Töluverðar skemmdir á neysluvatnslögninni til Vestmannaeyja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. nóvember 2023 06:54 Huginn VE virðist hafa misst niður akkeri sem festist í vatnslögninni. Skipið var komið inn fyrir Klettsnef þegar atvikið átti sér stað. Vísir/Egill Töluverðar skemmdir virðast hafa orðið á neysluvatnslögninni til Vestmannaeyja þegar akkeri Hugins VE festist í vatnslögninni. Atvikið átti sér stað á föstudagskvöld en greint var frá því á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar í gær. Lögnin, sem liggur í sjó milli lands og Eyja er í eigu Vestmannaeyjabæjar en rekstur hennar er í höndum HS Veitna. Málsatvik eru í rannsókn en skipið var komið inn fyrir Klettsnef þegar atvikið átti sér stað. „Vatn skilar sér enn um lögnina til Vestmannaeyja en svo virðist sem einhver leki sé á lögninni þar sem neysluvatn nái að streyma út. Kafarar sem fóru niður að lögninni í dag hafa staðfest talsverðar skemmdir á henni á um 50 metra kafla og hefur hluti hlífðarkápu losnað af lögninni og rekið upp í fjöru,“ segir í tilkynningunni á vef Vestmannaeyjabæjar. Almannavarnanefnd bæjarins fundaði í gær ásamt fulltrúum HS Veitna, þar sem fram kom að mikilvægt væri að ráðast sem fyrst í aðgerðir til að verja lögnina frá frekari skemmdum. Undirbúningur á bráðabirgðaviðgerð er þegar hafinn. Samhliða því verður hafinn undirbúningur á fullnaðarviðgerð en það mun kalla á aðkomu framleiðanda lagnarinnar og viðgerðaskips. Ekki liggur fyrir hvenær af því getur orðið, segir í tilkynningunni. „Atvikið er alvarlegt þar sem vatnslögnin er eina flutningsæð neysluvatns til Vestmannaeyja.“ Vestmannaeyjar Vatn Sjávarútvegur Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Lögnin, sem liggur í sjó milli lands og Eyja er í eigu Vestmannaeyjabæjar en rekstur hennar er í höndum HS Veitna. Málsatvik eru í rannsókn en skipið var komið inn fyrir Klettsnef þegar atvikið átti sér stað. „Vatn skilar sér enn um lögnina til Vestmannaeyja en svo virðist sem einhver leki sé á lögninni þar sem neysluvatn nái að streyma út. Kafarar sem fóru niður að lögninni í dag hafa staðfest talsverðar skemmdir á henni á um 50 metra kafla og hefur hluti hlífðarkápu losnað af lögninni og rekið upp í fjöru,“ segir í tilkynningunni á vef Vestmannaeyjabæjar. Almannavarnanefnd bæjarins fundaði í gær ásamt fulltrúum HS Veitna, þar sem fram kom að mikilvægt væri að ráðast sem fyrst í aðgerðir til að verja lögnina frá frekari skemmdum. Undirbúningur á bráðabirgðaviðgerð er þegar hafinn. Samhliða því verður hafinn undirbúningur á fullnaðarviðgerð en það mun kalla á aðkomu framleiðanda lagnarinnar og viðgerðaskips. Ekki liggur fyrir hvenær af því getur orðið, segir í tilkynningunni. „Atvikið er alvarlegt þar sem vatnslögnin er eina flutningsæð neysluvatns til Vestmannaeyja.“
Vestmannaeyjar Vatn Sjávarútvegur Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira