Ljósmyndari RÚV segist sjá eftir hegðun sinni: „Algjörlega galið hjá mér“ Jón Þór Stefánsson skrifar 14. nóvember 2023 17:31 „Þetta er auðvitað leiðinlegt fyrir alla Grindvíkinga. Maður bara hagar sér ekki svona,“ segir fréttaljósmyndarinn Ragnar Visage. Vísir/Vilhelm Ragnar Visage, fréttaljósmyndari RÚV, segist skammast sín gríðarlega og sjá mikið eftir hegðun sinni í dag þegar hann reyndi að komast inn í mannlaust hús í Grindavík. „Mér líður ömurlega yfir þessu. Þetta var gert í algjöru óðagoti,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Hann segir að hann hafi líklega verið síðasti fjölmiðlamaðurinn eftir í Grindavík skömmu fyrir rýmingu í dag, þegar hann hafi verið beðinn um að ná myndefni innan úr húsi. „Ég er beðinn um að reyna að koma mér inn í eitthvað hús, og þar var algjörlega átt við hús þar sem að eitthvað fólk væri, en ég ákveð bara að tékka á næsta húsi í öllum þessar hasar,“ segir Ragnar sem tekur fram að þarna hafi verið sérstakar aðstæður, sem afsaki þó ekki hegðun sína. „Og í allri þessari geðveiki þá einhvern veginn að tékka á þessu. Ég sé auðvitað eftir á að þetta er algjörlega galið hjá mér.“ Ragnar segist ætla að læra af þessu, að hugsa fyrst í streituvaldandi aðstæðum. „Þetta er auðvitað leiðinlegt fyrir alla Grindvíkinga. Maður bara hagar sér ekki svona. Það sem ég vil gera er bara að „documentera“ og miðla efni,“ segir hann. Ragnar segist vera búinn að biðja björgunarsveitirnar og húseigendur afsökunar á þessari hegðun sinni. Jafnframt hefur Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, gefið út að atvikið sé ekki í anda fréttastofu RÚV og biður alla Grindvíkinga afsökunar. Ragnar hefur einnig tjáð sig um málið á Facebook síðustu sinni. Þar sér hann sig knúinn til að afsaka hegðun sína þar sem hann er „sennilega óvinsælasti maður dagsins“. Grindavík Fjölmiðlar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira
„Mér líður ömurlega yfir þessu. Þetta var gert í algjöru óðagoti,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Hann segir að hann hafi líklega verið síðasti fjölmiðlamaðurinn eftir í Grindavík skömmu fyrir rýmingu í dag, þegar hann hafi verið beðinn um að ná myndefni innan úr húsi. „Ég er beðinn um að reyna að koma mér inn í eitthvað hús, og þar var algjörlega átt við hús þar sem að eitthvað fólk væri, en ég ákveð bara að tékka á næsta húsi í öllum þessar hasar,“ segir Ragnar sem tekur fram að þarna hafi verið sérstakar aðstæður, sem afsaki þó ekki hegðun sína. „Og í allri þessari geðveiki þá einhvern veginn að tékka á þessu. Ég sé auðvitað eftir á að þetta er algjörlega galið hjá mér.“ Ragnar segist ætla að læra af þessu, að hugsa fyrst í streituvaldandi aðstæðum. „Þetta er auðvitað leiðinlegt fyrir alla Grindvíkinga. Maður bara hagar sér ekki svona. Það sem ég vil gera er bara að „documentera“ og miðla efni,“ segir hann. Ragnar segist vera búinn að biðja björgunarsveitirnar og húseigendur afsökunar á þessari hegðun sinni. Jafnframt hefur Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, gefið út að atvikið sé ekki í anda fréttastofu RÚV og biður alla Grindvíkinga afsökunar. Ragnar hefur einnig tjáð sig um málið á Facebook síðustu sinni. Þar sér hann sig knúinn til að afsaka hegðun sína þar sem hann er „sennilega óvinsælasti maður dagsins“.
Grindavík Fjölmiðlar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira