Sjálfboðavinna Afstöðu fyrir stjórnvöld Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 7. desember 2023 08:31 Fréttaflutningur af fangelsismálum hér á landi hefur sjaldan – ef nokkurn tíma - verið jákvæður og að undanförnu hefur keyrt um þverbak í fjölda neikvæðra frétta af málaflokknum. Ljóst er að velferðarmál fanga í íslenskum fangelsum eru í fullkomnum ólestri og stjórnvöld verða að hverfa af núverandi braut ef samfélaginu á ekki að standa frekari ógn af ástandinu. Afstaða hefur í nú næstum 19 ár, allt árinu 2005 barist fyrir hvers kyns aðstoð og vinnu fyrir fanga í þeim tilgangi að þeir öðlist tækifæri af lokinni afplánun, viðhaldi fjölskyldutengslum, skapi sér atvinnutækifæri, greiða sína skatta og skyldur og taki þátt í að byggja upp samfélagið en rífi það ekki niður. Samstarf við stjórnvöld hefur á umliðnum misserum verið til mikilla bóta en betur má ef duga skal. Félagið Afstaða hefur tekið miklum breytingum i áranna rás og verkefni að sama skapi vaxið gríðarlega að umfangi. Fangelsismálastofnun er fjársvelt og eingöngu til fjármagn þar fyrir tvö og hálft stöðugildi félagsráðgjafa. Þau stöðugildi eru vel mönnuð en duga engan veginn til að sinna velferðarskyldum stjórnvalda gagnvart hinum frelsissviptu skjólstæðingum sínum. Því hefur það komið í hlut Afstöðu á árinu 2023 að sinna mörgum af þeim félagslegu verkefnum sem unnin eru í fangelsum landsins og í eftirfylgni í frelsinu. Hjá Afstöðu starfa þrír félagsráðgjafar og hafa þeir ásamt ráðgjöfum félagsins og vettvangsteymi sinnt á fyrstu 9 mánuðum ársins rúmlega 1.200 verkefnum. Sú vinna hefur verið gjaldfrjáls og án aðstoðar eða aðkomu yfirvalda. Allt það fólk sem kemur að Afstöðu starfar í sjálfboðavinnu og sparnaður ríkisins vegna aðkomu Afstöðu hleypur á ansi mörgum tugum milljóna króna. Félagsráðgjafar Afstöðu starfa allir á sínu sviði í velferðarþjónustu sveitarfélaga. Vinna þeirra með föngum bætist við þeirra aðalstarf en hefur sannarlega komið mörgum til bjargar og samfélaginu um leið. Sú staðreynd að félagsráðgjafarnir vinna á vegum Afstöðu hefur skapað mikið traust og góður árangur náðst. Árangurinn bendir til þess að reynsla félagsins og einstök þekking á áhrifum innilokunar geri það að verkum að fangar sækist eftir allri ráðgjöf sem félagið hefur upp á að bjóða, á jafningjagrundvelli og út frá gagnkvæmu trausti sem annars staðar fæst ekki. Afstaða hefur í mörg ár bent á þá vankanta fangelsiskerfisins sem fjallað hefur verið að undanförnu, hvort sem það er í skýrslum Ríkisendurskoðunar, pyntingarnefndar Evrópuráðsins(CPT), úttekt Amnesty International, Umboðsmanni barna eða í álitum Umboðsmanns Alþingis. Stjórnvöld hafa ávallt skellt skollaeyrum við ábendingum Afstöðu en það geta þau ekki lengur. Til dæmis hafa stjórnvöld loksins viðurkennt það sem Afstaða hefur endurtekið haldið fram, þ.e. að endurkomutíðni i fangelsum landsins er hátt í þrisvar sinnum hærri en fullyrt hefur verið - og það á alþjóðavettvangi! Það er staðreynd að fyrstu níu mánuði ársins veitti Afstaða um 1.200 viðtöl til fanga, aðstandenda og annarra sem leituðu til félagsins og líklegt er að sú tala fari upp í um 1.500 við lok árs. Rúmlega helmingur þeirra sem leitað hafa til Afstöðu á árinu eru karlar og tæpur helmingur konur og önnur kyn, þegar aðstandendur eru teknir með í reikninginn en yfir 90% fanga eru karlar. Afstaða skorar á stjórnvöld almennt – og ekki síst sveitarfélög landsins – að kynna sér rækilega starfssvið félagsins og læra af henni í þeirri von um að snúa við þeirri þróun sem á sér stað í íslensku samfélagi. Við erum alltaf til í að koma með kynningu og fræða ykkar fagfólk með okkar sérfræðingum. Einn okkar helsti afbrotafræðingur lét hafa eftir sér fleyg orð á þá leið að engin þjóð hafi fleiri fanga en hún á skilið. Það er ljóst að einangrun, aðskilnaður og fátækt gerir ekkert okkar að betri manneskju. Gerum betur, bætum við fjármagni í fangelsismál og setjum Afstöðu á fjárlög. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Fréttaflutningur af fangelsismálum hér á landi hefur sjaldan – ef nokkurn tíma - verið jákvæður og að undanförnu hefur keyrt um þverbak í fjölda neikvæðra frétta af málaflokknum. Ljóst er að velferðarmál fanga í íslenskum fangelsum eru í fullkomnum ólestri og stjórnvöld verða að hverfa af núverandi braut ef samfélaginu á ekki að standa frekari ógn af ástandinu. Afstaða hefur í nú næstum 19 ár, allt árinu 2005 barist fyrir hvers kyns aðstoð og vinnu fyrir fanga í þeim tilgangi að þeir öðlist tækifæri af lokinni afplánun, viðhaldi fjölskyldutengslum, skapi sér atvinnutækifæri, greiða sína skatta og skyldur og taki þátt í að byggja upp samfélagið en rífi það ekki niður. Samstarf við stjórnvöld hefur á umliðnum misserum verið til mikilla bóta en betur má ef duga skal. Félagið Afstaða hefur tekið miklum breytingum i áranna rás og verkefni að sama skapi vaxið gríðarlega að umfangi. Fangelsismálastofnun er fjársvelt og eingöngu til fjármagn þar fyrir tvö og hálft stöðugildi félagsráðgjafa. Þau stöðugildi eru vel mönnuð en duga engan veginn til að sinna velferðarskyldum stjórnvalda gagnvart hinum frelsissviptu skjólstæðingum sínum. Því hefur það komið í hlut Afstöðu á árinu 2023 að sinna mörgum af þeim félagslegu verkefnum sem unnin eru í fangelsum landsins og í eftirfylgni í frelsinu. Hjá Afstöðu starfa þrír félagsráðgjafar og hafa þeir ásamt ráðgjöfum félagsins og vettvangsteymi sinnt á fyrstu 9 mánuðum ársins rúmlega 1.200 verkefnum. Sú vinna hefur verið gjaldfrjáls og án aðstoðar eða aðkomu yfirvalda. Allt það fólk sem kemur að Afstöðu starfar í sjálfboðavinnu og sparnaður ríkisins vegna aðkomu Afstöðu hleypur á ansi mörgum tugum milljóna króna. Félagsráðgjafar Afstöðu starfa allir á sínu sviði í velferðarþjónustu sveitarfélaga. Vinna þeirra með föngum bætist við þeirra aðalstarf en hefur sannarlega komið mörgum til bjargar og samfélaginu um leið. Sú staðreynd að félagsráðgjafarnir vinna á vegum Afstöðu hefur skapað mikið traust og góður árangur náðst. Árangurinn bendir til þess að reynsla félagsins og einstök þekking á áhrifum innilokunar geri það að verkum að fangar sækist eftir allri ráðgjöf sem félagið hefur upp á að bjóða, á jafningjagrundvelli og út frá gagnkvæmu trausti sem annars staðar fæst ekki. Afstaða hefur í mörg ár bent á þá vankanta fangelsiskerfisins sem fjallað hefur verið að undanförnu, hvort sem það er í skýrslum Ríkisendurskoðunar, pyntingarnefndar Evrópuráðsins(CPT), úttekt Amnesty International, Umboðsmanni barna eða í álitum Umboðsmanns Alþingis. Stjórnvöld hafa ávallt skellt skollaeyrum við ábendingum Afstöðu en það geta þau ekki lengur. Til dæmis hafa stjórnvöld loksins viðurkennt það sem Afstaða hefur endurtekið haldið fram, þ.e. að endurkomutíðni i fangelsum landsins er hátt í þrisvar sinnum hærri en fullyrt hefur verið - og það á alþjóðavettvangi! Það er staðreynd að fyrstu níu mánuði ársins veitti Afstaða um 1.200 viðtöl til fanga, aðstandenda og annarra sem leituðu til félagsins og líklegt er að sú tala fari upp í um 1.500 við lok árs. Rúmlega helmingur þeirra sem leitað hafa til Afstöðu á árinu eru karlar og tæpur helmingur konur og önnur kyn, þegar aðstandendur eru teknir með í reikninginn en yfir 90% fanga eru karlar. Afstaða skorar á stjórnvöld almennt – og ekki síst sveitarfélög landsins – að kynna sér rækilega starfssvið félagsins og læra af henni í þeirri von um að snúa við þeirri þróun sem á sér stað í íslensku samfélagi. Við erum alltaf til í að koma með kynningu og fræða ykkar fagfólk með okkar sérfræðingum. Einn okkar helsti afbrotafræðingur lét hafa eftir sér fleyg orð á þá leið að engin þjóð hafi fleiri fanga en hún á skilið. Það er ljóst að einangrun, aðskilnaður og fátækt gerir ekkert okkar að betri manneskju. Gerum betur, bætum við fjármagni í fangelsismál og setjum Afstöðu á fjárlög. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar
Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson Skoðun