Maður sem reyndi að bana leigusala tekinn með fíkniefni á Litla-Hrauni Jón Þór Stefánsson skrifar 30. nóvember 2023 17:57 Fíkniefnabrot mannsins áttu sér stað í fangelsinu Litla-Hrauni. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem á langan sakaferill að baki hefur hlotið sextíu daga fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands fyrir fíkniefnabrot sem hann framdi í fangelsinu Litla-Hrauni. Maðurinn heitir Þorlákur Fannar Albertsson og er á fertugsaldri. Honum var gefið að sök að hafa ýmis fíkniefni í fórum sínum þegar fangaverðir gerðu leit í fangaklefa hans í maí á síðasta ári. Um er að ræða tvö stykki af fíknilyfinu Suboxne, eitt stykki af fíknilyfinu Rivotril, tæplega 150 grömm af nýmynduðum kannabínóíða, og tæplega þrjú grömm af fíkniefninu Etizolam, sem og tvær pappírseiningar sem innihéldu fíkniefnið Clonazolam. Fíkniefnin fundust í fangaklefa Þorláks.Vísir/Vilhelm Þorlákur játaði skýlaust sök í Héraðsdómi Suðurlands þar sem fíkniefnamálið á Litla-Hrauni var tekið fyrir. Vegna langs sakaferils hans þótti dómnum ekki tilefni að hafa refsinguna skilorðsbundna. Líkt og áður segir fær Þorlákur sextíu daga fangelsisdóm og er gert að greiða sakarkostnað málsins sem er tæplega 437 þúsund krónur. Tvær hrottalegar árásir Þorlákur á langan sakaferill að baki, en árið 2021 hlaut hann sjö og hálfs árs fangelsisdóm fyrir tvær árásir sem áttu sér stað árið áður. Önnur þeirra beindist gegn leigusala hans, konu á fimmtugsaldri, og leit Landsréttur svo á að um væri að ræða tilraun til manndráps. Árásin átti sér stað á Langholtsvegi í Reykjavík. Þorlákur leigði íbúð af konunni í kjallara hússins og hafði aðeins verið þar í um tvær vikur áður en árásin var gerð. Fyrir dómi sagðist konan viss um að hún hefði látið lífið hefði hún ekki brugðist skjótt við árásinni. Hún lýsti því að hún hefði vikið sér undan ítrekuðum atlögum mannsins og varist hnífstungum með þvottakörfu. Á meðan á þessu stóð hafi maðurinn ítrekað hótað henni lífláti. Hin árásin beindist gegn félaga Þorláks. Þeir höfðu verið úti að borða og síðan farið í íbúð á Bríetartúni en þar batt Þorlákur félaga sinn og beitti ýmsu ofbeldi, líkt og að slá hann með kúbeini. Þórlákur neitaði sök í báðum málum og bar fyrir sig að hann hafi verið í geðrofi þegar umræddir atburðir áttu sér stað. Ekki fyrsta brotið á Litla-Hrauni Fíkniefnabrot Þorláks er ekki það fyrsta sem á sér stað á Litla-Hrauni. Í janúar á þessu ári hlaut hann dóm fyrir líkamsárás sem átti sér stað í desember 2020 í eldhúsi fangelsins. Dómur Héraðsdóms Suðurlands er óaðgengilegur á vef héraðsdómstólanna, en DV fjallaði um málið. Þar kemur fram að honum hafi verið gert að greiða samfanga sínum 300 þúsund krónur í miskabætur vegna árásarinnar, en honum var ekki gerð refsing vegna hennar. Hann var ákærður fyrir að slá samfanga sinn í höfuðið með trékefli sem varð til þess að samfanginn féll til jarðar. Þar á Þorlákur að hafa haldið árás sinni áfram með því að slá hinn írekað í höfuð og búk, og þar á eftir sparkað í höfuð samfangans. Ráðist á leigusala á Langholtsvegi Dómsmál Fíkniefnabrot Fangelsismál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Maðurinn heitir Þorlákur Fannar Albertsson og er á fertugsaldri. Honum var gefið að sök að hafa ýmis fíkniefni í fórum sínum þegar fangaverðir gerðu leit í fangaklefa hans í maí á síðasta ári. Um er að ræða tvö stykki af fíknilyfinu Suboxne, eitt stykki af fíknilyfinu Rivotril, tæplega 150 grömm af nýmynduðum kannabínóíða, og tæplega þrjú grömm af fíkniefninu Etizolam, sem og tvær pappírseiningar sem innihéldu fíkniefnið Clonazolam. Fíkniefnin fundust í fangaklefa Þorláks.Vísir/Vilhelm Þorlákur játaði skýlaust sök í Héraðsdómi Suðurlands þar sem fíkniefnamálið á Litla-Hrauni var tekið fyrir. Vegna langs sakaferils hans þótti dómnum ekki tilefni að hafa refsinguna skilorðsbundna. Líkt og áður segir fær Þorlákur sextíu daga fangelsisdóm og er gert að greiða sakarkostnað málsins sem er tæplega 437 þúsund krónur. Tvær hrottalegar árásir Þorlákur á langan sakaferill að baki, en árið 2021 hlaut hann sjö og hálfs árs fangelsisdóm fyrir tvær árásir sem áttu sér stað árið áður. Önnur þeirra beindist gegn leigusala hans, konu á fimmtugsaldri, og leit Landsréttur svo á að um væri að ræða tilraun til manndráps. Árásin átti sér stað á Langholtsvegi í Reykjavík. Þorlákur leigði íbúð af konunni í kjallara hússins og hafði aðeins verið þar í um tvær vikur áður en árásin var gerð. Fyrir dómi sagðist konan viss um að hún hefði látið lífið hefði hún ekki brugðist skjótt við árásinni. Hún lýsti því að hún hefði vikið sér undan ítrekuðum atlögum mannsins og varist hnífstungum með þvottakörfu. Á meðan á þessu stóð hafi maðurinn ítrekað hótað henni lífláti. Hin árásin beindist gegn félaga Þorláks. Þeir höfðu verið úti að borða og síðan farið í íbúð á Bríetartúni en þar batt Þorlákur félaga sinn og beitti ýmsu ofbeldi, líkt og að slá hann með kúbeini. Þórlákur neitaði sök í báðum málum og bar fyrir sig að hann hafi verið í geðrofi þegar umræddir atburðir áttu sér stað. Ekki fyrsta brotið á Litla-Hrauni Fíkniefnabrot Þorláks er ekki það fyrsta sem á sér stað á Litla-Hrauni. Í janúar á þessu ári hlaut hann dóm fyrir líkamsárás sem átti sér stað í desember 2020 í eldhúsi fangelsins. Dómur Héraðsdóms Suðurlands er óaðgengilegur á vef héraðsdómstólanna, en DV fjallaði um málið. Þar kemur fram að honum hafi verið gert að greiða samfanga sínum 300 þúsund krónur í miskabætur vegna árásarinnar, en honum var ekki gerð refsing vegna hennar. Hann var ákærður fyrir að slá samfanga sinn í höfuðið með trékefli sem varð til þess að samfanginn féll til jarðar. Þar á Þorlákur að hafa haldið árás sinni áfram með því að slá hinn írekað í höfuð og búk, og þar á eftir sparkað í höfuð samfangans.
Ráðist á leigusala á Langholtsvegi Dómsmál Fíkniefnabrot Fangelsismál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira