Túristi verður FF7 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2023 15:09 Óðinn Jónsson og Kristján Sigurjónsson eru ritstjórar FF7 - frásagna og frétta alla daga. Ferðamálavefurinn Túristi fær innan tíðar nýtt nafn, FF7 - Frásagnir og fréttir alla daga. Áfram verður ferðamál í öndvegi en til stendur að leita fanga víðar með tilliti til áhuga áskrifenda miðilsins. Greint er frá tíðindunum á vef Túrista þar sem segir að ritstjórar FF7 verði Kristján Sigurjónsson (útgefandi og ábyrgðarmaður) og Óðinn Jónsson. Vefurinn er rúmlega fjórtán ára gamall en breytir nú aðeins um kúrs ekki ólíkt því sem íslensk ferðaþjónusta hefur breyst á tæpum hálfum öðrum áratug. „Þá var þetta lítil atvinnugrein en í dag snertir hún flest svið samfélagsins. Við sjáum það líka á ört stækkandi áskrifendahópi að umfjöllun okkar nær langt út fyrir raðir fagfólks í ferðaþjónustu. Sífellt fleiri auglýsendur sjá líka kostina í fjölmiðli sem skrifar fyrst og fremst fyrir áskrifendur. Við ætlum því að grípa það tækifæri sem við erum með í höndunum til að efla útgáfuna. Sú breyting kallar á nýtt nafn,“ segir Kristján. Vefurinn Túristi hóf vegferð sína frá eldhúsborði Kristjáns Sigurjónssonar og fjölskyldu í Kaupmannahöfn árið 2009 og þremur árum síðan fluttu þau til Stokkhólms. Allt til ársins 2022 var Túristi eins manns útgerð en í fyrra gekk Óðinn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóri RÚV, til liðs við Kristján. Reksturinn heyrir nú undir útgáfufélagið Farteski ehf. Vefurinn hafði til ársins 2020 rekið sig á auglýsingum en breyttist þá um haustið í áskriftarvef. Það hafi reynst rétt ákvörðun, tekjur aukist og blaðamönnum verður fjölgað um þrjá. Halla Ólafsdóttir, blaðamaður á Ísafirði, Sólveig Jónsdóttir, rithöfundur og blaðamaður í Reykjavík, og Snæbjörn Arngrímsson, rithöfundur og fyrrverandi útgefandi í Kaupmannahöfn bætast í hópinn. Von sé á frekari fjölgun í hópi þeirra sem skrifa hjá FF7. Fjölmiðlar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Greint er frá tíðindunum á vef Túrista þar sem segir að ritstjórar FF7 verði Kristján Sigurjónsson (útgefandi og ábyrgðarmaður) og Óðinn Jónsson. Vefurinn er rúmlega fjórtán ára gamall en breytir nú aðeins um kúrs ekki ólíkt því sem íslensk ferðaþjónusta hefur breyst á tæpum hálfum öðrum áratug. „Þá var þetta lítil atvinnugrein en í dag snertir hún flest svið samfélagsins. Við sjáum það líka á ört stækkandi áskrifendahópi að umfjöllun okkar nær langt út fyrir raðir fagfólks í ferðaþjónustu. Sífellt fleiri auglýsendur sjá líka kostina í fjölmiðli sem skrifar fyrst og fremst fyrir áskrifendur. Við ætlum því að grípa það tækifæri sem við erum með í höndunum til að efla útgáfuna. Sú breyting kallar á nýtt nafn,“ segir Kristján. Vefurinn Túristi hóf vegferð sína frá eldhúsborði Kristjáns Sigurjónssonar og fjölskyldu í Kaupmannahöfn árið 2009 og þremur árum síðan fluttu þau til Stokkhólms. Allt til ársins 2022 var Túristi eins manns útgerð en í fyrra gekk Óðinn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóri RÚV, til liðs við Kristján. Reksturinn heyrir nú undir útgáfufélagið Farteski ehf. Vefurinn hafði til ársins 2020 rekið sig á auglýsingum en breyttist þá um haustið í áskriftarvef. Það hafi reynst rétt ákvörðun, tekjur aukist og blaðamönnum verður fjölgað um þrjá. Halla Ólafsdóttir, blaðamaður á Ísafirði, Sólveig Jónsdóttir, rithöfundur og blaðamaður í Reykjavík, og Snæbjörn Arngrímsson, rithöfundur og fyrrverandi útgefandi í Kaupmannahöfn bætast í hópinn. Von sé á frekari fjölgun í hópi þeirra sem skrifa hjá FF7.
Fjölmiðlar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira