Talsmenn einfaldara skattkerfis og lækkun skatta, koma á fót nýjum og flóknum skatti Jónas Godsk Rögnvaldsson skrifar 29. nóvember 2023 08:00 Hvati stjórnvalda, til kaupa á hreinorkubílum, breytist í refsingu um áramótin. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn, fremstur í flokki, kemur á fót nýjum skatti, sem þekkist hvergi í Evrópu. Kílómetragjald á hreinorkubíla er grófur landsbyggðarskattur, sem er flókinn í framkvæmd, auðvelt að sneiða hjá og/eða fresta afborgunum af. Rafbílaeigendur sem aka um langan veg til að sækja þjónustu og atvinnu fá nú á baukinn fyrir að vera framsýnir. Þeim er refsað fyrir að aka á hreinni íslenskri orku og að spara gjaldeyri landsmanna sem annars færi til olíukaupa. Svo ekki sé minnst á framlag þeirra til orkuskipta. Yfirlýst markmið er að fjármagna vegakerfið þegar það liggur í augum uppi að hvorki þessar fjárhæðir verða eyrnamerktar vegakerfinu né þær sem fást með olíugjöldum - þetta er einfaldlega ný og aukin skattheimta. Miklu nær væri að þrepaskipta bifreiðagjöldunum í takt við þyngd bifreiða, enda hefur hún mikil áhrif á slit vega. Ef menn vilja halda áfram á braut sérstakrar gjaldtöku á hreinorkubílum, þá má hækka bifreiðargjöldin á þeim. Hver mun sinna eftirliti á því að einstaklingurinn skrái fjölda ekna kílómetra rétt? Kemur starfsmaður skattsins í eftirlit í heimahús einu sinni á ári? Hver er kostnaðurinn við hinn nýja skatt í eftirlit og innheimtu? Mörgum spurningum er enn ósvarað. Einnig má bæta við að fyrir einstaklinga með ágætis tölvukunnáttu og leiðbeiningum er hægðarleikur að breyta kílómetrastöðu bílsins. Íslendingar hafa áður haft kílómetragjald (á olíuknúnum fólksbílum) og gáfust upp á því fyrirkomulagi. Er ástæða til að endurtaka leikinn? Eigendur hreinorkubíla eru ekki mótfallnir aukinni gjaldtöku en þessi áform eru illa ígrunduð og taka ekkert tillit til loftslagsmála. Höfundur er rafbílaeigandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílar Vistvænir bílar Samgöngur Loftslagsmál Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hvati stjórnvalda, til kaupa á hreinorkubílum, breytist í refsingu um áramótin. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn, fremstur í flokki, kemur á fót nýjum skatti, sem þekkist hvergi í Evrópu. Kílómetragjald á hreinorkubíla er grófur landsbyggðarskattur, sem er flókinn í framkvæmd, auðvelt að sneiða hjá og/eða fresta afborgunum af. Rafbílaeigendur sem aka um langan veg til að sækja þjónustu og atvinnu fá nú á baukinn fyrir að vera framsýnir. Þeim er refsað fyrir að aka á hreinni íslenskri orku og að spara gjaldeyri landsmanna sem annars færi til olíukaupa. Svo ekki sé minnst á framlag þeirra til orkuskipta. Yfirlýst markmið er að fjármagna vegakerfið þegar það liggur í augum uppi að hvorki þessar fjárhæðir verða eyrnamerktar vegakerfinu né þær sem fást með olíugjöldum - þetta er einfaldlega ný og aukin skattheimta. Miklu nær væri að þrepaskipta bifreiðagjöldunum í takt við þyngd bifreiða, enda hefur hún mikil áhrif á slit vega. Ef menn vilja halda áfram á braut sérstakrar gjaldtöku á hreinorkubílum, þá má hækka bifreiðargjöldin á þeim. Hver mun sinna eftirliti á því að einstaklingurinn skrái fjölda ekna kílómetra rétt? Kemur starfsmaður skattsins í eftirlit í heimahús einu sinni á ári? Hver er kostnaðurinn við hinn nýja skatt í eftirlit og innheimtu? Mörgum spurningum er enn ósvarað. Einnig má bæta við að fyrir einstaklinga með ágætis tölvukunnáttu og leiðbeiningum er hægðarleikur að breyta kílómetrastöðu bílsins. Íslendingar hafa áður haft kílómetragjald (á olíuknúnum fólksbílum) og gáfust upp á því fyrirkomulagi. Er ástæða til að endurtaka leikinn? Eigendur hreinorkubíla eru ekki mótfallnir aukinni gjaldtöku en þessi áform eru illa ígrunduð og taka ekkert tillit til loftslagsmála. Höfundur er rafbílaeigandi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar