Helgi segir „woke-æði“ ráða því að séra Friðriki er steypt af stalli Jakob Bjarnar skrifar 10. nóvember 2023 14:06 Helgi Áss er þeirrar skoðunar að borgarráð sé á vafasömu róli með að vilja fjarlægja styttuna á altari ósannaðra ásakana. vísir/vilhelm Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, geldur varhug við því að styttan af séra Friðriki Friðrikssyni verði fjarlægð. Helgi Áss ritar grein á Vísi þar sem hann fer yfir málið en eins og lesendur Vísis þekkja mæta vel hefur bók Guðmundar Magnússonar sagnfræðings um sr. Friðrik Friðriksson, hinn fyrrum dáða og elskaða æskulýðsfrömuð, orðið til að svipta manninn helgi sinni. Guðmundur upplýsti að á ritunartíma bókarinnar hafi maður nokkur á sjötugsaldri sett sig í samband við sig og sagt honum að Séra Friðrik hafi leitað á sig með ósæmilegum hætti. Þetta fékk svo á Guðmund að hann var að hugsa um að leggja verkið frá sér, en sagði svo að sannleikurinn yrði að fá fram að ganga. Séra Friðrik kom að stofnum KFUM og KFUK, Knattspyrnufélagsins Vals og sumarbúðanna í Vatnaskógi og var yfir nírætt þegar hann lést árið 1961. Eins og Helgi Áss bendir á í grein sinni var þótti ástæða til að reisa af honum styttu en hún var afhjúpuð árið 1955. Borgarráð á villigötum Í greininni bendir Helgi á að ásakanirnar á hendur séra Friðriki séu nafnlausar og órannsakaðar. Engar sannanir eru fyrirliggjandi. Viðbrögð borgarráðs í gær voru hins vegar þau að samþykkja eftirfarandi tillögu: „Töluverð umræða hefur skapast um styttuna séra Friðrik og drengurinn í kjölfar útkomu bókarinnar Séra Friðrik og drengirnir hans og tengdrar fjölmiðlaumræðu. Fyrir borgarráði liggur einnig tillaga Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa um að fjarlægja beri styttuna. Lagt er til að borgarráð samþykkti að leita umsagnar KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort taka eigi minnismerki um sr. Friðrik Friðriksson, sem er á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu, af stalli í ljósi ásakana sem fram hafa komið um að sr. Friðrik hafi beitt drengi kynferðislegu áreiti eða ofbeldi.“ Hvaða stytta fellur næst? Helgi er þeirrar skoðunar að með því að samþykkja þessa tillögu fallist borgarráð á að ásakanir, studdar takmörkuðum sönnunargögnum, dugi til að hefja ferli sem kann að leiða til þess að stytta sé fjarlægð eða færð til í borgarlandinu. Og Helgi veltir því fyrir sér hvaða stytta verði næst fyrir barðinu á því sem hann kallar „woke-æði“. „Í þessu samhengi er ástæða til að minna á að fyrir nokkrum árum var „woke-æðið“ út í heimi komið á slíkt stig að háværar kröfur voru uppi um að stytta af Winston Churchill, forsætisráðherra Breta á meðan seinni heimsstyrjöldinni stóð, yrði fjarlægð úr miðborg London,“ skrifar Helgi Áss og telur þessa þróun varhugaverða. Mál séra Friðriks Friðrikssonar Borgarstjórn Styttur og útilistaverk Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Samstaða í borgarráði um örlög styttunnar Borgarráð samþykkti í morgun tillögu um að leitað verði umsagna KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort fjarlægja eigi styttuna af séra Friðriki sem stendur á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu. 9. nóvember 2023 12:01 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Helgi Áss ritar grein á Vísi þar sem hann fer yfir málið en eins og lesendur Vísis þekkja mæta vel hefur bók Guðmundar Magnússonar sagnfræðings um sr. Friðrik Friðriksson, hinn fyrrum dáða og elskaða æskulýðsfrömuð, orðið til að svipta manninn helgi sinni. Guðmundur upplýsti að á ritunartíma bókarinnar hafi maður nokkur á sjötugsaldri sett sig í samband við sig og sagt honum að Séra Friðrik hafi leitað á sig með ósæmilegum hætti. Þetta fékk svo á Guðmund að hann var að hugsa um að leggja verkið frá sér, en sagði svo að sannleikurinn yrði að fá fram að ganga. Séra Friðrik kom að stofnum KFUM og KFUK, Knattspyrnufélagsins Vals og sumarbúðanna í Vatnaskógi og var yfir nírætt þegar hann lést árið 1961. Eins og Helgi Áss bendir á í grein sinni var þótti ástæða til að reisa af honum styttu en hún var afhjúpuð árið 1955. Borgarráð á villigötum Í greininni bendir Helgi á að ásakanirnar á hendur séra Friðriki séu nafnlausar og órannsakaðar. Engar sannanir eru fyrirliggjandi. Viðbrögð borgarráðs í gær voru hins vegar þau að samþykkja eftirfarandi tillögu: „Töluverð umræða hefur skapast um styttuna séra Friðrik og drengurinn í kjölfar útkomu bókarinnar Séra Friðrik og drengirnir hans og tengdrar fjölmiðlaumræðu. Fyrir borgarráði liggur einnig tillaga Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa um að fjarlægja beri styttuna. Lagt er til að borgarráð samþykkti að leita umsagnar KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort taka eigi minnismerki um sr. Friðrik Friðriksson, sem er á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu, af stalli í ljósi ásakana sem fram hafa komið um að sr. Friðrik hafi beitt drengi kynferðislegu áreiti eða ofbeldi.“ Hvaða stytta fellur næst? Helgi er þeirrar skoðunar að með því að samþykkja þessa tillögu fallist borgarráð á að ásakanir, studdar takmörkuðum sönnunargögnum, dugi til að hefja ferli sem kann að leiða til þess að stytta sé fjarlægð eða færð til í borgarlandinu. Og Helgi veltir því fyrir sér hvaða stytta verði næst fyrir barðinu á því sem hann kallar „woke-æði“. „Í þessu samhengi er ástæða til að minna á að fyrir nokkrum árum var „woke-æðið“ út í heimi komið á slíkt stig að háværar kröfur voru uppi um að stytta af Winston Churchill, forsætisráðherra Breta á meðan seinni heimsstyrjöldinni stóð, yrði fjarlægð úr miðborg London,“ skrifar Helgi Áss og telur þessa þróun varhugaverða.
Mál séra Friðriks Friðrikssonar Borgarstjórn Styttur og útilistaverk Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Samstaða í borgarráði um örlög styttunnar Borgarráð samþykkti í morgun tillögu um að leitað verði umsagna KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort fjarlægja eigi styttuna af séra Friðriki sem stendur á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu. 9. nóvember 2023 12:01 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Samstaða í borgarráði um örlög styttunnar Borgarráð samþykkti í morgun tillögu um að leitað verði umsagna KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort fjarlægja eigi styttuna af séra Friðriki sem stendur á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu. 9. nóvember 2023 12:01