Fjárhagsáætlun Reykjavíkur samþykkt í nótt Lovísa Arnardóttir skrifar 6. desember 2023 08:34 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mælti fyrir frumvarpi um fjárhagsáætlun í ellefta og jafnframt síðasta sinn á þessu kjörtímabili. Einar Þorsteinsson tekur við sem borgarstjóri eftir áramót. Vísir/Arnar Gert er ráð fyrir tæplega 600 milljóna króna jákvæðri rekstrarniðurstöðu A-hluta í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 og fimm ára áætlun 2024-2028 sem samþykkt var í borgarstjórn um miðnætti. A-hluti fer samkvæmt áætlun síðan batnandi út áætlunartímabilið til samræmis við markmið fjármálastefnu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að gert sé ráð fyrir batnandi afkomu A- og B-hluta, og að A-hluti skili jákvæðri niðurstöðu ári fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mælti fyrir frumvarpi um fjárhagsáætlun í ellefta sinn í gær. Umræður um áætlunina hófust um hádegisbil í gær og stóðu því í um tólf klukkustundir. Fram kemur í tilkynningu borgarinnar að Dagur hafi sagt í upphafi umræðunnar að það væri góð tilfinning að koma í seinni umræðu á þessum fallega desember degi og kynna með stolti sína elleftu fjárhagsáætlun. Hann sagði að hagræðingaraðgerðir á yfirstandandi ári hafi skilað viðsnúningi upp á tíu milljarða og að það hafi verið nokkuð meira en gert var ráð fyrir. „Það er ekkert nýtt að í rekstri sveitarfélaga þurfi að horfa í hverja krónu,“ sagði Dagur og að skuldastaðan væri nú um helmingi lægri en þegar meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar tók við árið 2010 Fjárhagsleg samskipti við ríkið mesti áhættuþátturinn Þá sagði hann að áfram verði haldið að þróa og byggja betra borgarsamfélag samhliða fjölgun borgarbúa. Hann sagði einn stærsta áhættuþáttinn í rekstri borgarinnar vera fjárhagsleg samskipti við ríkið og afar mikilvægt væri að takist að stoppa það gat sem hefur myndast þar sem allra fyrst. „Full fjármögnun málaflokks fatlaðs fólks er lykilatriði til að tryggja fjárhagslega sjálfbærni í fjármálum borgarinnar til framtíðar. Þar er um að ræða stórar tölur, svo milljörðum skiptir. Segir það sína sögu að þrátt fyrir miklar blikur á lofti í ytra efnahagsumhverfi borgarinnar og að framundan séu krefjandi kjarasamningar þá er stærsti einstaki áhættuþátturinn í afkomunni, áhætta vegna fjárhagslegra samskipta við ríkið. Vanfjármögnun á málaflokki fatlaðs fólks er ekki bara grafalvarleg fyrir þjónustu sveitarfélaga og fjárhag heldur mun á endanum bitna á þeim sem eiga rétt á þjónustunni og bíða frekari uppbyggingar í honum,“ segir í greinargerð með áætluninni. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar fyrr á árinu sagði að mikilvægt sé að draga fram stöðuna í málaflokki fatlaðs fólks. Halli í rekstri málaflokksins hafi farið vaxandi á síðustu árum og reynst vanfjármagnaður um 9,3 milljarða króna árið 2022. Enn að jafna sig á Covid-19 Þar kemur enn fremur fram að í fjármálastefnunni séu lagðar þær línur sem þurfi til að vaxa úr þeim vanda sem heimsfaraldur Covid-19 skildi eftir sig í fjármálum borgarinnar. „Í áætlun næsta árs er gætt aðhalds í framlögum til málaflokkanna þótt áfram verður passað upp á fulla fjármögnun framlínuþjónustu. Borgarsjóður nýtur nú góðs af því að fjárhagur fyrirtækja borgarinnar er öflugur og sterkur eftir endurskipulagningu á síðasta áratug. Áfram verður unnið að umbótum í fjármagnsskipan í þágu heildarhagsmuna samstæðunnar,“ segir enn fremur og að dregið verði saman í fjárfestingaráætlun A-hluta borgarinnar þótt áfram verði passað upp á að sinna viðhaldsmálum og uppbyggingu innviða í vaxandi borg. „Fjárveitingar til viðhaldsmála hafa stóraukist á undanförnum árum og staðinn er vörður um þær.“ Hægt er að kynna sér bæði fjárhagsáætlun og greinargerðir með henni hér að neðan. Frumvarp að fjárhagsáætlun 2024 Greinargerð með fjárhagsáætlun 2024 og fimm ára áætlun 2024-2028 Greinargerð fagsviða og b-hluta fyrirtækja með fjárhagsáætlun 2024 Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Tengdar fréttir Reykjavíkurborg tilbúin að draga úr hækkunum Formaður borgarráðs Reykjavíkur segir að borgin sé tilbúin til þess að draga úr boðuðum gjaldskrárhækknum, að því gefnu að aðilar vinnumarkaðar nái saman um hóflegar launahækkanir. 30. nóvember 2023 20:07 „Er aldrei hægt að gleðjast yfir því þegar vel gengur?“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins spyr hvort núverandi borgarstjóri og verðandi, hafi lært bókfærslu í Hogwart galdraskólanum. Hagræðingar borgarinnar sem kynntar voru í dag ætti frekar að kalla sjónhverfingar. Einar Þorsteinsson segist ekki skilja hvaðan öll þessi neikvæðni komi. 7. nóvember 2023 23:21 Loka kaffihúsinu á Árbæjarsafni Reykjavíkurborg hefur ákveðið að hætta rekstri kaffihúss á Árbæjarsafni á næsta ári. Dregið verður úr þátttöku Borgarsögusafns í kostnaði á Safnanótt og Menningarnótt auk þess sem dregið veður úr dagskrá og aðgengi í Viðey. 7. nóvember 2023 16:12 Viðsnúningur fenginn beint úr vasa skattgreiðenda Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir fagnaðarlæti meirihlutans í borginni í morgun þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var kynnt. Á fundi borgarstjórnar sagði hún umtalaðan viðsnúning fjármála borgarinnar ekki afleiðingu hagræðingar heldur væri hann sóttur beint í vasa skattgreiðenda. 7. nóvember 2023 14:51 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
A-hluti fer samkvæmt áætlun síðan batnandi út áætlunartímabilið til samræmis við markmið fjármálastefnu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að gert sé ráð fyrir batnandi afkomu A- og B-hluta, og að A-hluti skili jákvæðri niðurstöðu ári fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mælti fyrir frumvarpi um fjárhagsáætlun í ellefta sinn í gær. Umræður um áætlunina hófust um hádegisbil í gær og stóðu því í um tólf klukkustundir. Fram kemur í tilkynningu borgarinnar að Dagur hafi sagt í upphafi umræðunnar að það væri góð tilfinning að koma í seinni umræðu á þessum fallega desember degi og kynna með stolti sína elleftu fjárhagsáætlun. Hann sagði að hagræðingaraðgerðir á yfirstandandi ári hafi skilað viðsnúningi upp á tíu milljarða og að það hafi verið nokkuð meira en gert var ráð fyrir. „Það er ekkert nýtt að í rekstri sveitarfélaga þurfi að horfa í hverja krónu,“ sagði Dagur og að skuldastaðan væri nú um helmingi lægri en þegar meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar tók við árið 2010 Fjárhagsleg samskipti við ríkið mesti áhættuþátturinn Þá sagði hann að áfram verði haldið að þróa og byggja betra borgarsamfélag samhliða fjölgun borgarbúa. Hann sagði einn stærsta áhættuþáttinn í rekstri borgarinnar vera fjárhagsleg samskipti við ríkið og afar mikilvægt væri að takist að stoppa það gat sem hefur myndast þar sem allra fyrst. „Full fjármögnun málaflokks fatlaðs fólks er lykilatriði til að tryggja fjárhagslega sjálfbærni í fjármálum borgarinnar til framtíðar. Þar er um að ræða stórar tölur, svo milljörðum skiptir. Segir það sína sögu að þrátt fyrir miklar blikur á lofti í ytra efnahagsumhverfi borgarinnar og að framundan séu krefjandi kjarasamningar þá er stærsti einstaki áhættuþátturinn í afkomunni, áhætta vegna fjárhagslegra samskipta við ríkið. Vanfjármögnun á málaflokki fatlaðs fólks er ekki bara grafalvarleg fyrir þjónustu sveitarfélaga og fjárhag heldur mun á endanum bitna á þeim sem eiga rétt á þjónustunni og bíða frekari uppbyggingar í honum,“ segir í greinargerð með áætluninni. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar fyrr á árinu sagði að mikilvægt sé að draga fram stöðuna í málaflokki fatlaðs fólks. Halli í rekstri málaflokksins hafi farið vaxandi á síðustu árum og reynst vanfjármagnaður um 9,3 milljarða króna árið 2022. Enn að jafna sig á Covid-19 Þar kemur enn fremur fram að í fjármálastefnunni séu lagðar þær línur sem þurfi til að vaxa úr þeim vanda sem heimsfaraldur Covid-19 skildi eftir sig í fjármálum borgarinnar. „Í áætlun næsta árs er gætt aðhalds í framlögum til málaflokkanna þótt áfram verður passað upp á fulla fjármögnun framlínuþjónustu. Borgarsjóður nýtur nú góðs af því að fjárhagur fyrirtækja borgarinnar er öflugur og sterkur eftir endurskipulagningu á síðasta áratug. Áfram verður unnið að umbótum í fjármagnsskipan í þágu heildarhagsmuna samstæðunnar,“ segir enn fremur og að dregið verði saman í fjárfestingaráætlun A-hluta borgarinnar þótt áfram verði passað upp á að sinna viðhaldsmálum og uppbyggingu innviða í vaxandi borg. „Fjárveitingar til viðhaldsmála hafa stóraukist á undanförnum árum og staðinn er vörður um þær.“ Hægt er að kynna sér bæði fjárhagsáætlun og greinargerðir með henni hér að neðan. Frumvarp að fjárhagsáætlun 2024 Greinargerð með fjárhagsáætlun 2024 og fimm ára áætlun 2024-2028 Greinargerð fagsviða og b-hluta fyrirtækja með fjárhagsáætlun 2024
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Tengdar fréttir Reykjavíkurborg tilbúin að draga úr hækkunum Formaður borgarráðs Reykjavíkur segir að borgin sé tilbúin til þess að draga úr boðuðum gjaldskrárhækknum, að því gefnu að aðilar vinnumarkaðar nái saman um hóflegar launahækkanir. 30. nóvember 2023 20:07 „Er aldrei hægt að gleðjast yfir því þegar vel gengur?“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins spyr hvort núverandi borgarstjóri og verðandi, hafi lært bókfærslu í Hogwart galdraskólanum. Hagræðingar borgarinnar sem kynntar voru í dag ætti frekar að kalla sjónhverfingar. Einar Þorsteinsson segist ekki skilja hvaðan öll þessi neikvæðni komi. 7. nóvember 2023 23:21 Loka kaffihúsinu á Árbæjarsafni Reykjavíkurborg hefur ákveðið að hætta rekstri kaffihúss á Árbæjarsafni á næsta ári. Dregið verður úr þátttöku Borgarsögusafns í kostnaði á Safnanótt og Menningarnótt auk þess sem dregið veður úr dagskrá og aðgengi í Viðey. 7. nóvember 2023 16:12 Viðsnúningur fenginn beint úr vasa skattgreiðenda Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir fagnaðarlæti meirihlutans í borginni í morgun þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var kynnt. Á fundi borgarstjórnar sagði hún umtalaðan viðsnúning fjármála borgarinnar ekki afleiðingu hagræðingar heldur væri hann sóttur beint í vasa skattgreiðenda. 7. nóvember 2023 14:51 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Reykjavíkurborg tilbúin að draga úr hækkunum Formaður borgarráðs Reykjavíkur segir að borgin sé tilbúin til þess að draga úr boðuðum gjaldskrárhækknum, að því gefnu að aðilar vinnumarkaðar nái saman um hóflegar launahækkanir. 30. nóvember 2023 20:07
„Er aldrei hægt að gleðjast yfir því þegar vel gengur?“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins spyr hvort núverandi borgarstjóri og verðandi, hafi lært bókfærslu í Hogwart galdraskólanum. Hagræðingar borgarinnar sem kynntar voru í dag ætti frekar að kalla sjónhverfingar. Einar Þorsteinsson segist ekki skilja hvaðan öll þessi neikvæðni komi. 7. nóvember 2023 23:21
Loka kaffihúsinu á Árbæjarsafni Reykjavíkurborg hefur ákveðið að hætta rekstri kaffihúss á Árbæjarsafni á næsta ári. Dregið verður úr þátttöku Borgarsögusafns í kostnaði á Safnanótt og Menningarnótt auk þess sem dregið veður úr dagskrá og aðgengi í Viðey. 7. nóvember 2023 16:12
Viðsnúningur fenginn beint úr vasa skattgreiðenda Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir fagnaðarlæti meirihlutans í borginni í morgun þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var kynnt. Á fundi borgarstjórnar sagði hún umtalaðan viðsnúning fjármála borgarinnar ekki afleiðingu hagræðingar heldur væri hann sóttur beint í vasa skattgreiðenda. 7. nóvember 2023 14:51