Afhverju strætó? Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar 12. nóvember 2023 07:01 Strætó, stundum kallaður bussinn eða Gula limman, brunar um göturnar allan liðlangan daginn. Bílstjórarnir setjast upp í bílana fyrir sólarupprás og eru ekki farnir af götunum fyrr en komið er að háttatíma. Svo ekki sé minnst á sniðuga næturstrætóinn. Þrátt fyrir að bjóða auðveldan kost til þess að bæta umhverfisáhrif er aðeins brot af landsbúum sem nýta sér þessi fríðindi. Sum segja strætó of óútreiknanlegan, en bílar geta verið það líka og ef bíllinn bilar þá er nú alveg víst að það mætir ekki annar korteri seinna til að bjarga málunum. Stundum eru hnökrar sem leiðinlegt er að lenda í, en ef fleiri nýta sér Strætó er miklu meira rými fyrir bætingu. Ef farþegarnir vinna með strætókerfinu, láta heyra í sér þegar þarf og senda inn tillögur, þá er mun líklegra að eitthvað breytist. Ein ástæða fyrir seinagangi vagnanna er dagleg umferðarteppa sem bílandi fólk lendir líka í. Meira að segja má líta á það þannig að við sem keyrum bíl erum ekki að lenda í umferð heldur erum við umferðin. Klukkan hálf átta til hálf níu eru þúsundir bíla stopp á brautum höfuðborgarsvæðisins. Á sama tíma eru fleiri strætóar kallaðir inn til að koma til móts við álagstíma dagsins. Strætóinn er seinn út af bílaumferð og bílandi fólkið er það líka. Hvað ef fleiri skildu bílinn sinn eftir heima og nýttu sér almenningssamgöngur í staðinn? Það gæti minnkað umferð og aukið líkur á bætingu strætókerfisins. Svo má ekki gleyma sérstökum strætóbrautum í umferðinni, sem gera það að verkum að farþegar gulu limmunnar eru jafnvel í betri málum en bípandi reiðir einkabílar. Fyrir nokkru hækkaði bensínið gríðarlega í verði en svo virðist sem það hafi ekki breytt okkur miklu. Enda er mengandi spilliefnislosun mannréttindi, eða hitt þó heldur. Bensín er flokkað sem hættulegt umhverfinu af mörgum ástæðum, en auðvitað höfum við vanið okkur á óneitanleg þægindi einkabílsins og erfitt er að segja skilið við þau sí svona. Það þýðir samt ekki að það sé ómögulegt eða of erfitt til þess að taka eitt skref í einu. Ekki vita margir að auk gróðurhúsalofttegunda úr bensíninu þá kemur 75% af örplastinu í sjónum frá dekkjum bílanna á götunni. Þetta mengar fyrir sjávarlífi og hefur áhrif á hringrás lífsins. Bílar eru alger tískuvara sem skreyta okkur eins og litríkar páfagauksfjaðrir en eru vissulega þáttur í því að skemma umhverfið okkar. Það má færa rök fyrir því að í staðinn fyrir að kaupa nýjan bíl sé miklu meira cool að fjárfesta í einu strætókorti, hagstætt, umhverfisvænt og sýnir skynsaman karakter. Við þekkjum öll klisjurnar “Þetta reddast” og “Ég byrja bara á morgun” en það tekur tíma að byggja upp vana. Það að flokka, borða hollt, lesa meira og nota minna bensín eru vissulega venjur sem við verðum að tileinka okkur með því að byrja smátt. Það að nenna ekki er ekki góð afsökun alltaf því “þetta reddast” ekki nema að einhver “reddi því”. Húsið okkar brennur og við verðum að líta innávið og vera tilbúin að taka skrefin. Eitt skref í einu. Skvísurök fyrir því að taka strætó Ég skipulegg daginn minn betur. Ég held mér í betra formi. Ég er líklegri til að gera það sem ég ætlaði mér að gera Ég kom með ræktardót og skóladót svo get to work girl. Ég get svarað emailum í strætónum (time management queen) Ég þarf ekki að eyða pening í bensín ég þarf ekki að fara með bílinn í skoðum Ég þarf ekki að skafa, moka, hita hann upp Ég er umhverfisqueen sem er einu skrefi nær því að bjarga heiminum Höfundur er meðlimur Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Strætó Samgöngur Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Strætó, stundum kallaður bussinn eða Gula limman, brunar um göturnar allan liðlangan daginn. Bílstjórarnir setjast upp í bílana fyrir sólarupprás og eru ekki farnir af götunum fyrr en komið er að háttatíma. Svo ekki sé minnst á sniðuga næturstrætóinn. Þrátt fyrir að bjóða auðveldan kost til þess að bæta umhverfisáhrif er aðeins brot af landsbúum sem nýta sér þessi fríðindi. Sum segja strætó of óútreiknanlegan, en bílar geta verið það líka og ef bíllinn bilar þá er nú alveg víst að það mætir ekki annar korteri seinna til að bjarga málunum. Stundum eru hnökrar sem leiðinlegt er að lenda í, en ef fleiri nýta sér Strætó er miklu meira rými fyrir bætingu. Ef farþegarnir vinna með strætókerfinu, láta heyra í sér þegar þarf og senda inn tillögur, þá er mun líklegra að eitthvað breytist. Ein ástæða fyrir seinagangi vagnanna er dagleg umferðarteppa sem bílandi fólk lendir líka í. Meira að segja má líta á það þannig að við sem keyrum bíl erum ekki að lenda í umferð heldur erum við umferðin. Klukkan hálf átta til hálf níu eru þúsundir bíla stopp á brautum höfuðborgarsvæðisins. Á sama tíma eru fleiri strætóar kallaðir inn til að koma til móts við álagstíma dagsins. Strætóinn er seinn út af bílaumferð og bílandi fólkið er það líka. Hvað ef fleiri skildu bílinn sinn eftir heima og nýttu sér almenningssamgöngur í staðinn? Það gæti minnkað umferð og aukið líkur á bætingu strætókerfisins. Svo má ekki gleyma sérstökum strætóbrautum í umferðinni, sem gera það að verkum að farþegar gulu limmunnar eru jafnvel í betri málum en bípandi reiðir einkabílar. Fyrir nokkru hækkaði bensínið gríðarlega í verði en svo virðist sem það hafi ekki breytt okkur miklu. Enda er mengandi spilliefnislosun mannréttindi, eða hitt þó heldur. Bensín er flokkað sem hættulegt umhverfinu af mörgum ástæðum, en auðvitað höfum við vanið okkur á óneitanleg þægindi einkabílsins og erfitt er að segja skilið við þau sí svona. Það þýðir samt ekki að það sé ómögulegt eða of erfitt til þess að taka eitt skref í einu. Ekki vita margir að auk gróðurhúsalofttegunda úr bensíninu þá kemur 75% af örplastinu í sjónum frá dekkjum bílanna á götunni. Þetta mengar fyrir sjávarlífi og hefur áhrif á hringrás lífsins. Bílar eru alger tískuvara sem skreyta okkur eins og litríkar páfagauksfjaðrir en eru vissulega þáttur í því að skemma umhverfið okkar. Það má færa rök fyrir því að í staðinn fyrir að kaupa nýjan bíl sé miklu meira cool að fjárfesta í einu strætókorti, hagstætt, umhverfisvænt og sýnir skynsaman karakter. Við þekkjum öll klisjurnar “Þetta reddast” og “Ég byrja bara á morgun” en það tekur tíma að byggja upp vana. Það að flokka, borða hollt, lesa meira og nota minna bensín eru vissulega venjur sem við verðum að tileinka okkur með því að byrja smátt. Það að nenna ekki er ekki góð afsökun alltaf því “þetta reddast” ekki nema að einhver “reddi því”. Húsið okkar brennur og við verðum að líta innávið og vera tilbúin að taka skrefin. Eitt skref í einu. Skvísurök fyrir því að taka strætó Ég skipulegg daginn minn betur. Ég held mér í betra formi. Ég er líklegri til að gera það sem ég ætlaði mér að gera Ég kom með ræktardót og skóladót svo get to work girl. Ég get svarað emailum í strætónum (time management queen) Ég þarf ekki að eyða pening í bensín ég þarf ekki að fara með bílinn í skoðum Ég þarf ekki að skafa, moka, hita hann upp Ég er umhverfisqueen sem er einu skrefi nær því að bjarga heiminum Höfundur er meðlimur Ungra umhverfissinna.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun