Hvatti fólk til að hamstra mentólsígarettur Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2023 20:01 Hildur Sverrisdóttir og Inga Sæland eru mótfallnar því að banna mentólsígarettur. Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hvatti saumaklúbbakonur og djammreykingamenn um að hamstra mentólsígarettur á næstu fjórum árum. Eftir það verða þær líklega ófáanlegar hér á landi. Önnur umræða um frumvarp Willum Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra, fór fram á Alþingi í dag. Frumvarpið kemur beint frá EES-tilskipun og velur meðal annars í sér að bragðbættar sígarettur og bragðbætt tóbak verður bannað. Áhugasamir geta kynnt sér frumvarpið betur hér á vef Alþingis. Því er ætlað að draga úr heilsutjóni og þá sérstaklega ungs fólks. Ekki eru þó allir sammála um að mentólsígarettur séu eitthvað sem ungt fólk sækir sérstaklega í. Hildur mælti gegn frumvarpinu á Alþingi fyrir rétt tæpu ári. „Í rökstuðningnum eru blessuð börnin í forgrunni, sem væri gott og blessað og sjálfsagt ef hægt væri að færa rök fyrir því að Salem, Capri blár og aðrar mentólsígarettur hefðu einhvern tímann gert börnum eitthvað umfram aðrar sígarettutegundir en svo er einfaldlega ekki,“ sagði Hildur í andsvari sínu. Hildur sagðist í pontu í dag styðja þær breytingar sem hefðu verið gerðar á frumvarpinu frá því fyrir ári síðan, þó hún studdi ekki frumvarpið enn. „EES er vissulega mikilvægasta viðskiptasamband sem við eigum en það er þó ekki alveg fullkomið,“ sagði Hildur. Hún sagði þann anga tilskipunarinnar sem málið byggði á vera órökstuddur og sýndarlýðheilsuaðgerð. Tilgangur frumvarpsins væri að stemma stigu við tóbaksnotkun ungmenna, sem Hildur sagði frábært markmið, en þetta hefði ekkert með það að gera. „Mentólsígarettur hafa þar afskaplega lítið vægi, ef eitthvað,“ sagði Hildur. „Þetta er því vont mál, eða þessi angi málsins öllu heldur.“ Hildur bað vinkonur sínar í saumaklúbbum landsins og djammreykingamenn afsökunar fyrir hönd Alþingis en sendi þeim skilaboð. „Hamstrið þið mentólsígaretturnar ykkar næstu fjögur ár, við fengum það þó í gegn, að lengja þetta um fjögur ár. Þær ku geymast vel í frysti.“ „Látið Salem í friði“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tók undir með Hildi. „Ég hætti nú að reykja fyrir einhverjum tuttugu árum síðan en ég verð að viðurkenna að það kemur fyrir að maður skvetti í sig af og til. Þá finnst mér rosalega gott að fá mér eina Salem Lights," sagði Inga. „Þessi forræðishyggja er farin að ganga aðeins of langt, finnst mér.“ Inga sagði að frekar ætti að grípa til aðgerða gegn „veipinu og öllu bragðinu sem er þar, hvort sem það er pipar eða salt eða krydd eða jalepeno eða hvað allt eina það heitir. En ég meina, látið Salem í friði. Ég fá að reykja mentól á tuttugu ára fresti ef ég dett í það,“ sagði Inga. Willum steig einnig í pontu í dag og sagði hann að forvarnir og það að stemma stigu við tóbaksnotkun ungmenna vera lykilatriðið. Það ætti alltaf að vera að leiðarljósi í umfjöllun um þessi mál. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Áfengi og tóbak Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Læknir sviptur leyfi vegna vanrækslu Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Sjá meira
Önnur umræða um frumvarp Willum Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra, fór fram á Alþingi í dag. Frumvarpið kemur beint frá EES-tilskipun og velur meðal annars í sér að bragðbættar sígarettur og bragðbætt tóbak verður bannað. Áhugasamir geta kynnt sér frumvarpið betur hér á vef Alþingis. Því er ætlað að draga úr heilsutjóni og þá sérstaklega ungs fólks. Ekki eru þó allir sammála um að mentólsígarettur séu eitthvað sem ungt fólk sækir sérstaklega í. Hildur mælti gegn frumvarpinu á Alþingi fyrir rétt tæpu ári. „Í rökstuðningnum eru blessuð börnin í forgrunni, sem væri gott og blessað og sjálfsagt ef hægt væri að færa rök fyrir því að Salem, Capri blár og aðrar mentólsígarettur hefðu einhvern tímann gert börnum eitthvað umfram aðrar sígarettutegundir en svo er einfaldlega ekki,“ sagði Hildur í andsvari sínu. Hildur sagðist í pontu í dag styðja þær breytingar sem hefðu verið gerðar á frumvarpinu frá því fyrir ári síðan, þó hún studdi ekki frumvarpið enn. „EES er vissulega mikilvægasta viðskiptasamband sem við eigum en það er þó ekki alveg fullkomið,“ sagði Hildur. Hún sagði þann anga tilskipunarinnar sem málið byggði á vera órökstuddur og sýndarlýðheilsuaðgerð. Tilgangur frumvarpsins væri að stemma stigu við tóbaksnotkun ungmenna, sem Hildur sagði frábært markmið, en þetta hefði ekkert með það að gera. „Mentólsígarettur hafa þar afskaplega lítið vægi, ef eitthvað,“ sagði Hildur. „Þetta er því vont mál, eða þessi angi málsins öllu heldur.“ Hildur bað vinkonur sínar í saumaklúbbum landsins og djammreykingamenn afsökunar fyrir hönd Alþingis en sendi þeim skilaboð. „Hamstrið þið mentólsígaretturnar ykkar næstu fjögur ár, við fengum það þó í gegn, að lengja þetta um fjögur ár. Þær ku geymast vel í frysti.“ „Látið Salem í friði“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tók undir með Hildi. „Ég hætti nú að reykja fyrir einhverjum tuttugu árum síðan en ég verð að viðurkenna að það kemur fyrir að maður skvetti í sig af og til. Þá finnst mér rosalega gott að fá mér eina Salem Lights," sagði Inga. „Þessi forræðishyggja er farin að ganga aðeins of langt, finnst mér.“ Inga sagði að frekar ætti að grípa til aðgerða gegn „veipinu og öllu bragðinu sem er þar, hvort sem það er pipar eða salt eða krydd eða jalepeno eða hvað allt eina það heitir. En ég meina, látið Salem í friði. Ég fá að reykja mentól á tuttugu ára fresti ef ég dett í það,“ sagði Inga. Willum steig einnig í pontu í dag og sagði hann að forvarnir og það að stemma stigu við tóbaksnotkun ungmenna vera lykilatriðið. Það ætti alltaf að vera að leiðarljósi í umfjöllun um þessi mál.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Áfengi og tóbak Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Læknir sviptur leyfi vegna vanrækslu Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“