Áfengi úr íslenskri mjólk á Sauðárkróki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. desember 2023 19:40 Svavar Sigurðsson mjólkurfræðingur hjá Íslenskum mysuafurðum á Sauðárkróki, sem er mjög ánægður og sáttur með starfsemina á Sauðárkróki. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslenskri mjólk er nú breytt að hluta til í áfengi hjá Íslensku mysuafurðum á Sauðárkróki, sem er að framleiða etanól úr mjólkursykrinum. Ekki stendur þó til að fara að framleiða áfengi til sölu að svo stöddu en sá tímapunktur gæti þó komið fyrr en varir. Það eru ekki bara framleiddir risa ostar hjá MS á Sauðárkróki eða aðrar spennandi mjólkurvörur því þar eru Íslenskar mysuafurðir með sína framleiðslu líka þar sem mikið magn af etanóli er framleidd á hverju ári eða á milli 1,5 til 2 milljónir lítra á ári. Hér erum við að tala um próteinduft úr mjólkurframleiðslunni en duftið er unnið úr mysu, sem fellur til við ostagerð á Egilsstöðum, Akureyri og Sauðárkróki en við framleiðslu mjólkurduftsins verður til mjólkursykur, sem nýtist núna svona ljómandi vel í vinnslunni á Sauðárkróki. „Við erum að búa til etanól úr mjólkursykrinum þannig að við erum í rauninni að kreista allt út, sem við getum gert af efnum, sem mjólkin gefur okkur og ná að hreina vökvann eins mikið,“ segir Svavar Sigurðsson mjólkurfræðingur hjá Íslenskum mysuafurðum á Sauðárkróki. Svavar mælir styrkleikann í etanólinu reglulega og er hann oftast á bilinu 94 til 96 prósent, sem hann er mjög ánægður með. Þið eruð í raun og veru bara að brugga eða hvað? „Já, við bruggum bara, við erum að ná því að komast inn á topp 10 listann í Skagafirði í framleiðslu á áfengi, ég held að við séum búin að ná því núna,“ segir Svavar og hlær. Framleiðslan fer fram í stórum tönkum en mikinn tækjabúnað þarf við vinnsluna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hvað er spírinn notaður í? „Núna í upphafi verður hann sennilega notaður í iðnað, þetta er iðnaðarspýri, sem við erum að búa til núna. Við erum, sem sagt ekki búin að fá viðurkenningu á honum, sem drykkjarhæfum en þá erum við að tala um rúðuvökva og handspritt og kannski eldsneyti og meira í þá hlutina en við vonumst náttúrulega til að við getum sent þetta í Jöklu eða eitthvað spennandi íslenskt“. En til að hafa þetta algjörlega á hreinu. Er verið að breyta íslenskri mjólk í áfengi? „Já, já, að hluta til að reyna að fullnýta þetta og hérna og það er bara andskoti magnað, afsakið orðbragðið að dýr, sem eru að borða í raunni trefjar úti á túni skuli vera að skila af sér fitu og próteini og núna etanóli. Það væri náttúrlega draumur að mjólkurbílarnir gætu keyrt á því seinna einhvern tímann,“ segir Svavar. En hvernig er að vinna í þessu umhverfi allan daginn, ertu ekki skakkur eftir vinnudaginn? „Það hefur aldrei komið sá dagur að ég hafi ekki getað keyrt heim og verið með góða samvisku, þannig að ég vona að ég haldi því bara áfram og það verði bara svoleiðis,“ segir Svavar kátur með framleiðsluna á Sauðárkróki. Hér er Svavar að mæla styrkleikann í etanólinu en hann er oftast á bilinu 94 til 96 prósent, sem hann er mjög ánægður með.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skagafjörður Áfengi og tóbak Landbúnaður Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Það eru ekki bara framleiddir risa ostar hjá MS á Sauðárkróki eða aðrar spennandi mjólkurvörur því þar eru Íslenskar mysuafurðir með sína framleiðslu líka þar sem mikið magn af etanóli er framleidd á hverju ári eða á milli 1,5 til 2 milljónir lítra á ári. Hér erum við að tala um próteinduft úr mjólkurframleiðslunni en duftið er unnið úr mysu, sem fellur til við ostagerð á Egilsstöðum, Akureyri og Sauðárkróki en við framleiðslu mjólkurduftsins verður til mjólkursykur, sem nýtist núna svona ljómandi vel í vinnslunni á Sauðárkróki. „Við erum að búa til etanól úr mjólkursykrinum þannig að við erum í rauninni að kreista allt út, sem við getum gert af efnum, sem mjólkin gefur okkur og ná að hreina vökvann eins mikið,“ segir Svavar Sigurðsson mjólkurfræðingur hjá Íslenskum mysuafurðum á Sauðárkróki. Svavar mælir styrkleikann í etanólinu reglulega og er hann oftast á bilinu 94 til 96 prósent, sem hann er mjög ánægður með. Þið eruð í raun og veru bara að brugga eða hvað? „Já, við bruggum bara, við erum að ná því að komast inn á topp 10 listann í Skagafirði í framleiðslu á áfengi, ég held að við séum búin að ná því núna,“ segir Svavar og hlær. Framleiðslan fer fram í stórum tönkum en mikinn tækjabúnað þarf við vinnsluna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hvað er spírinn notaður í? „Núna í upphafi verður hann sennilega notaður í iðnað, þetta er iðnaðarspýri, sem við erum að búa til núna. Við erum, sem sagt ekki búin að fá viðurkenningu á honum, sem drykkjarhæfum en þá erum við að tala um rúðuvökva og handspritt og kannski eldsneyti og meira í þá hlutina en við vonumst náttúrulega til að við getum sent þetta í Jöklu eða eitthvað spennandi íslenskt“. En til að hafa þetta algjörlega á hreinu. Er verið að breyta íslenskri mjólk í áfengi? „Já, já, að hluta til að reyna að fullnýta þetta og hérna og það er bara andskoti magnað, afsakið orðbragðið að dýr, sem eru að borða í raunni trefjar úti á túni skuli vera að skila af sér fitu og próteini og núna etanóli. Það væri náttúrlega draumur að mjólkurbílarnir gætu keyrt á því seinna einhvern tímann,“ segir Svavar. En hvernig er að vinna í þessu umhverfi allan daginn, ertu ekki skakkur eftir vinnudaginn? „Það hefur aldrei komið sá dagur að ég hafi ekki getað keyrt heim og verið með góða samvisku, þannig að ég vona að ég haldi því bara áfram og það verði bara svoleiðis,“ segir Svavar kátur með framleiðsluna á Sauðárkróki. Hér er Svavar að mæla styrkleikann í etanólinu en hann er oftast á bilinu 94 til 96 prósent, sem hann er mjög ánægður með.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skagafjörður Áfengi og tóbak Landbúnaður Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira