sem þeim er ætlað, uppbyggingu flugbrauta og búnaðar til að bæta flugöryggi. Ég vænti þess ásamt meðflutningsmanni mínum, Bergþóri Ólasyni að tillagan fái góðar viðtökur og samgönguyfirvöld gerist sporléttari í að greiða fyrir málinu. https://www.althingi.is/altext/154/s/0127.html Einsýnt er að verulegur ávinningur yrði af uppbyggingu við Alexandersflugvöll og ljóst að slíkur flugvöllur muni þjóna landinu öllu vel sem varaflugvöllur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi og formaður umhverfis og samgöngunefndar alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Fréttir af flugi Skagafjörður Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Kostir þess að byggja upp Alexandersflugvöll á Sauðárkróki sem varaflugvöll verða æ ljósari vegna staðsetningar hans og einstakra flugskilyrða. Fyrir skemmstu mælti ég aftur fyrir tillögu þess efnis á alþingi. Við höfum verið rækilega minnt á það að undanförnu hve mikilvægt það er að hafa varaflugvelli sem eru vel í sveit settir og bjóða upp á sem tryggast aðgengi, bæði úr lofti en ekki síður landleiðina þannig að ávallt sé hægt að koma farþegum áleiðis og um sem stystan veg. Jarðhræringar sem ekki sér fyrir endann á, skapa óvissuástand hvað varðar flug á Reykjanesi og við sáum hvernig staða getur komið upp, líkt og síðastliðinn vetur þegar vegsamgöngur á milli Keflavíkur og Reykjavíkur lokuðust vegna óveðurs. Hluta þess tíma var ekki hægt að fljúga um Akureyrarflugvöll vegna skilyrða þar og aukinheldur lokaðist vegurinn landleiðina um tíma. Allan þennan tíma var hinsvegar, fært til Sauðárkróks og fullbúinn Alexandersflugvöllur hefði getað þjónað flugumferð til og frá landinu. Einstök staðsetning flugvallarins Það er einfaldlega mikil þörf á varaflugvelli þar sem aðstæður til lendingar og flugtaks eru sem bestar, ekki mjög fjarri Keflavíkurflugvelli og einnig flugvellinum á Akureyri og ljóst að aðrir flugvellir uppfylla þau skilyrði ekki eins vel. Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki er aðeins 120 km frá Akureyri. Á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur eru um 295 km. Milli Akureyrar og Reykjavíkur eru um 390 km, milli Reykjavíkur og Egilsstaða um 650 km og milli Akureyrar og Egilsstaða um 265 km. Það er því töluverður munur á vegalengdum og ferðatíma á milli Egilsstaða og Reykjavíkur annars vegar og Sauðárkróks og Reykjavíkur hins vegar. Greiðar samgöngur og góð flugskilyrði Í gögnum frá Vegagerðinni frá árinu 2019 kemur fram að þjóðvegurinn frá Sauðárkróki til Reykjavíkur hafi aðeins verið lokaður í 0,7 daga á ári frá árinu 2011 á meðan lokanir á þjóðveginum frá Egilsstöðum að höfuðborgarsvæðinu lokast í 2,5 daga á ári ef keyrt er suður leiðina og næstum 10 daga á ári ef styttri leiðin um norðurland er farin. Aðflug í Skagafirði er gott, enda fjörðurinn víður og lítið um hindranir. Völlurinn vísar í norður og suður sem eru einnig ríkjandi vindáttir í Skagafirði. Þá er staðsetning vallarins hagstæð með tilliti til snjóa og álags á flugbrautum. Heilt yfir er mikilvægt að við tryggjum öryggi samganga, hvort sem er á jörðu, sjó eða í lofti. Þessi tillaga er liður í því að fjölga valkostum á þeirri vegferð. Varaflugvallagjald nýtist bæði til uppbyggingar varaflugvalla og flugvalla sem gegna sjúkraflugi Treysta þarf stöðu Alexandersflugvallar á Sauðárkróki í grunnneti samgangna með því að skilgreina hann sem varaflugvöll og ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir og fjárfestingu í búnaði svo að flugvöllurinn geti orðið vottaður varaflugvöllur fyrir millilandavélar sem ekki geta lent á öðrum flugvöllum landsins. Í því skyni þarf að uppfæra mögulegt þjónustustig Alexandersflugvallar hvað varðar viðhald, aðstöðu, búnað, flug- og lendingaröryggi og viðbragðstíma gagnvart almennum lendingum og sjúkraflugi. Samgönguyfirvöld hafa verið of sporstutt undanfarin ár í uppbyggingu varaflugvalla og flugvalla sem skipta einnig sköpum fyrir sjúkraflug, og nefni ég þar sérstaklega Blönduósflugvöll. Það er mikilvægt að fjármunir sem fást í gegnum varaflugvallargjaldið sem samþykkt var á alþingi síðastliðið vor og tók gildi 1 nóv. sl. skili sér í uppbyggingu þessara flugvalla og búnaðar til að auka öryggi þeirra. Áætlað er að varaflugvallargjaldið geti skilað um 1,5 milljarði árlega, en gæta þarf þess að þeir fjármunir skili sér sannarlega beint í þau verkefni sem þeim er ætlað, uppbyggingu flugbrauta og búnaðar til að bæta flugöryggi. Ég vænti þess ásamt meðflutningsmanni mínum, Bergþóri Ólasyni að tillagan fái góðar viðtökur og samgönguyfirvöld gerist sporléttari í að greiða fyrir málinu. https://www.althingi.is/altext/154/s/0127.html Einsýnt er að verulegur ávinningur yrði af uppbyggingu við Alexandersflugvöll og ljóst að slíkur flugvöllur muni þjóna landinu öllu vel sem varaflugvöllur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi og formaður umhverfis og samgöngunefndar alþingis
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun