Fimm nýir tóku sæti í Hæstarétti Árni Sæberg skrifar 6. desember 2023 14:33 Ekkert þeirra sem dæmir í málinu er Hæstaréttardómari. Hæstiréttur Íslands Málflutningur í máli sem varðar laun dómara fór fram í Hæstarétti í dag. Eðli málsins samkvæmt eru allir embættisdómarar landsins vanhæfir til þess að dæma í málinu og því var dómarabekkurinn skipaður settum dómurum. Mál Ástríðar Grímsdóttur, héraðsdómara sem stefndi ríkinu eftir að henni var tilkynnt um að hún hefði fengið ofgreidd laun og fór með sigur af hólmi í héraði, var flutt í Hæstarétti í dag. Málinu var skotið beint til Hæstaréttar án viðkomu í Landsrétti. Fjársýsla ríkisins greindi frá því í júlí í fyrra að tvö hundruð og sextíu af æðstu embættismönnum landsins hefðu fengið ofgreidd laun um það sem nam um 105 milljónum króna. Launin voru ofgreidd vegna þess að fjársýslan notaðist ekki við lögbundið viðmið um laun þjóðkjörinna manna, ráðherra og tiltekinna embættismanna frá því að lög um þau tóku gildi árið 2019. Ástríður Grímsdóttir, sem er dómari við Héraðsdóm Reykjaness, vildi ekki una því að þurfa að endurgreiða hluta greiddra launa, 550 þúsund krónur og að laun hennar yrðu lækkuð um 34 þúsund krónur á mánuði. Því höfðaði hún mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til ógildingar ákvarðana Fjársýslu ríkisins um breytta útreikningsaðferð, lækkun launa hennar og endurkröfuna. Í maí síðastliðnum kvað héraðsdómur Reykjavíkur, sem var skipaður settum dómurum, upp dóm þess efnis að launalækkunin hafi verið ólögmæt. Enginn dómari hæfur til að dæma í máli sem varðar hagsmuni þeirra Þar sem málið varðar laun allra embættisdómara landsins lá fyrir að enginn þeirra væri hæfur til þess að dæma í málinu. Eftir úrskurð dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur um vanhæfi allra dómara dómstólsins var Gunnar Þór Pétursson settur dómari í málinu í héraði. Hann var settur dómari við Landsrétt síðasta vor og við EFTA-dómstólinn frá 1. júlí í fyrra. Þá var hann framkvæmdastjóri hjá eftirlitsstofnun EFTA frá 2017 til 2020. Þá voru þau Berglind Svavarsdóttir lögmaður og Sindri M. Stephensen dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík einnig settir dómarar í málinu. Í tilkynningu Hæstaréttar um málflutninginn segir að í stað skipaðra Hæstaréttardómara hafi tekið sæti Lára V. Júlíusdóttir lögmaður, sem er forseti dómsins, Guðmundur Sigurðsson prófessor, Hrefna Friðriksdóttir prófessor, Kristinn Bjarnason lögmaður og Róbert R. Spanó prófessor. Dómstólar Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir Ætla að áfrýja launamáli dómara beint til Hæstaréttar Fjármála- og efnahagsráðuneytið hyggst óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem deilt var um endurgreiðslu launa dómara, beint til Hæstaréttar. Héraðsdómur taldi að ríkið hefði ekki mátt endurskoða laun dómara, lækka þau og krefjast endurgreiðslu á því sem ráðuneytið taldi ofgreidd laun. 31. maí 2023 14:36 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Mál Ástríðar Grímsdóttur, héraðsdómara sem stefndi ríkinu eftir að henni var tilkynnt um að hún hefði fengið ofgreidd laun og fór með sigur af hólmi í héraði, var flutt í Hæstarétti í dag. Málinu var skotið beint til Hæstaréttar án viðkomu í Landsrétti. Fjársýsla ríkisins greindi frá því í júlí í fyrra að tvö hundruð og sextíu af æðstu embættismönnum landsins hefðu fengið ofgreidd laun um það sem nam um 105 milljónum króna. Launin voru ofgreidd vegna þess að fjársýslan notaðist ekki við lögbundið viðmið um laun þjóðkjörinna manna, ráðherra og tiltekinna embættismanna frá því að lög um þau tóku gildi árið 2019. Ástríður Grímsdóttir, sem er dómari við Héraðsdóm Reykjaness, vildi ekki una því að þurfa að endurgreiða hluta greiddra launa, 550 þúsund krónur og að laun hennar yrðu lækkuð um 34 þúsund krónur á mánuði. Því höfðaði hún mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til ógildingar ákvarðana Fjársýslu ríkisins um breytta útreikningsaðferð, lækkun launa hennar og endurkröfuna. Í maí síðastliðnum kvað héraðsdómur Reykjavíkur, sem var skipaður settum dómurum, upp dóm þess efnis að launalækkunin hafi verið ólögmæt. Enginn dómari hæfur til að dæma í máli sem varðar hagsmuni þeirra Þar sem málið varðar laun allra embættisdómara landsins lá fyrir að enginn þeirra væri hæfur til þess að dæma í málinu. Eftir úrskurð dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur um vanhæfi allra dómara dómstólsins var Gunnar Þór Pétursson settur dómari í málinu í héraði. Hann var settur dómari við Landsrétt síðasta vor og við EFTA-dómstólinn frá 1. júlí í fyrra. Þá var hann framkvæmdastjóri hjá eftirlitsstofnun EFTA frá 2017 til 2020. Þá voru þau Berglind Svavarsdóttir lögmaður og Sindri M. Stephensen dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík einnig settir dómarar í málinu. Í tilkynningu Hæstaréttar um málflutninginn segir að í stað skipaðra Hæstaréttardómara hafi tekið sæti Lára V. Júlíusdóttir lögmaður, sem er forseti dómsins, Guðmundur Sigurðsson prófessor, Hrefna Friðriksdóttir prófessor, Kristinn Bjarnason lögmaður og Róbert R. Spanó prófessor.
Dómstólar Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir Ætla að áfrýja launamáli dómara beint til Hæstaréttar Fjármála- og efnahagsráðuneytið hyggst óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem deilt var um endurgreiðslu launa dómara, beint til Hæstaréttar. Héraðsdómur taldi að ríkið hefði ekki mátt endurskoða laun dómara, lækka þau og krefjast endurgreiðslu á því sem ráðuneytið taldi ofgreidd laun. 31. maí 2023 14:36 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Ætla að áfrýja launamáli dómara beint til Hæstaréttar Fjármála- og efnahagsráðuneytið hyggst óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem deilt var um endurgreiðslu launa dómara, beint til Hæstaréttar. Héraðsdómur taldi að ríkið hefði ekki mátt endurskoða laun dómara, lækka þau og krefjast endurgreiðslu á því sem ráðuneytið taldi ofgreidd laun. 31. maí 2023 14:36