Þjóðarmorð í beinni útsendingu Urður Hákonardóttir skrifar 26. nóvember 2023 15:01 Þegar þetta er ritað hafa 6150 palestínsk börn verið myrt og meira en 4700 barna er enn saknað. Það gera 10.850 börn. Þegar þetta er ritað eru 8704 fullorðnar palestínskar manneskjur drepnar og 2300 enn saknað. Það gera 11004 fullorðna; hvers börn eru nú munaðarlaus. 36000 manns eru alvarlega slasaðir, gera má ráð fyrir því að um helmingur þeirra séu börn. Þar sem tæplega helmingur allra íbúa á Gaza eru börn. Munaðarlaus, sveltandi, limlest og traumatíseruð börn. Dáin börn. Það er gjá á milli stjórnmálamanna og íslensks almennings. Það hefur orðið rof í mennskunni. Ég hugsaði um það þegar ég stóð einn þriðjudagsmorgun í rigningunni. Konur, menn og kvár. Fullorðið fólk, miðaldra fólk, ungt fólk og börn voru mætt fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda varðandi þjóðarmorð Ísraels á palestínsku þjóðinni og stríðsglæpum Ísraels á Gaza. Ráðherrum var ekið upp að dyrum þar sem þeir stigu út og ýmist gáfu okkur engan gaum eða litu yfir hópinn með fyrirlitningu. Eins og við byggjum í milljóna landi og þau væru ósnertanleg og yfir okkur hafin, ekki eins og við búum í tæplega 400.000 manna samfélagi á eyju þar sem nánast allir þekkja alla. Stjórnmálamaður með bein í nefinu hefði mætt okkur en enginn af þeim gaf sér tíma til að koma til okkar og taka samtalið. Við stóðum í rigningunni og á meðan við grétum með íslenskum ríkisborgurum, af palestínskum uppruna, sem hafa misst fjölskyldu og vini á hræðilegan hátt undanfarnar vikur, stóðu einkabílstjórarnir í léttu spjalli við löggurnar fyrir aftan bílana sem mynduðu glansandi svartan varnarvegg milli okkar og ráðherrabústaðarins. Við og þau. Ætli það sé það sem flestir ráðamenn Íslands hugsa? Við, með silfurskeiðarnar, og þau, almúginn sem getur ekki haft vit fyrir sjálfum sér hvað þá okkur sem hér stjórnum. Við og þau. Er það þannig sem við hugsum? Við sem hér búum við öryggi og þurfum aldrei að efast um hjálp handa börnunum okkar og þau sem búa við harðríki, kúgun og stanslausar árásir. Þau sem eru vön, svona er þetta alltaf hjá þeim. Ísraelsk stjórnvöld eru að útrýma og úthýsa palestínsku þjóðinni. Af Gaza. Af Vesturbakkanum. Því Ísrael er í landtöku. Það er ekki tilviljun eða misskilningur að Netanyahu hafi sýnt kort af landsvæðinu sem nú er Ísrael og Palestína, þar sem búið var að afmá Palestínu af því, á samkomu Sameinuðu Þjóðanna í New York. Enginn brást við þeirri hryllilegu yfirlýsingu sem felst í þeirri mynd. Vesturlönd eru í algjörri meðvirkni. Kannski að slaufunarmenningin sé að valda svo miklum ótta að meira að segja stjórnmálamenn sem áður hafa barist fyrir frjálsri Palestínu eins og núverandi forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, þora ekki að taka afstöðu í verki. Palestínskt fólk sem hefur verið neytt til að flýja heimili sín í norðurhluta Gaza fær ekki að snúa heim, til þess sjá skyttur sem skjóta, líka í vopnahléi. Þar ætlar ísraelskt landtökufólk að byggja heilagt land fyrir börnin sín á fjöldagröfum palestínskra barna. Eins og Ísrael hefur gert í áratugi. Öll börn fæðast saklaus og bjargarlaus. Öll börn eiga skilið að alast upp áhyggjulaus og örugg. Öll börn eiga skilið að alast upp í ást og að mega elska. Ekki bara okkar börn. Öll börn eru á okkar ábyrgð í þessum heimi. Þess vegna verðum við að hugsa; við. Hvað getum við gert til að tryggja öryggi þeirra barna sem eftir lifa á Gaza? Og þeirra barna sem eftir lifa á Vesturbakkanum? Ef íslensk stjórnvöld fordæma í alvöru „aðgerðir“ Ísraelshers í Palestínu krefst ég þess að þau sýni það í verki og slíti viðskipta- og stjórnmálasambandi við Ísrael tafarlaust! Höfundur er listakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þetta er ritað hafa 6150 palestínsk börn verið myrt og meira en 4700 barna er enn saknað. Það gera 10.850 börn. Þegar þetta er ritað eru 8704 fullorðnar palestínskar manneskjur drepnar og 2300 enn saknað. Það gera 11004 fullorðna; hvers börn eru nú munaðarlaus. 36000 manns eru alvarlega slasaðir, gera má ráð fyrir því að um helmingur þeirra séu börn. Þar sem tæplega helmingur allra íbúa á Gaza eru börn. Munaðarlaus, sveltandi, limlest og traumatíseruð börn. Dáin börn. Það er gjá á milli stjórnmálamanna og íslensks almennings. Það hefur orðið rof í mennskunni. Ég hugsaði um það þegar ég stóð einn þriðjudagsmorgun í rigningunni. Konur, menn og kvár. Fullorðið fólk, miðaldra fólk, ungt fólk og börn voru mætt fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda varðandi þjóðarmorð Ísraels á palestínsku þjóðinni og stríðsglæpum Ísraels á Gaza. Ráðherrum var ekið upp að dyrum þar sem þeir stigu út og ýmist gáfu okkur engan gaum eða litu yfir hópinn með fyrirlitningu. Eins og við byggjum í milljóna landi og þau væru ósnertanleg og yfir okkur hafin, ekki eins og við búum í tæplega 400.000 manna samfélagi á eyju þar sem nánast allir þekkja alla. Stjórnmálamaður með bein í nefinu hefði mætt okkur en enginn af þeim gaf sér tíma til að koma til okkar og taka samtalið. Við stóðum í rigningunni og á meðan við grétum með íslenskum ríkisborgurum, af palestínskum uppruna, sem hafa misst fjölskyldu og vini á hræðilegan hátt undanfarnar vikur, stóðu einkabílstjórarnir í léttu spjalli við löggurnar fyrir aftan bílana sem mynduðu glansandi svartan varnarvegg milli okkar og ráðherrabústaðarins. Við og þau. Ætli það sé það sem flestir ráðamenn Íslands hugsa? Við, með silfurskeiðarnar, og þau, almúginn sem getur ekki haft vit fyrir sjálfum sér hvað þá okkur sem hér stjórnum. Við og þau. Er það þannig sem við hugsum? Við sem hér búum við öryggi og þurfum aldrei að efast um hjálp handa börnunum okkar og þau sem búa við harðríki, kúgun og stanslausar árásir. Þau sem eru vön, svona er þetta alltaf hjá þeim. Ísraelsk stjórnvöld eru að útrýma og úthýsa palestínsku þjóðinni. Af Gaza. Af Vesturbakkanum. Því Ísrael er í landtöku. Það er ekki tilviljun eða misskilningur að Netanyahu hafi sýnt kort af landsvæðinu sem nú er Ísrael og Palestína, þar sem búið var að afmá Palestínu af því, á samkomu Sameinuðu Þjóðanna í New York. Enginn brást við þeirri hryllilegu yfirlýsingu sem felst í þeirri mynd. Vesturlönd eru í algjörri meðvirkni. Kannski að slaufunarmenningin sé að valda svo miklum ótta að meira að segja stjórnmálamenn sem áður hafa barist fyrir frjálsri Palestínu eins og núverandi forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, þora ekki að taka afstöðu í verki. Palestínskt fólk sem hefur verið neytt til að flýja heimili sín í norðurhluta Gaza fær ekki að snúa heim, til þess sjá skyttur sem skjóta, líka í vopnahléi. Þar ætlar ísraelskt landtökufólk að byggja heilagt land fyrir börnin sín á fjöldagröfum palestínskra barna. Eins og Ísrael hefur gert í áratugi. Öll börn fæðast saklaus og bjargarlaus. Öll börn eiga skilið að alast upp áhyggjulaus og örugg. Öll börn eiga skilið að alast upp í ást og að mega elska. Ekki bara okkar börn. Öll börn eru á okkar ábyrgð í þessum heimi. Þess vegna verðum við að hugsa; við. Hvað getum við gert til að tryggja öryggi þeirra barna sem eftir lifa á Gaza? Og þeirra barna sem eftir lifa á Vesturbakkanum? Ef íslensk stjórnvöld fordæma í alvöru „aðgerðir“ Ísraelshers í Palestínu krefst ég þess að þau sýni það í verki og slíti viðskipta- og stjórnmálasambandi við Ísrael tafarlaust! Höfundur er listakona.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar