Klay og Draymond reknir í sturtu áður en skorað var stig í leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2023 07:01 Það gekk mikið á strax í upphafi leiks og bæði Klay Thompson og Draymond Green voru reknir í sturtu. Rudy Gobert fékk að finna fyrir því frá Green. AP/Jed Jacobsohn Þetta var ekki góð nótt fyrir lið Golden State Warriors í NBA deildinni í körfubolta sem tapaði þá fyrir Minnesota Timberwolves á heimavelli. Minnesota vann 104-101 sigur á Golden State eftir að hafa unnið fjórða leikhlutann með tíu stigum, 28-18. The Warriors and Timberwolves got chippy just two minutes into their in-season tournament game Draymond Green, Klay Thompson and Jaden McDaniels were all ejected. pic.twitter.com/m7UvULewa2— SportsCenter (@SportsCenter) November 15, 2023 Það er ekki nóg með það að liðið þurfti að spila leikinn án Stephen Curry, sem er meiddur á hné, heldur voru tvær stjörnur liðsins reknar út úr húsi eftir minna en tveggja mínútna leik. Klay Thompson, Draymond Green og svo Jaden McDaniels hjá Timberwolves voru allir reknir út úr húsi eftir að aðeins hundrað sekúndur voru liðnar af leiknum. Thompson og McDaniels lenti saman í hraðaupphlaupi eftir að Thompson hélt í treyju McDaniels í baráttu um boltann. McDaniels svaraði með því að grípa í Thompson og þeir neituðu að sleppa. Í framhaldinu fóru þeir að slá til hvors annars og ýta hvorum öðrum. Kerr weighs in on the Klay and Draymond ejections( : @_JordanJimenez) pic.twitter.com/on15FEHZuT— Bleacher Report (@BleacherReport) November 15, 2023 Þegar aðrir leikmenn ruku í átt að þeim þó tók Green franska miðherjann Rudy Gobert haustaki. Þjálfarar losuðu Green af Gobert og aðrir skildu þá Thompson og McDaniels í sundur. Ótrúleg byrjun á leiknum. Thompson og McDaniels fengu báðir tvær tæknivillur og Green fékk óíþróttamannslega villu tvö. Þetta er í fyrsta sinn á síðustu 25 árum sem margir leikmenn eru reknir út úr húsi áður en það er skorað stig í leiknum. Green var þarna að fá sinn annan brottrekstur á tímabilinu en hann var einnig rekinn út úr húsi á móti Cleveland Cavaliers á laugardaginn var. KAT took over in the Timberwolves' win in Golden State 33 PTS (season-high)11 REB5 3PMThe @Timberwolves third NBA In-Season Tournament game is Friday, 11/24 vs. SAC on the NBA App pic.twitter.com/97WN72FNk5— NBA (@NBA) November 15, 2023 Ofan á þessar fréttir sagði Steve Kerr, þjálfari Warriors, frá því eftir leikinn að Stephen Curry þyrfti að fara í myndatöku vegna hnémeiðslanna. Beðið er eftir niðurstöðunni. Curry datt illa á hnéð í leik á móti Minnesota á sunnudaginn. Hann kláraði leikinn en sást vera að strjúka hægra hnéð. Curry hefur haldið Golden State liðinu á floti á þessi tímabili með 30,7 stig í leik. Hann hefur skorað þrjátíu stig eða meira í sex af ellefu leikjum sínum með liðinu. Úrslitin í NBA í nótt: Charlotte Hornets-Miami Heat 105-111 Detroit Pistons-Atlanta Hawks 120-126 Philadelphia 76ers-Indiana Pacers 126-132 Brooklyn Nets-Orlando Magic 124-104 Oklahoma City Thunder-San Antonio Spurs 123-87 New Orleans Pelicans-Dallas Mavericks 131-110 Utah Jazz-Portland Trail Blazers 115-99 Denver Nuggets-Los Angeles Clippers 111-108 Golden State Warriors-Minnesota Timberwolves 101-104 Los Angeles Lakers-Memphis Grizzlies 134-107 NBA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Minnesota vann 104-101 sigur á Golden State eftir að hafa unnið fjórða leikhlutann með tíu stigum, 28-18. The Warriors and Timberwolves got chippy just two minutes into their in-season tournament game Draymond Green, Klay Thompson and Jaden McDaniels were all ejected. pic.twitter.com/m7UvULewa2— SportsCenter (@SportsCenter) November 15, 2023 Það er ekki nóg með það að liðið þurfti að spila leikinn án Stephen Curry, sem er meiddur á hné, heldur voru tvær stjörnur liðsins reknar út úr húsi eftir minna en tveggja mínútna leik. Klay Thompson, Draymond Green og svo Jaden McDaniels hjá Timberwolves voru allir reknir út úr húsi eftir að aðeins hundrað sekúndur voru liðnar af leiknum. Thompson og McDaniels lenti saman í hraðaupphlaupi eftir að Thompson hélt í treyju McDaniels í baráttu um boltann. McDaniels svaraði með því að grípa í Thompson og þeir neituðu að sleppa. Í framhaldinu fóru þeir að slá til hvors annars og ýta hvorum öðrum. Kerr weighs in on the Klay and Draymond ejections( : @_JordanJimenez) pic.twitter.com/on15FEHZuT— Bleacher Report (@BleacherReport) November 15, 2023 Þegar aðrir leikmenn ruku í átt að þeim þó tók Green franska miðherjann Rudy Gobert haustaki. Þjálfarar losuðu Green af Gobert og aðrir skildu þá Thompson og McDaniels í sundur. Ótrúleg byrjun á leiknum. Thompson og McDaniels fengu báðir tvær tæknivillur og Green fékk óíþróttamannslega villu tvö. Þetta er í fyrsta sinn á síðustu 25 árum sem margir leikmenn eru reknir út úr húsi áður en það er skorað stig í leiknum. Green var þarna að fá sinn annan brottrekstur á tímabilinu en hann var einnig rekinn út úr húsi á móti Cleveland Cavaliers á laugardaginn var. KAT took over in the Timberwolves' win in Golden State 33 PTS (season-high)11 REB5 3PMThe @Timberwolves third NBA In-Season Tournament game is Friday, 11/24 vs. SAC on the NBA App pic.twitter.com/97WN72FNk5— NBA (@NBA) November 15, 2023 Ofan á þessar fréttir sagði Steve Kerr, þjálfari Warriors, frá því eftir leikinn að Stephen Curry þyrfti að fara í myndatöku vegna hnémeiðslanna. Beðið er eftir niðurstöðunni. Curry datt illa á hnéð í leik á móti Minnesota á sunnudaginn. Hann kláraði leikinn en sást vera að strjúka hægra hnéð. Curry hefur haldið Golden State liðinu á floti á þessi tímabili með 30,7 stig í leik. Hann hefur skorað þrjátíu stig eða meira í sex af ellefu leikjum sínum með liðinu. Úrslitin í NBA í nótt: Charlotte Hornets-Miami Heat 105-111 Detroit Pistons-Atlanta Hawks 120-126 Philadelphia 76ers-Indiana Pacers 126-132 Brooklyn Nets-Orlando Magic 124-104 Oklahoma City Thunder-San Antonio Spurs 123-87 New Orleans Pelicans-Dallas Mavericks 131-110 Utah Jazz-Portland Trail Blazers 115-99 Denver Nuggets-Los Angeles Clippers 111-108 Golden State Warriors-Minnesota Timberwolves 101-104 Los Angeles Lakers-Memphis Grizzlies 134-107
Úrslitin í NBA í nótt: Charlotte Hornets-Miami Heat 105-111 Detroit Pistons-Atlanta Hawks 120-126 Philadelphia 76ers-Indiana Pacers 126-132 Brooklyn Nets-Orlando Magic 124-104 Oklahoma City Thunder-San Antonio Spurs 123-87 New Orleans Pelicans-Dallas Mavericks 131-110 Utah Jazz-Portland Trail Blazers 115-99 Denver Nuggets-Los Angeles Clippers 111-108 Golden State Warriors-Minnesota Timberwolves 101-104 Los Angeles Lakers-Memphis Grizzlies 134-107
NBA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira