Hvetja stjórnendur lífeyrissjóða til að hafna fjárfestingu í sjókvíaeldi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. nóvember 2023 08:44 Sjókvíaeldi í Patreksfjörð. Vísir/Einar Landssamband veiðifélaga hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það hvetur stjórnendur lífeyrissjóða til að hafna allri fjárfestingu í félögum sem stunda sjókvíaeldi. Tilefni yfirlýsingarinnar er hlutafjárútboð Ísfélagsins hf. sem er sagt eiga 29,3 prósenta eignahlut í norska hlutafélaginu Austur Holding AS, sem eigi 55,3 prósent eignahlut í Ice Fish Farms AS. Ice Fish Farms stundi meðal annars eldi á frjóum laxi af norskum uppruna í sjókvíum hér við land. Eignarhlutur Ísfélagsins í Ice Fish Farms sé metinn á um 6,3 milljarða króna. Landssambandið segist hafna því alfarið að lífeyrissjóðir landsmanna séu notaðir til að fjárfesta í sjókvíaeldi, meðal annars vegna áfalla í greininni, stóraukinnar áhættu af fjárfestingunni og ákalli almennings eftir banni gegn sjókvíaeldi. Meðal þeirra áfalla sem nefnd eru til sögunnar eru sleppingar úr kvíum og lúsafaraldur. Þá segir að Hafrannsóknarstofnun hafi í kjölfarið dregið til baka tillögu að nýju áhættumati erfðablöndunar og hyggist gefa út nýja tillögu þegar búið verði að meta afleiðingar áfallana. „Áhættumat erfðablöndunar setur hámark á það magn af eldislaxi sem ala má í sjókvíum hér við land. Næstu mánuðina ríkir því fullkomin óvissa um þetta hámark og eru meiri líkur en minni á að það verði lækkað. Því fylgir fjárfestingum í sjókvíaeldi veruleg aukin áhætta næstu mánuði þar til nýtt áhættumat hefur verið gefið út. Verðmat fyrirtækja í greininni byggir nánast að öllu leyti á opinberum framleiðsluheimildum,“ segir í yfirlýsingunni. Þá sé ljóst að þrýstingur á stjórnvöld um að banna sjókvíaeldi muni aukast á næstu misserum og auka enn á óvissu um framtíðarhorfur greinarinnar. Lífeyrissjóðir Sjókvíaeldi Stangveiði Ísfélagið Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Tilefni yfirlýsingarinnar er hlutafjárútboð Ísfélagsins hf. sem er sagt eiga 29,3 prósenta eignahlut í norska hlutafélaginu Austur Holding AS, sem eigi 55,3 prósent eignahlut í Ice Fish Farms AS. Ice Fish Farms stundi meðal annars eldi á frjóum laxi af norskum uppruna í sjókvíum hér við land. Eignarhlutur Ísfélagsins í Ice Fish Farms sé metinn á um 6,3 milljarða króna. Landssambandið segist hafna því alfarið að lífeyrissjóðir landsmanna séu notaðir til að fjárfesta í sjókvíaeldi, meðal annars vegna áfalla í greininni, stóraukinnar áhættu af fjárfestingunni og ákalli almennings eftir banni gegn sjókvíaeldi. Meðal þeirra áfalla sem nefnd eru til sögunnar eru sleppingar úr kvíum og lúsafaraldur. Þá segir að Hafrannsóknarstofnun hafi í kjölfarið dregið til baka tillögu að nýju áhættumati erfðablöndunar og hyggist gefa út nýja tillögu þegar búið verði að meta afleiðingar áfallana. „Áhættumat erfðablöndunar setur hámark á það magn af eldislaxi sem ala má í sjókvíum hér við land. Næstu mánuðina ríkir því fullkomin óvissa um þetta hámark og eru meiri líkur en minni á að það verði lækkað. Því fylgir fjárfestingum í sjókvíaeldi veruleg aukin áhætta næstu mánuði þar til nýtt áhættumat hefur verið gefið út. Verðmat fyrirtækja í greininni byggir nánast að öllu leyti á opinberum framleiðsluheimildum,“ segir í yfirlýsingunni. Þá sé ljóst að þrýstingur á stjórnvöld um að banna sjókvíaeldi muni aukast á næstu misserum og auka enn á óvissu um framtíðarhorfur greinarinnar.
Lífeyrissjóðir Sjókvíaeldi Stangveiði Ísfélagið Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira