„Það er mikil sorg, ótti og kvíði í fólkinu“ Bjarki Sigurðsson skrifar 12. nóvember 2023 11:26 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Einar Enn er verið að skoða útfærslu á leik- og grunnskólamálum Grindvíkinga. Bæjarstjórinn segir vinnuna í fullum gangi. Samverustund Grindvíkinga fer fram í Hallgrímskirkju í dag. Af þeim 3800 Grindvíkingum sem yfirgefa hafa þurft bæinn síðustu daga eru tæplega 600 grunnskólabörn. Rúmlega tvö hundruð eru síðan á leikskóla. Frá því að bærinn var rýmdur á föstudagskvöld hafa farið fram fjöldi funda um hvernig hátta eigi skólahaldi. Fái að vera saman Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir meginhugmyndina vera að grindvísk börn sem dvelja á höfuðborgarsvæðinu geti verið saman í skólanum . „Það er verið að undirbúa það að skólahald geti hafist sem fyrst eftir helgina. Það verður fundur hjá kennurum og skólayfirvöldum í Grindavík á morgun þar sem plönin verða lögð,“ segir Fannar. Þau börn sem eru utan höfuðborgarsvæðisins fara síðan í þann skóla sem þeim er næstur. Fá til liðs við sig sérfræðinga Klukkan fimm í dag hefst samverustund fyrir Grindvíkinga í Hallgrímskirkju. Þar munu meðal annarra Biskup Íslands og forseti Íslands ávarpa íbúana. „Þetta er hugsað sem svona kyrrðar- og samverustund þannig íbúar geti komið þarna hist og talað saman. Svo verða þarna örfá tónlistaratriði og einhver ávörp líka en fyrst og fremst verður þetta svo fólk geti hist og rætt saman hlutina,“ segir Fannar. Hann segir mikinn ótta vera í Grindvíkingum þessa stundina. „Það er mikil sorg, ótti og kvíði í fólkinu þannig við erum að reyna að fá líka til liðs við okkur sérfræðinga sem koma til aðstoðar vegna sálræna hlutans,“ segir Fannar. Hallgrímskirkja Grindavík Eldgos og jarðhræringar Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Nú er biðstaða“ Lögreglan á Suðurnesjum og aðrir viðbragðsaðilar eru nú í biðstöðu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir nóttina hafa verið viðburðarlitla en viðbragðsaðilar munu funda klukkan 11:00. 12. nóvember 2023 10:24 Búa heima hjá manni sem þau hafa aldrei hitt Heilt bæjarfélag þurfti að gista fjarri heimilum sínum í nótt. Einhverjir leituðu til ættingja og vina og aðrir til fjöldahjálparstöðva Rauða krossins. Þegar fréttastofu bar þar að garði á ellefta tímanum í morgun var ansi þungt yfir fólki sem virtist þó gera það besta úr stöðunni. Flestir voru af erlendu bergi brotnir, margir með börn. 11. nóvember 2023 19:26 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Af þeim 3800 Grindvíkingum sem yfirgefa hafa þurft bæinn síðustu daga eru tæplega 600 grunnskólabörn. Rúmlega tvö hundruð eru síðan á leikskóla. Frá því að bærinn var rýmdur á föstudagskvöld hafa farið fram fjöldi funda um hvernig hátta eigi skólahaldi. Fái að vera saman Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir meginhugmyndina vera að grindvísk börn sem dvelja á höfuðborgarsvæðinu geti verið saman í skólanum . „Það er verið að undirbúa það að skólahald geti hafist sem fyrst eftir helgina. Það verður fundur hjá kennurum og skólayfirvöldum í Grindavík á morgun þar sem plönin verða lögð,“ segir Fannar. Þau börn sem eru utan höfuðborgarsvæðisins fara síðan í þann skóla sem þeim er næstur. Fá til liðs við sig sérfræðinga Klukkan fimm í dag hefst samverustund fyrir Grindvíkinga í Hallgrímskirkju. Þar munu meðal annarra Biskup Íslands og forseti Íslands ávarpa íbúana. „Þetta er hugsað sem svona kyrrðar- og samverustund þannig íbúar geti komið þarna hist og talað saman. Svo verða þarna örfá tónlistaratriði og einhver ávörp líka en fyrst og fremst verður þetta svo fólk geti hist og rætt saman hlutina,“ segir Fannar. Hann segir mikinn ótta vera í Grindvíkingum þessa stundina. „Það er mikil sorg, ótti og kvíði í fólkinu þannig við erum að reyna að fá líka til liðs við okkur sérfræðinga sem koma til aðstoðar vegna sálræna hlutans,“ segir Fannar.
Hallgrímskirkja Grindavík Eldgos og jarðhræringar Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Nú er biðstaða“ Lögreglan á Suðurnesjum og aðrir viðbragðsaðilar eru nú í biðstöðu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir nóttina hafa verið viðburðarlitla en viðbragðsaðilar munu funda klukkan 11:00. 12. nóvember 2023 10:24 Búa heima hjá manni sem þau hafa aldrei hitt Heilt bæjarfélag þurfti að gista fjarri heimilum sínum í nótt. Einhverjir leituðu til ættingja og vina og aðrir til fjöldahjálparstöðva Rauða krossins. Þegar fréttastofu bar þar að garði á ellefta tímanum í morgun var ansi þungt yfir fólki sem virtist þó gera það besta úr stöðunni. Flestir voru af erlendu bergi brotnir, margir með börn. 11. nóvember 2023 19:26 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
„Nú er biðstaða“ Lögreglan á Suðurnesjum og aðrir viðbragðsaðilar eru nú í biðstöðu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir nóttina hafa verið viðburðarlitla en viðbragðsaðilar munu funda klukkan 11:00. 12. nóvember 2023 10:24
Búa heima hjá manni sem þau hafa aldrei hitt Heilt bæjarfélag þurfti að gista fjarri heimilum sínum í nótt. Einhverjir leituðu til ættingja og vina og aðrir til fjöldahjálparstöðva Rauða krossins. Þegar fréttastofu bar þar að garði á ellefta tímanum í morgun var ansi þungt yfir fólki sem virtist þó gera það besta úr stöðunni. Flestir voru af erlendu bergi brotnir, margir með börn. 11. nóvember 2023 19:26