Vettvangur lyginnar, Réttlæti hins sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 28. nóvember 2023 10:30 Kalla má dómsalinn vettvang lyginnar. Eins og réttarfarið er, getur verið varasamt að segja sannleikann í dómsal. Þannig er um hnúta búið í lögum og dómsvenjum að sannleikurinn kemur oft ekki að notum og er stundum til skaða vegna þess að allt sem aðili máls segir, sem er honum í óhag, er talinn sannleikur. Mér virðist hins vegar að það sem er honum í hag sé líklegast talið ósatt og tilhneiging sé til þess að líta fram hjá því, jafnvel þótt það virðist trúverðugt og í samræmi við gögn málsins. Einnig kemur fyrir að sannleikurinn sé ekki nægilega áferðafallegur. Betra sé að laga hann til. Sannleikurinn og ekkert nema sannleikurinn getur gefið hinum aðila málsins tækifæri til þess að koma með þær ásakanir með réttu eða röngu að viðkomandi hafi viðurkennt þetta eða hitt. Ég hafði þá stefnu í dómsmálinu sem ég lenti í að segja bara sannleikann og ekkert nema sannleikann. Þar sagði ég til dæmis frá því að ég hefði samþykkt þá kröfu hins aðilans að félagi minn mætti einn taka út af reikningi hans. Það lagði lögmaður hans þannig út að ég hefði þar með samþykkt að félagi minn sæi um öll samskipti og samninga við hinn aðila málsins. Dómarinn virtist gleypa það þrátt fyrir mótmæli mín þar sem ég sagði hann vinna með hinum aðila málsins. Lítil áhætta virðist fólgin í því að segja ósatt fyrir dómi. Hinn aðilinn í málinu breytti, að því er mér fannst oftar en einu sinni, um stefnu í málinu og breytti þannig framburði sínum. Ég varð ekki var við að það hefði nein áhrif. Þægileg vel undirbúin lygi sem fellur að sögu hins aðilans hér og hvar gæti verið besta leiðin í átt að sigri í dómsmáli. Algengt virðist að málflytjendur og vitni þeirra byggi á tilfærslu og ósannindum um raunverulega málavexti sem furðu oft virðast ná betur til eyrna dómara en sannleikurinn, vegna þess hvernig lögin eru. Dómarar virðast, sumir hverjir að minnsta kosti, reiða sig frekar á fá atriði máls og munnlegan framburð en skrifleg gögn. Munnlegur framburður var miklu mikilvægari á árunum 1970 og fyrir þann tíma. Mér finnst að andi laganna og matsaðferðir dómara séu frá þessum tíma þegar engir tölvupóstar voru til og skrifleg gögn yfirleitt hvorki eins nákvæm né eins fyrirferðarmikil og nú er. Núna hafa tölvupóstar og fleiri skriflegir samskiptamátar rutt sér til rúms og eru orðnir veigamiklir í samskiptum. Langt er frá því að unnt sé að búa til sögur eða hagræða sannleikanum eftir á í sama mæli og í munnlegum framburði. Nokkrir lögmenn hafa staðfest það við mig að rangur framburður sé algengur í vitnaleiðslum. Mér fannst svo vera í mínu máli. Mér fannst það athyglisvert að dómarinn í héraði í mínu máli spurði, eftir því sem ég best vissi, aldrei út í framlögð skjöl öll þau fimm ár sem málareksturinn stóð yfir. Mér virðist að ástæðan geti verið sú að það þurfi yfirlegu, jafnvel mikla vinnu og fyrirspurnir til að skilja samhengið í hinum skriflegu gögnum og kannski ástæðulaust þegar andi laganna er sá að það þurfi strangt til tekið ekki. Í hinum munnlega framburði kemur skilningurinn einfaldlega af sjálfu sér, sérstaklega þegar komið er með samhangandi sögu. Það virðist stundum ekki vera meginatriði málsins hvort hann er byggður á sannleikanum eða ekki. Aðalatriðið er að þá er unnt, eða auðvelt, að dæma einhvern veginn í málinu án mikillar vinnu. Þá er eftir að spyrja hvort þetta gangi svona. Sé markmiðið að ástunda réttlæti hins sterka gengur þetta bara ágætlega og er misindisfólki mjög í hag. Ég tel hins vegar að þetta megi ekki halda áfram að vera svona. Færa verður sannleikann til vegs og virðingar í dómsölum. Taka verður á röngum framburði fyrir dómi þannig að hann hætti að borga sig. Dómarinn verður að vera sá sem veit allt um málið allan tímann sem það stendur yfir í gegnum hlustun og rannsókn á málavöxtum, þannig að hann geti metið málið út frá eigin dómgreind og verður að vera gert skylt að gera það samkvæmt lögum. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Kalla má dómsalinn vettvang lyginnar. Eins og réttarfarið er, getur verið varasamt að segja sannleikann í dómsal. Þannig er um hnúta búið í lögum og dómsvenjum að sannleikurinn kemur oft ekki að notum og er stundum til skaða vegna þess að allt sem aðili máls segir, sem er honum í óhag, er talinn sannleikur. Mér virðist hins vegar að það sem er honum í hag sé líklegast talið ósatt og tilhneiging sé til þess að líta fram hjá því, jafnvel þótt það virðist trúverðugt og í samræmi við gögn málsins. Einnig kemur fyrir að sannleikurinn sé ekki nægilega áferðafallegur. Betra sé að laga hann til. Sannleikurinn og ekkert nema sannleikurinn getur gefið hinum aðila málsins tækifæri til þess að koma með þær ásakanir með réttu eða röngu að viðkomandi hafi viðurkennt þetta eða hitt. Ég hafði þá stefnu í dómsmálinu sem ég lenti í að segja bara sannleikann og ekkert nema sannleikann. Þar sagði ég til dæmis frá því að ég hefði samþykkt þá kröfu hins aðilans að félagi minn mætti einn taka út af reikningi hans. Það lagði lögmaður hans þannig út að ég hefði þar með samþykkt að félagi minn sæi um öll samskipti og samninga við hinn aðila málsins. Dómarinn virtist gleypa það þrátt fyrir mótmæli mín þar sem ég sagði hann vinna með hinum aðila málsins. Lítil áhætta virðist fólgin í því að segja ósatt fyrir dómi. Hinn aðilinn í málinu breytti, að því er mér fannst oftar en einu sinni, um stefnu í málinu og breytti þannig framburði sínum. Ég varð ekki var við að það hefði nein áhrif. Þægileg vel undirbúin lygi sem fellur að sögu hins aðilans hér og hvar gæti verið besta leiðin í átt að sigri í dómsmáli. Algengt virðist að málflytjendur og vitni þeirra byggi á tilfærslu og ósannindum um raunverulega málavexti sem furðu oft virðast ná betur til eyrna dómara en sannleikurinn, vegna þess hvernig lögin eru. Dómarar virðast, sumir hverjir að minnsta kosti, reiða sig frekar á fá atriði máls og munnlegan framburð en skrifleg gögn. Munnlegur framburður var miklu mikilvægari á árunum 1970 og fyrir þann tíma. Mér finnst að andi laganna og matsaðferðir dómara séu frá þessum tíma þegar engir tölvupóstar voru til og skrifleg gögn yfirleitt hvorki eins nákvæm né eins fyrirferðarmikil og nú er. Núna hafa tölvupóstar og fleiri skriflegir samskiptamátar rutt sér til rúms og eru orðnir veigamiklir í samskiptum. Langt er frá því að unnt sé að búa til sögur eða hagræða sannleikanum eftir á í sama mæli og í munnlegum framburði. Nokkrir lögmenn hafa staðfest það við mig að rangur framburður sé algengur í vitnaleiðslum. Mér fannst svo vera í mínu máli. Mér fannst það athyglisvert að dómarinn í héraði í mínu máli spurði, eftir því sem ég best vissi, aldrei út í framlögð skjöl öll þau fimm ár sem málareksturinn stóð yfir. Mér virðist að ástæðan geti verið sú að það þurfi yfirlegu, jafnvel mikla vinnu og fyrirspurnir til að skilja samhengið í hinum skriflegu gögnum og kannski ástæðulaust þegar andi laganna er sá að það þurfi strangt til tekið ekki. Í hinum munnlega framburði kemur skilningurinn einfaldlega af sjálfu sér, sérstaklega þegar komið er með samhangandi sögu. Það virðist stundum ekki vera meginatriði málsins hvort hann er byggður á sannleikanum eða ekki. Aðalatriðið er að þá er unnt, eða auðvelt, að dæma einhvern veginn í málinu án mikillar vinnu. Þá er eftir að spyrja hvort þetta gangi svona. Sé markmiðið að ástunda réttlæti hins sterka gengur þetta bara ágætlega og er misindisfólki mjög í hag. Ég tel hins vegar að þetta megi ekki halda áfram að vera svona. Færa verður sannleikann til vegs og virðingar í dómsölum. Taka verður á röngum framburði fyrir dómi þannig að hann hætti að borga sig. Dómarinn verður að vera sá sem veit allt um málið allan tímann sem það stendur yfir í gegnum hlustun og rannsókn á málavöxtum, þannig að hann geti metið málið út frá eigin dómgreind og verður að vera gert skylt að gera það samkvæmt lögum. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun