Treystu ferlinu og sóttu sjöunda sigurinn í röð Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. nóvember 2023 10:29 Joel Embiid var verðmætasti leikmaðurinn í NBA-deildinni síðasta vetur og hefur nú unnið sjö sigra í röð með 76ers. Getty/Mitchell Leff Philadelphia 76ers héldu áfram sigurgöngu sinni og liðið hefur nú unnið sjö deildarleiki í röð eftir að tapa þeim fyrsta. Alls fóru níu leikir fram í nýju móti innan NBA í nótt. Öll lið hafa nú leikið einu sinni í riðlakeppni mótsins. Öll 30 liðin taka þátt í mótinu, þeim er skipt í sex riðla af handahófi og leika við hvort annað innbyrðis, leikirnir teljast allir með sem deildarleikir og hafa áhrif á niðurröðun liðanna, nema undanúrslita- og úrslitaleikurinn sem fer fram í byrjun desember í Las Vegas. Efsta lið hvers riðils, auk tveggja 'wildcard' liða fara áfram í 8-liða úrslit. Mikið púður hefur verið lagt í að gera mótið spennandi fyrir alla sem að því koma, leikmenn, þjálfara og aðdáendur. Allir leikmenn og þjálfarar sigurliðsins fá 500.000$ í verðlaunafé. Phoenix frumsýndi nýjan fjólubláan völl sem verður eingöngu notaður í mótsleiki en sparaður í venjulegum deildarleikjum. Þeir töpuðu leik sínum gegn LA Lakers, 119-122. Two of the NBA's all-time best put on a SHOW in West Group A play! LeBron: 32 PTS (11/17 FGM), 10 REB, 6 ASTKD: 38 PTS (4/6 3PM), 9 REB, 4 AST pic.twitter.com/QYEXgOZUpI— NBA (@NBA) November 11, 2023 Philadelphia 76ers unnu sjöunda leik sinn í röð þegar liðið lagði Detroit Pistons að velli, 114-106. Joel Embiid og Tyrese Maxey, skærustu stjörnur liðsins eftir brotthvarf James Harden, áttu góðan leik. The Sixers duo shined in their first NBA in-season tournament win 🔥 pic.twitter.com/jnU3A0bfiw— NBA on ESPN (@ESPNNBA) November 11, 2023 Giannis Antetokounmpo átti stórleik í 124-126 tapi Milwaukee Bucks gegn Indiana Pacers og skoraði 54 stig. Hann lét tapið ekkert á sig fá og grínaðist á samfélagsmiðlum eftir á. Giannis in Indiana after this game: pic.twitter.com/rSGvw8IB1S— SportsCenter (@SportsCenter) November 10, 2023 Golden State Warriors, með skvettubræðurna Steph Curry og Klay Thompson fremsta í flokki, fengu tvö tækifæri til að jafna leikinn á lokasekúndum gegn ríkjandi meisturum Denver Nuggets, en töpuðu að endingu 105-108. The Warriors missed two chances to tie and lose to the Nuggets 😬 pic.twitter.com/PEuUp4m5oA— SportsCenter (@SportsCenter) November 9, 2023 Öll úrslit næturinnar má finna hér og stöðuna í riðlakeppni mótsins má sjá hér. Hægt er að horfa á alla leiki deildarinnar með áskrift að NBA League Pass sem er á sérstökum vildarkjörum fyrir áskrifendur Stöð 2. Lögmál leiksins fjallar svo um deildina á Stöð 2 Sport. NBA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Sjá meira
Öll 30 liðin taka þátt í mótinu, þeim er skipt í sex riðla af handahófi og leika við hvort annað innbyrðis, leikirnir teljast allir með sem deildarleikir og hafa áhrif á niðurröðun liðanna, nema undanúrslita- og úrslitaleikurinn sem fer fram í byrjun desember í Las Vegas. Efsta lið hvers riðils, auk tveggja 'wildcard' liða fara áfram í 8-liða úrslit. Mikið púður hefur verið lagt í að gera mótið spennandi fyrir alla sem að því koma, leikmenn, þjálfara og aðdáendur. Allir leikmenn og þjálfarar sigurliðsins fá 500.000$ í verðlaunafé. Phoenix frumsýndi nýjan fjólubláan völl sem verður eingöngu notaður í mótsleiki en sparaður í venjulegum deildarleikjum. Þeir töpuðu leik sínum gegn LA Lakers, 119-122. Two of the NBA's all-time best put on a SHOW in West Group A play! LeBron: 32 PTS (11/17 FGM), 10 REB, 6 ASTKD: 38 PTS (4/6 3PM), 9 REB, 4 AST pic.twitter.com/QYEXgOZUpI— NBA (@NBA) November 11, 2023 Philadelphia 76ers unnu sjöunda leik sinn í röð þegar liðið lagði Detroit Pistons að velli, 114-106. Joel Embiid og Tyrese Maxey, skærustu stjörnur liðsins eftir brotthvarf James Harden, áttu góðan leik. The Sixers duo shined in their first NBA in-season tournament win 🔥 pic.twitter.com/jnU3A0bfiw— NBA on ESPN (@ESPNNBA) November 11, 2023 Giannis Antetokounmpo átti stórleik í 124-126 tapi Milwaukee Bucks gegn Indiana Pacers og skoraði 54 stig. Hann lét tapið ekkert á sig fá og grínaðist á samfélagsmiðlum eftir á. Giannis in Indiana after this game: pic.twitter.com/rSGvw8IB1S— SportsCenter (@SportsCenter) November 10, 2023 Golden State Warriors, með skvettubræðurna Steph Curry og Klay Thompson fremsta í flokki, fengu tvö tækifæri til að jafna leikinn á lokasekúndum gegn ríkjandi meisturum Denver Nuggets, en töpuðu að endingu 105-108. The Warriors missed two chances to tie and lose to the Nuggets 😬 pic.twitter.com/PEuUp4m5oA— SportsCenter (@SportsCenter) November 9, 2023 Öll úrslit næturinnar má finna hér og stöðuna í riðlakeppni mótsins má sjá hér. Hægt er að horfa á alla leiki deildarinnar með áskrift að NBA League Pass sem er á sérstökum vildarkjörum fyrir áskrifendur Stöð 2. Lögmál leiksins fjallar svo um deildina á Stöð 2 Sport.
NBA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Sjá meira