Flugu yfir Atlantshafið á fitu og sykri Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2023 10:29 Farþegaþotunni var lent í New York í gærkvöldi. AP/Jason DeCrow Flugmenn Virgin Atlantic flugu í gær farþegaþotu yfir Atlantshafið á eingöngu fitu og sykri, ekki hefðbundnu eldsneyti. Er það í fyrsta sinn sem slíkt er gert en flugvélin losar um sjötíu prósent minna af gróðurhúsalofttegundum en hefðbundnar farþegaþotur. Flugvélinni var flogið frá Lundúnum til New York en engir farþegar voru um borð, þar sem um tilraunaflug var að ræða. Þá mun Virgin ekki bjóða upp á aðrar slíkar flugferðir á næstunni, þar sem þessari var eingöngu ætlað að sýna fram á að hægt væri að gera flugferðir vistvænni. Flogið var á Boeing 787 flugvél sem búin er Rolls-Royce Trent 1000 þotuhreyflum. Eldsneytið sem notað var í flugferðina er að mestu úr notaðri matarolíu, afgangsdýrafitu og afurðum úr úrgangskorni. Sérfræðingar segja eldsneyti sem þetta geta spilað stóra rullu í að draga úr losun flugiðnaðarins, samkvæmt frétt Washington Post. Enn sem komið er er þó mjög lítið af þessu eldsneyti framleitt og það er frekar dýrt. Þá eru þotuhreyflar ekki hannaðir til að brenna eingöngu vistvænt eldsneyti. Hægt er að blanda vistvænu eldsneyti við hefðbundið eldsneyti til að draga úr losun flugvéla og er það gert víða. Richard Branson, eigandi Virgin Galactic, er hér með sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, aðstoðarsamgönguráðherra Bandaríkjanna, og öðrum.AP/Jason DeCrow Í frétt Reuters kemur fram að um tvö til þrjú prósent allrar losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum kemur frá flugiðnaðinum. Mark Harper, samgönguráðherra Bretlands, var um borð í flugvélinni en við lendingu sagðist hann engan mun hafa fundið á þessari flugferð og öðrum. Richard Branson, eigandi Virgin, sagði við lendinguna að það myndi taka tíma að auka framleiðslu á vistvænu eldsneyti en einhversstaðar þyrfti fólk að byrja. Fréttir af flugi Umhverfismál Bretland Bandaríkin Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Flugvélinni var flogið frá Lundúnum til New York en engir farþegar voru um borð, þar sem um tilraunaflug var að ræða. Þá mun Virgin ekki bjóða upp á aðrar slíkar flugferðir á næstunni, þar sem þessari var eingöngu ætlað að sýna fram á að hægt væri að gera flugferðir vistvænni. Flogið var á Boeing 787 flugvél sem búin er Rolls-Royce Trent 1000 þotuhreyflum. Eldsneytið sem notað var í flugferðina er að mestu úr notaðri matarolíu, afgangsdýrafitu og afurðum úr úrgangskorni. Sérfræðingar segja eldsneyti sem þetta geta spilað stóra rullu í að draga úr losun flugiðnaðarins, samkvæmt frétt Washington Post. Enn sem komið er er þó mjög lítið af þessu eldsneyti framleitt og það er frekar dýrt. Þá eru þotuhreyflar ekki hannaðir til að brenna eingöngu vistvænt eldsneyti. Hægt er að blanda vistvænu eldsneyti við hefðbundið eldsneyti til að draga úr losun flugvéla og er það gert víða. Richard Branson, eigandi Virgin Galactic, er hér með sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, aðstoðarsamgönguráðherra Bandaríkjanna, og öðrum.AP/Jason DeCrow Í frétt Reuters kemur fram að um tvö til þrjú prósent allrar losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum kemur frá flugiðnaðinum. Mark Harper, samgönguráðherra Bretlands, var um borð í flugvélinni en við lendingu sagðist hann engan mun hafa fundið á þessari flugferð og öðrum. Richard Branson, eigandi Virgin, sagði við lendinguna að það myndi taka tíma að auka framleiðslu á vistvænu eldsneyti en einhversstaðar þyrfti fólk að byrja.
Fréttir af flugi Umhverfismál Bretland Bandaríkin Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira