„Ég á bara ekki til orð, þetta var skelfilegt og við ættum að skammast okkar“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. nóvember 2023 22:47 Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, var afar ósáttur með frammistöðu síns liðs í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Það var fokillur þjálfari sem kom til tals við blaðamann eftir 87-69 tap Hamars gegn Breiðabliks í Subway deild karla. Hamar er enn án sigurs í neðsta sæti deildarinnar eftir átta umferðir, þetta var fyrsti sigur Breiðabliks sem kom sér upp í 11. sætið. „Bara ömurlegar og ekkert annað“ sagði Halldór Karl aðspurður um almenna líðan sína og tilfinningar strax að leik loknum. „Við vorum bara með hausinn allt annars staðar, vorum að vorkenna sjálfum okkur afþví við vorum ekki að hitta rassgat og vorum ömurlegir. Þetta var skammarleg frammistaða“ hélt hann svo áfram. Hvað hefði þjálfarinn viljað sjá öðruvísi frá sínu liði í kvöld? „Setja boltann ofan í helvítis körfuna til að byrja með, ekki fara að grenja þegar þeir hitta ekki og hlaupa ekki til baka, það væri mjög gott. Þetta var bara lélegasta frammistaða sem ég hef upplifað á mínum þjálfaraferli. Ég á bara ekki til orð, þetta var skelfilegt og við ættum að skammast okkar.“ Hamar var án nokkurra lykilmanna í kvöld, Halldór taldi það þó ekki aðalatriðið. Nú verði liðið einfaldlega að taka sig saman í andlitinu og fara að sækja úrslit. „Við vorum fáliðaðir en það skiptir engu helvítis máli, erum með fimm leikmenn á gólfinu sem þurfa bara að gera betur. Við erum að skjóta kannski 10% úr þristum en samt höldum við áfram að tjakka þeim upp. Þetta var bara skelfilegt og við þurfum að drullast til að líta djúpt inn á við og pæla í því hvað við þurfum að gera“ sagði Halldór að lokum. Subway-deild karla Hamar Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Hamar 87-69 | Fyrsti sigur Blikanna í hús Breiðablik sótti sinn fyrsta sigur í Subway deild karla í kvöld. Lokatölur leiks þeirra gegn Hamri urðu 87-69. Breiðablik kemur sér með þessum sigri í 11. sætið og skilur Hamar þar af leiðandi eftir á botni deildarinnar. 24. nóvember 2023 22:00 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Haukar - KA | Toppslagur á Ásvöllum Handbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Reyna að endurheimta toppsætið Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
„Bara ömurlegar og ekkert annað“ sagði Halldór Karl aðspurður um almenna líðan sína og tilfinningar strax að leik loknum. „Við vorum bara með hausinn allt annars staðar, vorum að vorkenna sjálfum okkur afþví við vorum ekki að hitta rassgat og vorum ömurlegir. Þetta var skammarleg frammistaða“ hélt hann svo áfram. Hvað hefði þjálfarinn viljað sjá öðruvísi frá sínu liði í kvöld? „Setja boltann ofan í helvítis körfuna til að byrja með, ekki fara að grenja þegar þeir hitta ekki og hlaupa ekki til baka, það væri mjög gott. Þetta var bara lélegasta frammistaða sem ég hef upplifað á mínum þjálfaraferli. Ég á bara ekki til orð, þetta var skelfilegt og við ættum að skammast okkar.“ Hamar var án nokkurra lykilmanna í kvöld, Halldór taldi það þó ekki aðalatriðið. Nú verði liðið einfaldlega að taka sig saman í andlitinu og fara að sækja úrslit. „Við vorum fáliðaðir en það skiptir engu helvítis máli, erum með fimm leikmenn á gólfinu sem þurfa bara að gera betur. Við erum að skjóta kannski 10% úr þristum en samt höldum við áfram að tjakka þeim upp. Þetta var bara skelfilegt og við þurfum að drullast til að líta djúpt inn á við og pæla í því hvað við þurfum að gera“ sagði Halldór að lokum.
Subway-deild karla Hamar Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Hamar 87-69 | Fyrsti sigur Blikanna í hús Breiðablik sótti sinn fyrsta sigur í Subway deild karla í kvöld. Lokatölur leiks þeirra gegn Hamri urðu 87-69. Breiðablik kemur sér með þessum sigri í 11. sætið og skilur Hamar þar af leiðandi eftir á botni deildarinnar. 24. nóvember 2023 22:00 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Haukar - KA | Toppslagur á Ásvöllum Handbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Reyna að endurheimta toppsætið Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Hamar 87-69 | Fyrsti sigur Blikanna í hús Breiðablik sótti sinn fyrsta sigur í Subway deild karla í kvöld. Lokatölur leiks þeirra gegn Hamri urðu 87-69. Breiðablik kemur sér með þessum sigri í 11. sætið og skilur Hamar þar af leiðandi eftir á botni deildarinnar. 24. nóvember 2023 22:00