Ríki og sveitarfélög næra verðbólguna Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 7. desember 2023 14:31 Hagsmunavarsla verkalýðshreyfingarinnar fyrir umbjóðendur sína nær til fleiri þátta en kjarasamninga og réttinda launafólks í landinu. Sem sterkasta afl breytinga og umbóta þarf verkalýðshreyfingin ekki síður að standa vörð um hagsmuni almennings gagnvart ríki og sveitarfélögum; „hinu opinbera”. Sú varðstaða þarf ekki síst að beinast að stjórnmálamönnum sem á stundum virðast hvorki hafa skilning né áhuga á afleiðingum eigin ákvarðana. Hækkun skatta og gjalda Dýrtíðin sem landsmenn upplifa þessi misserin hefur valdið verulegri kaupmáttarskerðingu og alþekkt er hvernig verðbólgan eykur lánakostnað heimilanna í formi verðtryggingar og hærri vaxta. Senn líður að áramótum og þá mun hið opinbera enn á ný seilast í vasa launafólks eftir meiri fjármunum með hækkunum á gjöldum og sköttum af ýmsum toga. Þær hækkanir munu ekki aðeins auka bein útgjöld heimilanna; þær munu keyra upp verðbólguna og þar með verðtryggð lán landsmanna. Um síðustu áramót hækkuðu krónutöluskattar ríkisins um 7,7%. Þessi galna hagstjórn olli beinni hækkun verðbólgu upp á 1% í janúar og jók þannig verðtryggðar skuldir landsmanna um milljarða króna. Nú stendur til að hækka þessa skatta minna en með sömu, alþekktu afleiðingum. Sveitarfélögin ætla hvergi að gefa eftir sinn hlut og boða mikla hækkun á gjaldskrám sínum. Barnafólk mun þurfa að reiða fram meira fé vegna leik- og grunnskóla. Sorphirðan verður allt að 40% dýrari, fasteignagjöldin hækka, fráveitugjöldin, vatnið, orkan og þannig mætti lengi áfram telja. Fyrir utan að skerða enn frekar kaupmátt launafólks eru gjaldskrárhækkanir sveitarfélaga tvíeggja sverð. Flest eru þau skuldum vafin og með því að kynda undir verðbólgu auka þau beinlínis vandann sem þau eiga við að glíma þar sem lán þeirra munu hækka sem því nemur. Leiða má að því líkur að ávinningurinn sé minni en hækkun skuldastabbans. Álögur sem stjórnmálamenn ákveða munu keyra kaupmáttinn enn frekar niður eftir fjórar vikur eða svo. Lán landsmanna munu hækka, eignamyndun minnka, afkoman verða erfiðari. Háir vextir, þyngri greiðslubyrði og minni kaupmáttur hrekur sífellt fleiri aftur yfir í verðtryggðu Íslandslánin með tilheyrandi eignaleysi og skuldafjötrum. Opinberar hækkanir munu auðvelda versluninni að fylgja í kjölfarið. Almenningur varnarlaus Almenningur í þessu landi er varnarlaus með öllu þegar kemur að sköttum og gjöldum. Íslenskt launafólk greiðir mjög háa skatta og fær fyrir þá sífellt minna m.a. sökum fjölgunar sérgjalda og tekjustofna hins opinbera. Almenningur í landinu getur ekki lengur staðið undir endalausum hækkunum opinberra gjalda og skatta. Á sama tíma er heilu atvinnugreinunum hlíft við sköttum og hækkunum gjalda að ekki sé minnst á fjármagnseigendur sem njóta sérstakrar verndar. Lengi hefur blasað við að þessi stefna fær ekki staðist. Nú segir launafólk stopp og krefst þess að skatta- og gjaldabyrðinni verði dreift með réttlátum hætti og að þeir sem græða á tá og fingri verði loks krafðir um eðlileg framlög í sameiginlega sjóði. Verkalýðshreyfingin búin undir harða baráttu Samningar verða lausir i lok janúarmánaðar. Hækkanir skatta og gjalda um ármót munu augljóslega hafa neikvæð áhrif á komandi kjaraviðræður. Hyggist stjórnvöld ekki hverfa frá þeirri stefnu að sækja sífellt fleiri aura í launaumslög landsmanna er ljóst að verkalýðshreyfingin þarf að búa sig undir harða kjarabaráttu. Launafólk mun ekki taka því þegjandi að stjórnvöld keyri eina ferðina enn upp verðlag í landinu, rýri kaupmáttinn, næri verðbólguna og hækki lánin. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Rekstur hins opinbera Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stöndum við loforðin Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Það þarf að kyngja klúðrinu Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Komin út í skurð Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin Þóra Hlín Friðriksdóttir skrifar Skoðun Kristni er miklu meira en menningarleg arfleifð Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Hagsmunavarsla verkalýðshreyfingarinnar fyrir umbjóðendur sína nær til fleiri þátta en kjarasamninga og réttinda launafólks í landinu. Sem sterkasta afl breytinga og umbóta þarf verkalýðshreyfingin ekki síður að standa vörð um hagsmuni almennings gagnvart ríki og sveitarfélögum; „hinu opinbera”. Sú varðstaða þarf ekki síst að beinast að stjórnmálamönnum sem á stundum virðast hvorki hafa skilning né áhuga á afleiðingum eigin ákvarðana. Hækkun skatta og gjalda Dýrtíðin sem landsmenn upplifa þessi misserin hefur valdið verulegri kaupmáttarskerðingu og alþekkt er hvernig verðbólgan eykur lánakostnað heimilanna í formi verðtryggingar og hærri vaxta. Senn líður að áramótum og þá mun hið opinbera enn á ný seilast í vasa launafólks eftir meiri fjármunum með hækkunum á gjöldum og sköttum af ýmsum toga. Þær hækkanir munu ekki aðeins auka bein útgjöld heimilanna; þær munu keyra upp verðbólguna og þar með verðtryggð lán landsmanna. Um síðustu áramót hækkuðu krónutöluskattar ríkisins um 7,7%. Þessi galna hagstjórn olli beinni hækkun verðbólgu upp á 1% í janúar og jók þannig verðtryggðar skuldir landsmanna um milljarða króna. Nú stendur til að hækka þessa skatta minna en með sömu, alþekktu afleiðingum. Sveitarfélögin ætla hvergi að gefa eftir sinn hlut og boða mikla hækkun á gjaldskrám sínum. Barnafólk mun þurfa að reiða fram meira fé vegna leik- og grunnskóla. Sorphirðan verður allt að 40% dýrari, fasteignagjöldin hækka, fráveitugjöldin, vatnið, orkan og þannig mætti lengi áfram telja. Fyrir utan að skerða enn frekar kaupmátt launafólks eru gjaldskrárhækkanir sveitarfélaga tvíeggja sverð. Flest eru þau skuldum vafin og með því að kynda undir verðbólgu auka þau beinlínis vandann sem þau eiga við að glíma þar sem lán þeirra munu hækka sem því nemur. Leiða má að því líkur að ávinningurinn sé minni en hækkun skuldastabbans. Álögur sem stjórnmálamenn ákveða munu keyra kaupmáttinn enn frekar niður eftir fjórar vikur eða svo. Lán landsmanna munu hækka, eignamyndun minnka, afkoman verða erfiðari. Háir vextir, þyngri greiðslubyrði og minni kaupmáttur hrekur sífellt fleiri aftur yfir í verðtryggðu Íslandslánin með tilheyrandi eignaleysi og skuldafjötrum. Opinberar hækkanir munu auðvelda versluninni að fylgja í kjölfarið. Almenningur varnarlaus Almenningur í þessu landi er varnarlaus með öllu þegar kemur að sköttum og gjöldum. Íslenskt launafólk greiðir mjög háa skatta og fær fyrir þá sífellt minna m.a. sökum fjölgunar sérgjalda og tekjustofna hins opinbera. Almenningur í landinu getur ekki lengur staðið undir endalausum hækkunum opinberra gjalda og skatta. Á sama tíma er heilu atvinnugreinunum hlíft við sköttum og hækkunum gjalda að ekki sé minnst á fjármagnseigendur sem njóta sérstakrar verndar. Lengi hefur blasað við að þessi stefna fær ekki staðist. Nú segir launafólk stopp og krefst þess að skatta- og gjaldabyrðinni verði dreift með réttlátum hætti og að þeir sem græða á tá og fingri verði loks krafðir um eðlileg framlög í sameiginlega sjóði. Verkalýðshreyfingin búin undir harða baráttu Samningar verða lausir i lok janúarmánaðar. Hækkanir skatta og gjalda um ármót munu augljóslega hafa neikvæð áhrif á komandi kjaraviðræður. Hyggist stjórnvöld ekki hverfa frá þeirri stefnu að sækja sífellt fleiri aura í launaumslög landsmanna er ljóst að verkalýðshreyfingin þarf að búa sig undir harða kjarabaráttu. Launafólk mun ekki taka því þegjandi að stjórnvöld keyri eina ferðina enn upp verðlag í landinu, rýri kaupmáttinn, næri verðbólguna og hækki lánin. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun