Finnur Freyr: Ánægður að við séum hérna þunnskipaðir og náum fram sigri Kári Mímisson skrifar 30. nóvember 2023 22:05 Finnur Freyr var sáttur með sigur kvöldsins. Vísir/Anton Brink „Ég er mjög ánægður með karakterinn og að ná sigri hér í kvöld,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals strax að leik loknum þegar hann er inntur eftir viðbrögðum. Valur er að kom eftir erfitt tap gegn nýliðum Álftanes en liðið hefur átt í smá veseni í upphafi leiktíðar enda margir lykilleikmenn frá vegna meiðsla. Finnur skafar ekkert af því og segist hafa verið ósáttur með frammistöðu liðsins í þeim leik en sé þó sáttur með hvernig hans menn hafi svarað hér í dag. „Ég var ósáttur með okkar frammistöðu í þeim leik og ósáttur fókusinn hjá liðinu, vorum að láta hluti sem við getum ekki stýrt fara allt of mikið í okkur. Ég er ánægður hvernig við svöruðum því í dag. Margt sem við erum að gera flott og margt sem við getum enn bætt. Ég er ánægður að við séum hérna þunnskipaðir og náum fram sigri.“ Hjálmar Stefánsson og Kári Jónsson gátu ekki leikið með Val í kvöld líkt og í síðasta leik gegn Álftanesi. Finnur segir að það sé óljóst hvenær þeir komi til baka. Á sama tíma bendir hann á að liðið sé sömuleiðis án Benónýs Svans Sigurðssonar. Það má því ekki mikið út af bregða hjá Val eins og staðan er núna. „Má ekki gleyma Benóný líka, hann hefur verið mjög mikilvægur fyrir okkur núna í haust. Svo er Daði náttúrulega farinn svo við erum fjórum færri en við ætluðum okkur að vera á þessum tímapunkti. Benóný fékk heilahristing á æfingu fyrir 10 dögum síðan og verður væntanlega ekkert meira með fyrr en eftir jól. Staðan á Kára og Hjálmari er enn bara mjög óljós. Það er enginn tímarammi á þeim í sjálfu sér og við þurfum bara að sjá hvernig næsta vika þróast.“ En hvernig sér Finnur framhaldið hjá liðinu með jafn laskaðan hóp og hann er núna? „Akkúrat núna er svarið bara að við erum að reyna að lifa þetta af en á sama tíma erum við að reyna að þróa einhvern einkenni í því sem við erum að reyna að gera. Mér fannst okkur takast það vel í dag. Þótt við séum þunnir þá eru gæði í þessum fáu sem við höfum mikil en við þurfum samt að breyta aðeins því sem við ætluðum að gera upphaflega.“ Körfubolti Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík 96-83 | Valsarar aftur á sigurbraut Eftir tap í síðustu umferð þá vann Valur góðan sigur á Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 30. nóvember 2023 21:10 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Valur er að kom eftir erfitt tap gegn nýliðum Álftanes en liðið hefur átt í smá veseni í upphafi leiktíðar enda margir lykilleikmenn frá vegna meiðsla. Finnur skafar ekkert af því og segist hafa verið ósáttur með frammistöðu liðsins í þeim leik en sé þó sáttur með hvernig hans menn hafi svarað hér í dag. „Ég var ósáttur með okkar frammistöðu í þeim leik og ósáttur fókusinn hjá liðinu, vorum að láta hluti sem við getum ekki stýrt fara allt of mikið í okkur. Ég er ánægður hvernig við svöruðum því í dag. Margt sem við erum að gera flott og margt sem við getum enn bætt. Ég er ánægður að við séum hérna þunnskipaðir og náum fram sigri.“ Hjálmar Stefánsson og Kári Jónsson gátu ekki leikið með Val í kvöld líkt og í síðasta leik gegn Álftanesi. Finnur segir að það sé óljóst hvenær þeir komi til baka. Á sama tíma bendir hann á að liðið sé sömuleiðis án Benónýs Svans Sigurðssonar. Það má því ekki mikið út af bregða hjá Val eins og staðan er núna. „Má ekki gleyma Benóný líka, hann hefur verið mjög mikilvægur fyrir okkur núna í haust. Svo er Daði náttúrulega farinn svo við erum fjórum færri en við ætluðum okkur að vera á þessum tímapunkti. Benóný fékk heilahristing á æfingu fyrir 10 dögum síðan og verður væntanlega ekkert meira með fyrr en eftir jól. Staðan á Kára og Hjálmari er enn bara mjög óljós. Það er enginn tímarammi á þeim í sjálfu sér og við þurfum bara að sjá hvernig næsta vika þróast.“ En hvernig sér Finnur framhaldið hjá liðinu með jafn laskaðan hóp og hann er núna? „Akkúrat núna er svarið bara að við erum að reyna að lifa þetta af en á sama tíma erum við að reyna að þróa einhvern einkenni í því sem við erum að reyna að gera. Mér fannst okkur takast það vel í dag. Þótt við séum þunnir þá eru gæði í þessum fáu sem við höfum mikil en við þurfum samt að breyta aðeins því sem við ætluðum að gera upphaflega.“
Körfubolti Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík 96-83 | Valsarar aftur á sigurbraut Eftir tap í síðustu umferð þá vann Valur góðan sigur á Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 30. nóvember 2023 21:10 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Leik lokið: Valur - Grindavík 96-83 | Valsarar aftur á sigurbraut Eftir tap í síðustu umferð þá vann Valur góðan sigur á Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 30. nóvember 2023 21:10