Dramatísk vítaspyrna bjargvættur PSG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. nóvember 2023 22:10 Mbappé fagnar. Marc Atkins/Getty Images Kylian Mbappé tryggði París Saint-Germain stig gegn Newcastle United í Meistaradeild Evrópu með marki úr umdeildri vítaspyrnu í blálokin. Stigið þýðir að PSG er í góðri stöðu til að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. F-riðill er einn mest spennandi leikur riðlakeppninnar til þessa en öll fjögur liðin eiga góða möguleika á að koamst áfram í 16-liða úrslit. Alexander Isak var réttur maður á réttum stað um miðbik fyrri hálfleiks þegar Gianluigi Donnarumma varð skot Miguel Almirón út í teiginn og gestirnir frá Norður-Englandi voru óvænt yfir í hálfleik. Mbappé orðinn pirraður.EPA-EFE/YOAN VALAT Í síðari hálfleik hentu heimamenn öllu sem þeir áttu í gestina en það virtist sem Newcastle myndi lifa af. PSG var með xG (vænt mörk) upp á 3.5 en boltinn vildi ekki inn. Það er þangað til vítaspyrna var dæmd í blálok leiksins eftir að boltinn fór í hönd leikmanns Newcastle. Mbappé fór á punktinn og jafnaði metin af öryggi, lokatölur 1-1 og staðan í riðlinum gríðarlega spennandi fyrir lokaumferðina. Borussia Dortmund er á toppnum með 10 stig, PSG kemur þar á eftir með 7 stig, Newcastle United og AC Milan eru svo þar fyrir neðan með 5 stig. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti
Kylian Mbappé tryggði París Saint-Germain stig gegn Newcastle United í Meistaradeild Evrópu með marki úr umdeildri vítaspyrnu í blálokin. Stigið þýðir að PSG er í góðri stöðu til að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. F-riðill er einn mest spennandi leikur riðlakeppninnar til þessa en öll fjögur liðin eiga góða möguleika á að koamst áfram í 16-liða úrslit. Alexander Isak var réttur maður á réttum stað um miðbik fyrri hálfleiks þegar Gianluigi Donnarumma varð skot Miguel Almirón út í teiginn og gestirnir frá Norður-Englandi voru óvænt yfir í hálfleik. Mbappé orðinn pirraður.EPA-EFE/YOAN VALAT Í síðari hálfleik hentu heimamenn öllu sem þeir áttu í gestina en það virtist sem Newcastle myndi lifa af. PSG var með xG (vænt mörk) upp á 3.5 en boltinn vildi ekki inn. Það er þangað til vítaspyrna var dæmd í blálok leiksins eftir að boltinn fór í hönd leikmanns Newcastle. Mbappé fór á punktinn og jafnaði metin af öryggi, lokatölur 1-1 og staðan í riðlinum gríðarlega spennandi fyrir lokaumferðina. Borussia Dortmund er á toppnum með 10 stig, PSG kemur þar á eftir með 7 stig, Newcastle United og AC Milan eru svo þar fyrir neðan með 5 stig.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti