Engin ástæða til að breyta neinu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 8. nóvember 2025 23:12 Guðrún Hafsteinsdóttir fornaður Sjálfstæðisflokksins horfir til fortíðar. Vísir/Lýður Valberg Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að halla sér frekar til hægri eða vinstri til að bregðast við auknu fylgistapi að sögn formanns flokksins sem kynnti nýja ásýnd á sérstökum fundi í dag. Engar breytingar voru boðaðar á stefnu flokksins sem lítur til fortíðar. Sjálfstæðismenn flykktust á sérstakan fund á Grand hótel í dag þar sem formaður flokksins kynnti nýja ásýnd fyrir áframhaldandi baráttu í stjórnarandstöðu og sveitarstjórnarkosningar sem styttist óðfluga í. Í spilaranum hér að neðan má sjá svipmyndir frá fundinum. Fullt var út að dyrum þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður flokksins, kynnti Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann flokksins, upp á svið sem gagnrýndi bæði ríkisstjórnina og meirihluta borgarstjórnar og boðaði stórsókn í komandi borgarstjórnarkosningum. Engar markvissar breytingar voru boðaðar á stefnu flokksins. Skerpt var á áherslum og tilkynnt að flokkurinn leiti til fortíðar og í ræturnar. „Eins og ég sagði í ræðu minni þá er engin ástæða til að breyta stefnu tæplega hundrað ára gamals flokks sem hefur tekið svona ríkan þátt í því að byggja Ísland upp,“ segir Guðrún. Halla sér hvorki til hægri né vinstri Miðað við skoðanakannanir hefur fylgi flokksins dalað undanfarið. Í nýjustu könnun Gallups mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 17,6 prósenta fylgi og Miðflokkurinn þar rétt á eftir með rúmlega sextán prósent. Guðrún segir flokkinn hvorki ætla að halla sér frekar til hægri né vinstri „Ég eiginlega bara skil ekki af hverju langstærstur meirihluti þjóðarinnar fylkir sér ekki um þessa góðu stefnu sem sjálfstæðisstefnan er. Við sitjum auðvitað bara og stöndum fast í okkar ístaði. Við eigum rosalega góða stefnu. Okkar grunngildi eru góð og gild og það er engin ástæða til að breyta því.“ Í nýrri ásýnd flokksins felst dökkblár litur sem prýddi vegg salarins og opinbert merki flokksins gert að upprunalega fálka flokksins sem var teiknaður árið 1945. „Þetta er fálkinn og hann hefur aðeins fengið andlitslyftingu. Við vildum fara aftur í upprunalega fálkann til að vísa í þau gömlu og grónu gildi sem enn standa fyrir sínu í sjálfstæðisstefnunni.“ Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Miðflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup en þar mælist flokkurinn með 16,3 prósenta fylgi. Hann mælist einungis með um einu prósentustigi minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn sem mælist með 17,6 prósent fylgi. 3. nóvember 2025 17:49 Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun leggja tillögu um leiðtogaprófkjör fyrir ráðið. Samkvæmt tillögunni myndi ráðið svo greiða atkvæði um sæti tvö til sjö á lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. 24. október 2025 13:13 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Sjálfstæðismenn flykktust á sérstakan fund á Grand hótel í dag þar sem formaður flokksins kynnti nýja ásýnd fyrir áframhaldandi baráttu í stjórnarandstöðu og sveitarstjórnarkosningar sem styttist óðfluga í. Í spilaranum hér að neðan má sjá svipmyndir frá fundinum. Fullt var út að dyrum þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður flokksins, kynnti Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann flokksins, upp á svið sem gagnrýndi bæði ríkisstjórnina og meirihluta borgarstjórnar og boðaði stórsókn í komandi borgarstjórnarkosningum. Engar markvissar breytingar voru boðaðar á stefnu flokksins. Skerpt var á áherslum og tilkynnt að flokkurinn leiti til fortíðar og í ræturnar. „Eins og ég sagði í ræðu minni þá er engin ástæða til að breyta stefnu tæplega hundrað ára gamals flokks sem hefur tekið svona ríkan þátt í því að byggja Ísland upp,“ segir Guðrún. Halla sér hvorki til hægri né vinstri Miðað við skoðanakannanir hefur fylgi flokksins dalað undanfarið. Í nýjustu könnun Gallups mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 17,6 prósenta fylgi og Miðflokkurinn þar rétt á eftir með rúmlega sextán prósent. Guðrún segir flokkinn hvorki ætla að halla sér frekar til hægri né vinstri „Ég eiginlega bara skil ekki af hverju langstærstur meirihluti þjóðarinnar fylkir sér ekki um þessa góðu stefnu sem sjálfstæðisstefnan er. Við sitjum auðvitað bara og stöndum fast í okkar ístaði. Við eigum rosalega góða stefnu. Okkar grunngildi eru góð og gild og það er engin ástæða til að breyta því.“ Í nýrri ásýnd flokksins felst dökkblár litur sem prýddi vegg salarins og opinbert merki flokksins gert að upprunalega fálka flokksins sem var teiknaður árið 1945. „Þetta er fálkinn og hann hefur aðeins fengið andlitslyftingu. Við vildum fara aftur í upprunalega fálkann til að vísa í þau gömlu og grónu gildi sem enn standa fyrir sínu í sjálfstæðisstefnunni.“
Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Miðflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup en þar mælist flokkurinn með 16,3 prósenta fylgi. Hann mælist einungis með um einu prósentustigi minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn sem mælist með 17,6 prósent fylgi. 3. nóvember 2025 17:49 Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun leggja tillögu um leiðtogaprófkjör fyrir ráðið. Samkvæmt tillögunni myndi ráðið svo greiða atkvæði um sæti tvö til sjö á lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. 24. október 2025 13:13 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Miðflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup en þar mælist flokkurinn með 16,3 prósenta fylgi. Hann mælist einungis með um einu prósentustigi minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn sem mælist með 17,6 prósent fylgi. 3. nóvember 2025 17:49
Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun leggja tillögu um leiðtogaprófkjör fyrir ráðið. Samkvæmt tillögunni myndi ráðið svo greiða atkvæði um sæti tvö til sjö á lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. 24. október 2025 13:13