„Heilt yfir fannst mér dómgæslan hjá tveimur dómurum mjög skrýtin“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. nóvember 2023 16:17 Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var ánægður með spilamennsku síns liðs, en fannst aðrir starfsmenn leiksins ekki vera með sér í liði. Vísir/Hulda Margrét Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka í Subway-deild kvenna í körfubolta, var eðlilega svekktur eftir tveggja stiga tap gegn Stjörnunni í dag. Lokatölur 77-75, en Bjarna fannst dómgæslan í leiknum halla á sitt lið. „Mér fannst við bara eiga að taka þennan leik. Það var færi til þess, en það náðist ekki,“ sagði Bjarni í viðtali eftir leik. „Þær náttúrulega rúlla okkur upp ú fráköstum og eru að fá allt of mörgum sinnum tvo sénsa sóknarlega, þar kannski liggur munurinn helst. Svo er vont að missa bæði Þóru [Kristínu Jónsdóttur] og Tinnu [Alexandersdóttur] út með fimm villur.“ Fannst dómgæslan halla á sitt lið „Heilt yfir fannst mér dómgæslan hjá tveimur dómurum í þessum leik satt að segja mjög - svo ég orði það bara pent - mjög, mjög skrýtin. Það hjálpar ekki til. Við erum með helmingi fleiri villur og mér fannst mjög skrýtinn taktur í þessu.“ Hann bætir einnig við að honum hafi þótt dómgæslan halla á sitt lið. „Mér fannst halla á okkur og mér fannst við vera að fá dæmdar á okkur mjög ódýrar snertingar. Það voru tvær villur á Tinnu sem ég man eftir sem voru mjög skrýtnar og það sama með Þóru. Það er dýrt að missa okkar lykilleikmenn út í lokin, en svo ég segi það aftur þá töpuðum við þessum leik fyrst og fremst á fráköstum. Við hefðum getað klárað þetta ef við hefðum stigið aðeins betur út og verið aðeins grimmari þar, en það er margt jákvætt í þessum leik.“ Vont að missa leikinn í lokin en jákvæð merki á liðinu Haukar hófu leikinn mjög illa og skoruðu aðeins níu stig í fyrsta leikhluta. Liðið vaknaði þó til lífsins eftir það og fór með forystu inn í hálfleikinn og í þriðja leikhluta virtust öll skot hjá liðinu detta. Það dugði þó ekki til og Stjörnukonur stálu sigrinum í lokin. „Það er mjög vont að missa þetta svona í lokin. Ég kem bara aftur að því sama, með fullri virðingu fyrir öllum, að við erum án Helenu [Sverrisdóttur] og Keiru [Robinson] þannig við erum ekki eins djúpar og við höfum verið. Að missa Þóru og Tinnu út og þurfa að skipta þeim út í villuvandræðum hjálpar ekki til, en við vorum í bullandi séns á að taka þetta.“ „Við spiluðum vel þó það hafi kannski verið okkar akkílesarhæll að þegar við höfum ekki verið að setja niður skotin eins og í fyrsta leikhluta þá höfum við verið að detta niður andlega. Við byrjuðum erfiðlega og bara hittum ekki þristum, vorum núll af tíu þar, en við héldum áfram það er ég ánægður með. Það var góður andi og góður kraftur í liðinu. Leikmenn voru allir að leggja sig fram í 40 mínútur og það er það sem við tökum úr þessum leik.“ Mikil bæting frá seinustu leikjum Haukar hafa nú tapað fimm af seinustu sex deildarleikjum sínum og fyrir leik talaði Bjarni um að liðið þyrfti einfaldlega að spila betur til að snúa genginu við. Hann segir sínar konur klárlega hafa spilað betur í dag, en það hafi ekki dugað til. „Við spiluðum betur í dag, en það bara dugði ekki til. Enn og aftur tala ég um fráköstin, en þetta var miklu betra heilt yfir frá liðinu heldur en hefur verið. Ég bað um framlög, frammistöðu og anda frá leikmönnunum og ég fékk það. Stundum vinnur maður ekki og stundum er maður svekktur yfir því, en allt annað sem við sáum í dag,“ sagði Bjarni að lokum. Subway-deild kvenna Haukar Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Haukar | Fjórða tap Hauka í röð Stjarnan vann nauman tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Haukum í Subway-deild kvenna í körfubolta í dag, 77-75. Þetta var fjórða tap Hauka í röð, en Stjörnukonur hafa nú unnið þrjá í röð. 18. nóvember 2023 15:44 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
„Mér fannst við bara eiga að taka þennan leik. Það var færi til þess, en það náðist ekki,“ sagði Bjarni í viðtali eftir leik. „Þær náttúrulega rúlla okkur upp ú fráköstum og eru að fá allt of mörgum sinnum tvo sénsa sóknarlega, þar kannski liggur munurinn helst. Svo er vont að missa bæði Þóru [Kristínu Jónsdóttur] og Tinnu [Alexandersdóttur] út með fimm villur.“ Fannst dómgæslan halla á sitt lið „Heilt yfir fannst mér dómgæslan hjá tveimur dómurum í þessum leik satt að segja mjög - svo ég orði það bara pent - mjög, mjög skrýtin. Það hjálpar ekki til. Við erum með helmingi fleiri villur og mér fannst mjög skrýtinn taktur í þessu.“ Hann bætir einnig við að honum hafi þótt dómgæslan halla á sitt lið. „Mér fannst halla á okkur og mér fannst við vera að fá dæmdar á okkur mjög ódýrar snertingar. Það voru tvær villur á Tinnu sem ég man eftir sem voru mjög skrýtnar og það sama með Þóru. Það er dýrt að missa okkar lykilleikmenn út í lokin, en svo ég segi það aftur þá töpuðum við þessum leik fyrst og fremst á fráköstum. Við hefðum getað klárað þetta ef við hefðum stigið aðeins betur út og verið aðeins grimmari þar, en það er margt jákvætt í þessum leik.“ Vont að missa leikinn í lokin en jákvæð merki á liðinu Haukar hófu leikinn mjög illa og skoruðu aðeins níu stig í fyrsta leikhluta. Liðið vaknaði þó til lífsins eftir það og fór með forystu inn í hálfleikinn og í þriðja leikhluta virtust öll skot hjá liðinu detta. Það dugði þó ekki til og Stjörnukonur stálu sigrinum í lokin. „Það er mjög vont að missa þetta svona í lokin. Ég kem bara aftur að því sama, með fullri virðingu fyrir öllum, að við erum án Helenu [Sverrisdóttur] og Keiru [Robinson] þannig við erum ekki eins djúpar og við höfum verið. Að missa Þóru og Tinnu út og þurfa að skipta þeim út í villuvandræðum hjálpar ekki til, en við vorum í bullandi séns á að taka þetta.“ „Við spiluðum vel þó það hafi kannski verið okkar akkílesarhæll að þegar við höfum ekki verið að setja niður skotin eins og í fyrsta leikhluta þá höfum við verið að detta niður andlega. Við byrjuðum erfiðlega og bara hittum ekki þristum, vorum núll af tíu þar, en við héldum áfram það er ég ánægður með. Það var góður andi og góður kraftur í liðinu. Leikmenn voru allir að leggja sig fram í 40 mínútur og það er það sem við tökum úr þessum leik.“ Mikil bæting frá seinustu leikjum Haukar hafa nú tapað fimm af seinustu sex deildarleikjum sínum og fyrir leik talaði Bjarni um að liðið þyrfti einfaldlega að spila betur til að snúa genginu við. Hann segir sínar konur klárlega hafa spilað betur í dag, en það hafi ekki dugað til. „Við spiluðum betur í dag, en það bara dugði ekki til. Enn og aftur tala ég um fráköstin, en þetta var miklu betra heilt yfir frá liðinu heldur en hefur verið. Ég bað um framlög, frammistöðu og anda frá leikmönnunum og ég fékk það. Stundum vinnur maður ekki og stundum er maður svekktur yfir því, en allt annað sem við sáum í dag,“ sagði Bjarni að lokum.
Subway-deild kvenna Haukar Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Haukar | Fjórða tap Hauka í röð Stjarnan vann nauman tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Haukum í Subway-deild kvenna í körfubolta í dag, 77-75. Þetta var fjórða tap Hauka í röð, en Stjörnukonur hafa nú unnið þrjá í röð. 18. nóvember 2023 15:44 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Haukar | Fjórða tap Hauka í röð Stjarnan vann nauman tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Haukum í Subway-deild kvenna í körfubolta í dag, 77-75. Þetta var fjórða tap Hauka í röð, en Stjörnukonur hafa nú unnið þrjá í röð. 18. nóvember 2023 15:44
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn