„Það þarf að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 19. nóvember 2023 12:18 Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eru bæði búsett á Reykjanesi. Vísir/Samsett mynd Þingmenn af Suðurnesjum segja nauðsynlegt að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga svo íbúar þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur. Bankarnir hafi svigrúm til þess að leggja sitt af mörkum. Ef þeir taki ekki af skarið sjálfir þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða. Jarðskjálfti 3,7 að stærð mældist laust eftir klukkan hálf sex í nótt sem átti upptök sín við Kleifarvatn. Engin teljandi merki eru um breytta virkni yfir kvikuganginum við Grindavík í nótt og gosórói hefur ekki mælst á jarðskjálftamælum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Brýnt að halda utan um íbúa Íbúum ríflega eitt hundrað heimila í Grindavík verður hleypt inn í bæinn í dag til að bjarga verðmætum síðar í dag verður fyrirtækjum hleypt inn. Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir brýnasta verkefni nú að halda utan um íbúa. „Það sem er verst núna er óvissan. Fólk veit ekki hvenær það kemst heim aftur, það þarf að finna lausn á þessum lánamálum Grindvíkinga. Húnsæðimálaráðherra og bankamálaráðherra verða að setjast niður með bönkunum og finna lausnir á því,“ segir Birgir. Bankarnir hafi svigrúm Fólk eigi ekki að þurfa hafa fjárhagsáhyggjur. „Ég vil sjá það að fólk þurfi ekki að vera greiða af sínum lánum og þau séu ekki að safna vöxtum á þessu tímabili. Ég held að það sé mjög brýnt og ég tel að bankarnir hafi svigrúm til þess að finna ásættanlegar lausnir fyrir íbúðareigendur,“ segir Birgir jafnframt og bætir við að þannig sýni bankarnir samfélagslega ábyrgð. Undir það tekur Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem telur nauðsynlegt að bankarnir bregðist við. „Ég trúi ekki öðru en að bankastofnanir komi betur að þessum málum og ef þau gera það ekki þá hafa stjórnvöld auðvitað möguleika á því að leggja á bankaskatt aftur og nýta þá fjármuni til stuðnings aðgerða og mér finnst augljóst að það verði gert ef bankarnir taka ekki af skarið sjálfir,“ segir Oddný. Grindvíkingar eigi ekki að þurfa bera kostnað af tveimur heimilum. Á morgun verði frumvarp sem á að tryggja afkomu Grindvíkinga rætt á Alþingi. Oddný segir þó þurfa að ganga lengra í aðgerðum. „Grindvíkingar þurfa að fá að vita frá stjórnvöldum að þau verði ekki skilin eftir á flæðiskeri, að þau muni grípa þau.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Samfélagsleg ábyrgð Íslenskir bankar Tengdar fréttir Söfnun fyrir Grindvíkinga gengur vel Söfnun Rauða krossins til stuðnings Grindvíkingum og til þess að efla viðbragð samtakanna við náttúruhamförunum á Reykjanesskaganum hefur gengið vel. 19. nóvember 2023 12:10 Myndaveisla: Grindvíkingar tóku yfir Smárann Það var sannkallaður Grindavíkurdagur í Smáranum í gær þegar körfuboltalið félagsins í karla- og kvennaflokki léku í Subway-deildunum. Mikil stemmning var á svæðinu og gulur og blár litur allsráðandi. 19. nóvember 2023 10:30 Íbúar og fyrirtæki mega fara til Grindavíkur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að hleypa íbúum ríflega eitt hundrað heimila í Grindavík inn í bæinn í dag. Þá verður starfsfólki fyrirtækja leyft að fara inn í bæinn eftir klukkan 15. 19. nóvember 2023 08:18 Grindvíkingar ennþá samfélag þrátt fyrir að vera að heiman Fyrr í kvöld fóru fram körfuknattleikir kvenna- og karlaliða Grindavíkur gegn Þór á Akureyri og Hamri í Subway-deildinni í Smáranum í Kópavogi. Grindvískur þingmaður segir þann stuðning sem Grindvíkingar fá frá þjóðinni hvetja þá áfram. 18. nóvember 2023 20:10 Opna fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna jarðhræringa Ferðamálastofa mun á morgun opna miðstöð fyrir fjölmiðlafólk sem komið hefur til landsins til þess að fjalla um jarðhræringar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesskaga. Almannavarnir eru meðal rekstraraðila og stefnt er á að fulltrúar á vegum stjórnvalda komi daglega við í miðstöðinni til þess að svara spurningum. 18. nóvember 2023 18:41 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Jarðskjálfti 3,7 að stærð mældist laust eftir klukkan hálf sex í nótt sem átti upptök sín við Kleifarvatn. Engin teljandi merki eru um breytta virkni yfir kvikuganginum við Grindavík í nótt og gosórói hefur ekki mælst á jarðskjálftamælum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Brýnt að halda utan um íbúa Íbúum ríflega eitt hundrað heimila í Grindavík verður hleypt inn í bæinn í dag til að bjarga verðmætum síðar í dag verður fyrirtækjum hleypt inn. Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir brýnasta verkefni nú að halda utan um íbúa. „Það sem er verst núna er óvissan. Fólk veit ekki hvenær það kemst heim aftur, það þarf að finna lausn á þessum lánamálum Grindvíkinga. Húnsæðimálaráðherra og bankamálaráðherra verða að setjast niður með bönkunum og finna lausnir á því,“ segir Birgir. Bankarnir hafi svigrúm Fólk eigi ekki að þurfa hafa fjárhagsáhyggjur. „Ég vil sjá það að fólk þurfi ekki að vera greiða af sínum lánum og þau séu ekki að safna vöxtum á þessu tímabili. Ég held að það sé mjög brýnt og ég tel að bankarnir hafi svigrúm til þess að finna ásættanlegar lausnir fyrir íbúðareigendur,“ segir Birgir jafnframt og bætir við að þannig sýni bankarnir samfélagslega ábyrgð. Undir það tekur Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem telur nauðsynlegt að bankarnir bregðist við. „Ég trúi ekki öðru en að bankastofnanir komi betur að þessum málum og ef þau gera það ekki þá hafa stjórnvöld auðvitað möguleika á því að leggja á bankaskatt aftur og nýta þá fjármuni til stuðnings aðgerða og mér finnst augljóst að það verði gert ef bankarnir taka ekki af skarið sjálfir,“ segir Oddný. Grindvíkingar eigi ekki að þurfa bera kostnað af tveimur heimilum. Á morgun verði frumvarp sem á að tryggja afkomu Grindvíkinga rætt á Alþingi. Oddný segir þó þurfa að ganga lengra í aðgerðum. „Grindvíkingar þurfa að fá að vita frá stjórnvöldum að þau verði ekki skilin eftir á flæðiskeri, að þau muni grípa þau.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Samfélagsleg ábyrgð Íslenskir bankar Tengdar fréttir Söfnun fyrir Grindvíkinga gengur vel Söfnun Rauða krossins til stuðnings Grindvíkingum og til þess að efla viðbragð samtakanna við náttúruhamförunum á Reykjanesskaganum hefur gengið vel. 19. nóvember 2023 12:10 Myndaveisla: Grindvíkingar tóku yfir Smárann Það var sannkallaður Grindavíkurdagur í Smáranum í gær þegar körfuboltalið félagsins í karla- og kvennaflokki léku í Subway-deildunum. Mikil stemmning var á svæðinu og gulur og blár litur allsráðandi. 19. nóvember 2023 10:30 Íbúar og fyrirtæki mega fara til Grindavíkur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að hleypa íbúum ríflega eitt hundrað heimila í Grindavík inn í bæinn í dag. Þá verður starfsfólki fyrirtækja leyft að fara inn í bæinn eftir klukkan 15. 19. nóvember 2023 08:18 Grindvíkingar ennþá samfélag þrátt fyrir að vera að heiman Fyrr í kvöld fóru fram körfuknattleikir kvenna- og karlaliða Grindavíkur gegn Þór á Akureyri og Hamri í Subway-deildinni í Smáranum í Kópavogi. Grindvískur þingmaður segir þann stuðning sem Grindvíkingar fá frá þjóðinni hvetja þá áfram. 18. nóvember 2023 20:10 Opna fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna jarðhræringa Ferðamálastofa mun á morgun opna miðstöð fyrir fjölmiðlafólk sem komið hefur til landsins til þess að fjalla um jarðhræringar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesskaga. Almannavarnir eru meðal rekstraraðila og stefnt er á að fulltrúar á vegum stjórnvalda komi daglega við í miðstöðinni til þess að svara spurningum. 18. nóvember 2023 18:41 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Söfnun fyrir Grindvíkinga gengur vel Söfnun Rauða krossins til stuðnings Grindvíkingum og til þess að efla viðbragð samtakanna við náttúruhamförunum á Reykjanesskaganum hefur gengið vel. 19. nóvember 2023 12:10
Myndaveisla: Grindvíkingar tóku yfir Smárann Það var sannkallaður Grindavíkurdagur í Smáranum í gær þegar körfuboltalið félagsins í karla- og kvennaflokki léku í Subway-deildunum. Mikil stemmning var á svæðinu og gulur og blár litur allsráðandi. 19. nóvember 2023 10:30
Íbúar og fyrirtæki mega fara til Grindavíkur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að hleypa íbúum ríflega eitt hundrað heimila í Grindavík inn í bæinn í dag. Þá verður starfsfólki fyrirtækja leyft að fara inn í bæinn eftir klukkan 15. 19. nóvember 2023 08:18
Grindvíkingar ennþá samfélag þrátt fyrir að vera að heiman Fyrr í kvöld fóru fram körfuknattleikir kvenna- og karlaliða Grindavíkur gegn Þór á Akureyri og Hamri í Subway-deildinni í Smáranum í Kópavogi. Grindvískur þingmaður segir þann stuðning sem Grindvíkingar fá frá þjóðinni hvetja þá áfram. 18. nóvember 2023 20:10
Opna fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna jarðhræringa Ferðamálastofa mun á morgun opna miðstöð fyrir fjölmiðlafólk sem komið hefur til landsins til þess að fjalla um jarðhræringar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesskaga. Almannavarnir eru meðal rekstraraðila og stefnt er á að fulltrúar á vegum stjórnvalda komi daglega við í miðstöðinni til þess að svara spurningum. 18. nóvember 2023 18:41